Hlynur - 15.02.1974, Síða 13

Hlynur - 15.02.1974, Síða 13
Arshátíð og starfsaldursmerki > Reykjavík Árshátíð SFS í Reykjavík var haldin að Hótel Sögu 20. jan., og sótti hana mikið fjölmenni að vanda. Hátíðin hófst með ávarpi formanns félagsins, Sigurðar Jóns- sonar, Skipulagsdeild, en veizlu- stóri var Geir Magnússon, Fjármála- deild. Á hátíðinni voru margvísleg skemmtiatriði, t.d. spurningakeppni sem Þórður Magnússon, Afurðasölu, stjórnaði, og einnig stjórnaði Ragn- ar Jóhannesson, Verðlagningu, al- mennum söng. Auk þess flutti á- varp á hátíðinni Eysteinn Jónsson varaformaður Sambandsstjórnar, og Erlendur Einarson forstjóri afhenti starfsaldursmerki. Að þessu sinni hlaut einn starfsmaður gullmerki fyrir 40 ára starf, Leifur Þórhalls- son deildarstjóri í Innflutningsdeild, eb silfurmerki fyrir 25 ára starf hlutu Ásthildur Tómasdóttir, For- stjóraskrifstofu, Einar Jónsson, Innflutningsdeild, Gunnar Þ. Þor- steinsson forstöðumaður Teikni- stofu, Hjalti Pálsson frkvstj. Inn- f'utningsdeildar, Jónas Valdimars- s°n, Véladeild, Skarphéðinn Kristj- ánsson, Véladeild, og Svavar Sig- Urðsson, Innflutningsdeild. Leifur Þórhallsson er fæddur að opnafirði 14. apríl 1912, Foreldrar nans voru Þórhallur Sigtryggsson verziunarmaður og síðar kaupfé- Asthildur. Einar. lagsstjóri og kona nans Kristbjörg Sveinsdóttir. Hann fluttist með for- eldrum sínum tveggja ára gamall til Djúpavogs og ólst þar upp. Þeg- ar hann hafði aldur til, fór hann í Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi. Að því loknu vann hann um tima hjá Kf. Berufjarðar á Djúpa- vogi, en réðst síðan til Sambands- ins 1. jan. 1933 og hefur starfað þar samfellt í 40 ár, í Bókhaldsdeild, á skrifstofu Sambandsins í Leith, eh lengst af í Innflutningsdeild, þar sem hann starfar enn að fóðurinn- flutningi. — Leifur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Ingibjörg Jóns- dóttir, er látin, en þau áttu saman tvo syni. Seinni kona hans er Hilde- gard, þýzkrar ættar. Ásthildur Tómasdóttir er fædd í Reykjavík 24. maí 1929, dóttir Bjarnínu G. Bjarnadóttur og Tóm- asar Jónssonar. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík vor- ið 1947 og hóf þá störf hjá Sam- vinnutryggingum. Vorið 1949 réðst hún til starfa hjá Sambandinu, og vann í Fjármáladeild til hausts 1963, er hún hóf störf á skrifstofu forstjóra, þar sem hún vinnur nú. Einar Jónsson er fæddur í Snjó- holti í Eiðaþinghá 9. júlí 1913. For- eldrar hans voru Jón Sigfússon og Þorgerður Einarsdóttir búendur þar. Einar flutti með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar, er hann var fimm ára, og dvaldi þar næstu tvö árin. Sjö ára gamall fluttist hann frá foreldrum sínum að Finnsstöðum í Éiðaþinghá og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Næstu árin átti hann heimilisfang á Seyðisfirði og vann við sjómennsku og ýmis almenn störf í landi. Vorið 1947 fluttist hann til Reykjavíkur, vann um stund hjá Landssímanum, en réðst síðan til Sambandsins haustið 1948. Vann hann lengi við fóðurblöndun og almenn vöruhúsastörf, sem hann vinnur við enn. — Einar er ókvænt- ur. Gunnar. Hjalti. Gunnar Þ. Þorsteinsson er fædd- ur 17. nóv. 1920 í Gerðum i Garði, sonur Þorsteins Árnasonar húsa- smiðs og konu hans Guðnýjar Helgu Vigfúsdóttur. Gunnar tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1941 og sveinspróf í húsasmíði 1942. Árin 1944-45 var hann byggingarfulltrúi í Keflavíkurkaupstað, en hélt því næst utan til frekara náms og lauk prófi í byggingartæknifræði frá Stoekholms Tekniska Institut 1947. Til Teiknistofu Sambandsins réðst hann í desember 1948 og hefur veitt henni forstöðu síðan 1953. — Gunn- ar var kvæntur Þóru Soffíu Guð- mundsdóttir, sem nú er látin. Áttu þau saman fjögur börn. Hjalti Pálsson er fæddur að Hól- um í Hjaltadal 1. nóv. 1922. Foreldr- ar hans voru Páll Zophaníasson skólastjóri þar, síðar alþingis- maður og búnaðarmálastjóri, og kona hans Guðrún Hannesdóttir. Hjalti varð gagnfræðingur í Reykja- vík 1938, og búfræðingur frá Hólum 1941. Síðan nam hann land- búnaðarverkfræði við háskóla Norð- ur-Dakotaríkis 1943-45 og við há- skóla Iowaríkis 1945-47 og lauk þar prófi 1947. Árin 1948-49 var hann fulltrúi í Véladeild Sambands- ins, 1949-1952 framkvæmdastjóri Dráttarvéla og síðan framkvæmda- stjóri Véladeildar frá 1952 til 1967, er hann tók við framkvæmdastjórn í Innflutningsdeild. — Hjalti er kvæntur Ingigerði Karlsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Skarphéðinn. Svavar. HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.