Hlynur - 15.02.1974, Page 7

Hlynur - 15.02.1974, Page 7
1‘l vinstri er stiórn Starfsmannafélags Kf. Borgfirðinga, Sigþrúður Sigurðardóttir ritari, Þórir Þorvarðarson formaður og Indriði Albertsson gfaldlceri. Hin myndin sýnir stjórn starfsmannafélags Kf. Hvammsfjarðar, Vnu Jónsdóttur ritara, Jlartein Valdimarsson formann og Skúla Jóhannsson gjaldkera. °g var það upphafið að hlið- stæðum móttökum og greiða- semi á öllum þeim stöðum, sem ég átti eftir að heimsækja. Er 'mum og samherjum hér með Þakkað af heilum hug. Búðardalur Afangastaður þennan dag var Búðardalur. Sóttist vel yfir Bröttubrekku og þegar til Búð- ardals kom var barið uppá hjá Marteini Valdimarssyni, for- ffl-anns nýstofnaðs starfsmanna- télags Kaupfélags Hvammsfjarð- ar- Þá um kvöldið var svo hald- ihn félagsfundur á skrifstofum kaupféiagsins. Mæting var saemileg en eitthvað mun það hafa dregið úr fundarsókn, að h^eppsnefndarfundur var á sama tínia, þar sem „heit“ mál voru a dagskrá. Starfsmannafélagið var stofn- a® 2l- júní í fyrra og sendi það Þrjá fulltrúa á stofnþing LÍS að Bifröst, og var í hópi fjögurra télaga, sem gekk í landssam- bandið án nokkurs fyrirvara. Stofnfélagar í starfsmannafé- laginu í Búðardal voru 32 eða flestallir starfsmenn kaupfélags- ins, og eitt fyrsta verkefni fé- lagsins var að fara í ferðalag um Borgarfjarðarbyggðir. Á þessum félagsfundi var niest rætt um orlofshúsabygg- ingar og var áhugi fyrir því, að starfsmannafélagið eignaðist hús að Hreðavatni. Upplýst var að starfsmannafélagið kýs nú einn fulltrúa til setu á öllum stjórnarfundum og aðalfundi Kaupfélags Hvammsfjarðar. Þessi fulltrúi er nú Kristinn Jónsson og hefur hann tillögu- rétt og málfrelsi á fundum en ekki atkvæðisrétt. Eitt af þeim verkefnum, sem starfsmannafélagið hyggst beita sér fyrir, er að gera starfs- mannaskrá og taka saman starfsaldur starfsmanna með það fyrir augum, að á árshátíð- um félagsins verði veittar við- urkenningar þeim starfsmönn- um, sem starfað hafa hjá kaup- félaginu um ákveðið árabil. Það var margt sem bar á góma á þessum fundi og eitt var hug- mynd um að starfrækja barna- heimili á vegum starfsmanna- félagsins og kaupfélagsins. Ég hygg að það mál sé meira að- kallandi víða en margur hygg- ur, og þar sem kaupfélögin eru allt í öllu og aðalvinnugjafi, þar er vissulega kominn tími til þess, að farið sé að huga að verkefni eins og byggingu barnaheimila. í Búðardal eins og reyndar alls staðar annars staðar á mín- um ferðum komst ég í kynni við áhugasamt og einlægt félags- hyggjufólk, sem sannfærði mig um tilgang og þýðingu þess að byggja upp samtök samvinnu- starfsmanna og tengja saman félagshyggjufólkið í samvinnu- félögunum. Ástæðan fyrir athafnaleysi liðinna ára er ekki skortur á fólki til starfa að málum sam- vinnustarfsmanna. Þetta fólk hefur hins vegar virkjast til starfa fyrir nánast öll önnur félög og að öllum öðrum málum en þeim er samvinnustarfsmenn varðar sérstaklega. Hins vegar hefur félagslegt sinnuleysi, sam- takaleysi og vantrú forystu- manna samvinnuhreyfingarinn- ar á hinum félagslega styrk starfsfólks samvinnufélaganna skapað slíkan þyrnirósarsvefn undanfarin ár, að ekki getur talist vansalaust fyrir samtök sem orða sig við félagshyggju á góðum stundum eins og sam- vinnuhreyfingin. Hvammstangi Á ferðaáætlun miðvikudagsins var fundur um kvöldið á Blöndu- ósi. Leit svo út lengi dags að sú áætlun stæðist, því sama veður- blíðan hélst þar til komið var niður í Hrútafjörð. Þá fór að blásn í mót, og þegar komið var að vegamótunum niður að HLYNUR 7

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.