Hlynur - 15.06.1966, Side 12

Hlynur - 15.06.1966, Side 12
ing í vörutegundinni, en vegna þess mikilvægis, sem ávextir og græn- meti smátt og smátt hafa náð í vöruvalinu, gætu varleg innkaup haft af- leiðingar á aðra verzlun. Þess vegna verður að nota önnur ráð til að reyna að ná sem öruggustum innkaupum. Þessi ráð yrðu t. d. a. Ákvörðun um vöruval. b. Hafa mann, sem vit hefur á innkaupum og hirðingu grænmetis og ávaxta. e. Nota sérstaka pöntunarbók, svo hægt sé að fylgjast með innkaupunum. d. Áður en hringt er, skal fara í gegnum vörulager og skrifa nlður pöntunina í pantanabók. e. Kaup á smásölupakkaðri vöru. Vörumóttaka. Auk hins eðlilega eftirlits með magni, verði, umbúðum o. fl., verður við móttöku á ávöxtum og grænmeti einnig að framkvæma gæðamat. Með smásölupakkaðar vörur verður einnig með aðstoð dagsmerkinga að athuga, að vörurnar séu pakkaðar nýjar. Ef ástæða er til kvörtunar, er hún strax borin fram í síma. Ef sam- komulag næst við seljanda um afslátt er hann skráður sérstaklega. Geymsla. Strax eftir samanburð verður að setja vörurnar á góðan stað. Bezti stað- urinn er svalt herbergi með 5°—8° hitastigi og minnst 80% raka. Næst bezti staðurinn er kaldur staður í kjallara eða í vörugeymslu. Þar verður að vera góð loftræsting og vörurnar má aldrei setja beint á gólfið. Rimlapallar eru beztir með tilliti til loftræstingarinnar. Uppsetning í verzlun. Þar sem hægt er að hafa allar tegundir af þessum vöruflokki, er mælt með að nota nýtízku innréttingar, með möguleikum til kælingar og tempr- unar á rakastigi. Grænmetisborðið eða hillan skal ætíð vera vel fyllt, og hinar útstilltu vörur skal athuga að minnsta kosti tvisvar á dag, sumpart með tilliti til viðskiptavinanna, sumpart með tilliti til þess, að skemmdar vörur geti haft áhrif á og eyðilagt nýjar vörur. Framhald á bls. 15. Nýr verzlunarstjóri hjá Véladeild Jónas Guðmundsson, hefir verið ráðinn verzlunar- stjóri í nýrri raftækjadeild sem sett hefir verið upp í húsnæði Véladeildar á 1. hæð í Ármúla 3. Jónas er fæddur á Hellissandi 4. október 1915. Hann starfaði sem verkstjóri hjá Kirkjusandi h.f. í Reykjavík árin 1957—1958 og rak síðan fiskverzlun í verzlunarhúsi KRON við Tunguveg. Kona Jónasar er María Friðleifsdóttir, 12 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.