Hlynur - 15.09.1972, Side 2

Hlynur - 15.09.1972, Side 2
Nýjung í kynningar- starfsemi landbúnaðar- afurða Tilraunaeldhús Osta- og smjörsölunnar og Sambandsins tekið til starfa Nú fyrir skömmu hóf starf- semi sína „Tilraunaeldhús Osta- og smjörsölunnar og Sambands- ins“, sem annast mun hvers kon- ar kynningar- og tilraunastarf- semi fyrir landbúnaðarvörur. Er það til húsa hjá Afurðasölu Sambandsins á Kirkjusandi, og starfa þar tveir húsmæðrakenn- arar. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Guðjónssyni forstöðu- manni Afurðasölu Sambandsins, hefur þvi oftlega verið hreyft á undanförnum árum innan sölu- stofnana landbúnaðarins, að stofna þyrfti til samræmdrar starfsemi á þessu sviði. Hjá ein- stökum stofnunum hefur nokkuð verið að slikum verkefnum unn- ið, og ber þar hæst, að Osta- og smjörsalan hefur nú um þriggja ára bil starfrækt lítið tilrauna- eldhús, þar sem húsmæðrakenn- arar hafa gert margvíslegar til- raunir í sambandi við íslenzkan ost til matargerðar, samið upp- skriftir á ostaréttum, staðið fyr- ir ostakynningum o. fl. Einnig hafði Mjólkursamsalan i Reykja- vík húsmæðrakennara i þjónustu sinni fyrir nokkrum árum, sem vann að svipuðum störfum varð- andi mjóikurvörur og hélt all- margar kynningar á þeim. Þessi starfsemi hefur i heild þótt gefa góða raun, og á s. 1. ári réði Afurðasala Sambands- ins í þjónustu sína tvo nýút- skrifaða húsmæðrakennara, þær Guðrúnu Ingvarsdóttur og Önnu Finnsdóttur, með það í huga að þær skyldu vinna að kynningu á ýmsum þeim framleiðsluvör- um, sem fyrirtækið selur til verzlana. Var þetta i fyrsta skipti, sem á vegum Sambands- ins var farið að vinna skipulega að slíkri kynningu hér innan- lands, en hins vegar hefur það á undanförnum árum unnið mikið að kynningu islenzka dilkakjötsins erlendis. í síðustu sláturtíð voru haldn- ar kynningar í mörgum verzl- unum í Reykjavik og Hafnar- firði, þar sem kynntir voru margs konar réttir úr innmat og dreift var fjölrituðum upp- skriftum og öðrum leiðbeining- um um matargerð. Undirtektir við þessari starfsemi voru með þeim ágætum, að fullkomlega þótti sannað, að hún væri tima- bær. Upp úr þeirri reynslu, sem þarna hafði fengizt hjá Osta- og smjörsölunni og Afurðasöl- unni, spratt svo það, að þessir aðilar hófu umræður um að sameina þetta starf sitt á ein- um stað. Urðu þeir sammála um að sníða væntanlega starfsemi eftir tilraunaeldhúsum þeim, sem rekin eru í Sviþjóð, Noregi og Danmörku og gera tilraunir með framleiðslu ýmissa rétta úr framleiðsluvörum landbúnaðar- ins og annast einnig samningu uppskrifta o. fl. í Sviþjóð reka helztu sölusamtök bænda þannig stofnun, sem ber heitið Jord- brukets Provkök og annast al- hliða tilraunastarfsemi og vöru- kynningar fyrir landbúnaðarvör- 2 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.