Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.02.1974, Blaðsíða 5
Samvinnubœrinn Akureyri. manns. Ef við göngum síðan út frá þriggja manna fjölskyldum, mætti þess vegna reikna með, að í kringum þriðjungur íbúa Akureyrar hefði framfærslu af samvinnuiðnaðinum. Inn í dæm- iú fléttast svo að sjálfsögðu einnig vinna þeirra, sem annast ílutninga að og frá verksmiðj- unum, bankaviðskipti og ýmis- legt fleira í sambandi við þjón- ustu við þetta fólk og starfsemi bæjarfélagsins, sem óbeinlínis skapast í sambandi við iðn- reksturinn. Hvað greiddu verksmiðj- urnar mikið í laun á s. 1. ári? Launagreiðslur Iðnaðar- deildar árið 1972 námu 221 milj. króna, en um árið 1973 liggja ekki enn fyrir endanlegar tölur, Þó að þær séu trúlega nærri 250-260 miljónum króna. Þá má Lka nefna það, að fyrsta starfs- ar deildarinnar, árið 1949, námu iaunagreiðslur hennar 5,8 milj- ónum króna. ~~ Hefur nokkuð verið hug- feitt að byrja á nýjum iðngrein- um á vegum deildarinnar, t. d. innan plastiðnaðarins? — Jú, það hefur verið hugleitt a^ fara út í nýjar greinar, en á nýjum framkvæmdum hefur lít- iS verið byrjað, nema í viðbótar- Sreinum innan þeirra verk- smiðja, sem starfræktar eru í dag. Með tilkomu nýju sútunar- verksmiðjunnar var farið að it'amleiða pelsaskinn, og í sam- bandi við það hefur verið bætt við nýrri deild innan Fataverk- SIniðjunnar Heklu, sem saumar Pelsa. Sem aðra grein, sem óyggist á pelsaskinnum, má Pefna Verksmiðjuna Hött í Borgarnesi, þar sem framleiddar eru kuldahúfur. í plastiðnaðin- um hefur lítið gerzt, en þó var bætt við deild í Efnaverksmiðj- unni Sjöfn fyrir skömmu, þar sem framleiddar eru dýnur til húsgagnagerðar. Hins vegar er starfrækt á vegum Kaupfélags Eyfirðinga fyrirtækið Plastein- angrun hf., sem framleiðir ein- angrun í hús og ýmis konar gerðir af plastpokum til umbúða og fleiri nota. — Er nokkuð framundan i því, að verksmiðjur á vegum deildar- innar verði reistar viðar á land- inu en nú er? — Það mál hefur oft verið rætt, og vissulega væri það æski- legt, en úr þvi hefur ekki orðið neitt, sem orð er á gerandi. Það er nú einu sinni svo, að verk- smiðjur, sem t. d. þurfa að keppa á erlendum mörkuðum, verða að vera af vissri stærð til að við- unandi árangur náist, en að- stæður víða úti um landið eru smáar og eins og nú háttar mikill skortur á fólki til iðnað- arstarfa og raunar hvers konar starfa. Ég held, að slikur iðnað- ur geti naumast risið úti um land nema í ákveðnum og nokk- uð stórum byggðakjörnum, því að iðnaðurinn verður aldrei rek- inn með árangri, ef hann hefur ekki vel þjálfað iðnverkafólk til starfa, sem vinnur stöðugt og allan ársins hring hjá honum. Þau litlu fyrirtæki, prjónastofur og saumastofur, sem nú eru starfandi úti um landið, eiga við mikla erfiðleika að etja. Þessi fyrirtæki voru sett upp með það fyrir augum að framleiða vörur til útflutnings. Þeim er ætlað að keppa við erfiðar að- stæður og á markaði, sem er yf- irfullur af ódýrum prjónafatn- aði, en framleiðslukostnaður er hér hár. Vissulega væri æski- legt, ef takast mætti að skapa þessum smáu fyrirtækjum stöð- ugan ma kað fyrir framleiðsl- una, vegna þess þýðingarmikla hlutverks, sem þeim raunveru- lega e~ ætlað á hinum minni stöðum úti á landsbyggðinni, en það er að nýta það vinnuafl, sem ekki getur tekið þátt í hinum erfiðari störfum, og að skapa atvinnu fyrir húsmæður, sem jafnframt þurfa að sinna heimilisstörfum, en geta þó unn- ið úti hálfan daginn. Það segir sig sjálft, að stóru fyrirtækin eru þeim minni ofjarl, og sú hefur raunin líka orðið erlendis. Samkeppnin í sölu vefnaðarvara er afar hörð á hinum erlenda stóra markaði og reyndar einnig hér á hinum litla heimamark- aði. Samkeppnin við innflutn- inginn er mikil, og eftir því sem Framhald á bls. 16 HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.