Hlynur - 15.09.1972, Blaðsíða 11
„Rauða pressan//
í Þýzkalandi
Kommúnistar eru almennt tal-
að ekki vel séðir í Vestur-Þýzka-
landi, hvorki meðal almennings
né stjórnmálamanna. Eftir stríð-
ið var starfandi þar í landi flokk-
ur þeirra. Kommúnistaflokk-
ur Þýzkalands (KPD), sem gerði
sér vonir um að ná völdum og
áhrifum i landinu eftir lýðræðis-
legum leiðum. Honum tókst þó
aldiei að ná þeim fimm prósent-
um atkvæða, sem eru skilyrði
þess, að flokkur fái sæti á Sam-
bandsþinginu. Þá greip hann til
þess ráðs að hefja blaðaútgáfu
meðal verkamanna á einstökum
vinnustöðum til að vinna að
framgangi stefnumála sinna. Ár-
ið 1956 var svo komið, að flokk-
urinn og deildir hans gáfu mán-
aðarlega út 500 slík blöð í verk-
smiðjum víðs vegar um landið.
Árið 1956 var starfsemi flokks-
ins hins vegar bönnuð á grund-
velli laga gegn starfsemi sam-
taka, sem hefðu það að mark-
miði að kollvarpa ríkjandi
stjórnskipulagi þjóðarinnar. Eigi
að siður héldu einstakir hópar
úr honum áfram að vinna að
framgangi hugsjóna þeirra Marx
og Lenins, en þó stöðugt í fel-
um fyrir lögreglunni.
Þessir hópar urðu svo kjarn-
inn í nýjum flokki, Þýzka
kommúnistaflokknum (DKP),
sem stofnaður var 1968 og fær
að starfa á þeim grundvelli, að
hann byggi stefnu sína á þeim
lýðræðislegu grundvallaratrið-
um og mannréttindum, sem
stjórnarskrá landsins gerir ráð
fyrir. Þessum nýja flokki hefur
heldur ekki tekizt að eignast
fulltrúa á Sambandsþinginu né
ná öðrum umtalsverðum póli-
tískum áhrifum, en hins vegar
hefur hann á nýjan leik snúið
sér til verkamannanna.
Vettvangur núverandi útgáfu-
ROTER ggg
METALŒR
TEVES-BETRIEBSZEITUNG DER KPD/ML
1M.71
Manjpuliert der Betriebsrat mit
cje.L Betriebsversammluna ?
' vúifcRotej—
, - = Siníner
WiederArger mitdem
Weihnachtsgeld
Eln Kollege
blltet um
Nokkur „rauðu“ blaðanna.
starfsemi eru fyrst og fremst
verksmiðjur í málm- og raf-
magnsiðnaðinum, en einnig bíla-
verksmiðjur, efnaverksmiðjur,
námufyrirtæki og skipasmiða-
stöðvar. Á slíkum stöðum höfða
þeir til hversdagslegra ásteyt-
ingarsteina hins óbreytta verka-
manns og leitast við að ala á
óvild hjá honum í garð þeirra,
sem stjórna fjármagninu. Með
neyðarlegum athugasemdum um
ýmis smáatriði og smáatvik á
vinnustaðnum reyna þeir svo að
skapa gagnkvæma andúð og út-
breiða þá trú á yfirmönnunum,
að þeir arðræni verkamennina.
Þessi byltingarsinnuðu blöð
bera ýmis heiti, sem stundum
minna beint á byltinguna, svo
sem „Rauða rörið“, „Rauði
hjólbarðinn“, „Rauði Kadett-
inn“ (útg. í Opel verksmiðjun-
um), „Rauði Mercedesinn" (hjá
Mercedes-Benz) og „Rauða bjall-
an“ (hjá Volkswagen, en „bjalla“
er algengt gælunafn á bílum
þeirra). En einnig má finna
ýmis önnur, svo sem „Pillan“,
„Kveikjan" (hjá BMW), „Flösku-
pósturinn“, „Stálharka“ o. fl.
Mesta útbreiðslu hefur „Rauða
bjallan“, en það blað er prentað
í 10.000 eintökum og dreift á
meðal hinna 100.000 starfs-
manna Volkswagen í Þýzka-
landi. Önnur blöð eru þó gefin
út i miklu minna upplagi, oft
1-2.000, og sannast sagna mun,
að sárafáir lesi þau að nokkru
gagni. Núna er talið, að 320 slík
blöð séu gefin út af um 200
flokksdeildum, en upplag 10
stærstu blaðanna, sem öll koma
út á mjög fjölmennum vinnu-
stöðum, er samtals ekki nema
um 36 þúsund eintök.
Það horfir því ekki vel fyrir
framgangi byltingarinnar þar
sem stendur, en verra er þó, að
upp er kominn klofningur í lið-
inu. Málefnaágreiningurinn á
milli Moskvu og Peking hefur
ýtt undir fylgismenn Maós for-
manns að hefja eigin starfsemi.
Flokkur þeirra, Kommúnista-
flokkur Þýzkalands/Marx-Lenín-
istar (KPD/ML), keppir nú við
hina með 20 flokksdeildum og
59 eigin vinnustaðablöðum.
HLYNUR 11