Hlynur - 15.02.1974, Qupperneq 4

Hlynur - 15.02.1974, Qupperneq 4
nokkuð misjafnt eftir verksmiðj- um, hvað hlutur útflutnings- magnsins er stór miðað við framleiðslumagnið, t. d. flytur Skinnaverksmiðjan Iðunn út um 90% af framleiðslu sinni, en Gefjun og Hekla um það bil helming af sinni framleiðslu. — Nú er starfsemi verksmiðj- anna tvíþætt, annars vegar úr- • vinnsla landbúnaðarafurða og hins vegar framleiðsla á neyzlu- vörum fyrir almenning úr inn- fluttum hráefnum. Hvor þáttur- inn af þessum tveimur er að þínu áliti mikilvægari? — Það má segja, að hvort tveggja sé þjóðinni gagnlegt, en eins og fram, hefur komið hér að framan, var verksmiðjuiðn- aður samvinnufélaganna fyrst og fremst byggður upp til að vinna úr hráefnum landbúnað- arins. Það er raunar sú eðlilega þróun á sama hátt hér og ann- ars staðar, því að þjóðirnar vilja gjarnan sitja að úrvinnslu sinna eigin hráefna og skapa með því traustan markað og aukin verð- mæti. Ég lít svo á, að hér hafi samvinnumenn stigið heillaríkt Spor, og þó að ekki blási ætíð byrlega fyrir iðnaðinn í land- inu, er það staðreynd, að hann hefur verið til mikilla hagsbóta fyrir þjóðfélagið, eins og kom reyndar greinilega fram í síð- ustu heim.sstyrjöld, þegar mikill skortur var á ýmsum mikilvæg- um neyzluvörum. — Hvað er sá hópur fólks stór, sem verksmiðjurnar hafa veitt atvinnu á undanförnum árum? — Það eru um 7-800 manns, sem vinna að staðaldri í verk- smiðjum á vegum deildarinnar. — Og hvað má þá ætla, að margir Akureyringar eigi af- komu sína beinlínis undir vel- gengni verksmiðjanna komna? — Þessu er e. t. v. erfitt að svara, en ef lagður er saman sá fjöldi, sem vinnur við verksmiðj- ur Sambandsins og iðnað Kaupfélags Eyfirðinga, þá gæti ég trúað, að við samvinnuiðnað- inn á Akureyri ynnu um 1.000 Frá iðnstejnunni á Akureyri s. I. sumar, þar sem samvinnuverksmiðjurnar kynntu jramleiðsluvörur sínar. Myndirnar eru úr sýningarstúkum Ileklu og Fataverk- smiðjunnar Oefjunar. hver um sig stærstar í sinni grein í landinu. — Nú er haldið uppi umfangs- miklum útflutningi á fram- leiðsluvörum verksmiðjanna. Hvað er langt síðan þær byrjuðu að flytja út vörur að einhverju marki, og hvað er útflutningur- inn mikill að vöxtum í dag? — Það má segja, að útflutn- ingurinn hafi byrjað þegar með afulluninni árið 1923, og síðan var jafnan nokkuð af fram- leiðslunni flutt út, þó að þar væri yfirleitt um smásendingar að ræða. Hins vegar hófst um- talsverður útflutningur á verk- smiðjuunnum ullar- og skinna- vörum í verulegu magni ekki fyrr en á árunum í kringum 1960. Síðan hefur þessi útflutn- ingur verksmiðjanna farið sí- vaxandi, og s. 1. ár nam hann um 460 miljónum króna. Það er 4 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.