Hlynur - 15.02.1974, Síða 15

Hlynur - 15.02.1974, Síða 15
ar- 03 hreinlætisvörum í heilum pakkningum til félagsmanna. Er verð þessa varnings sem næst 10% undir búðarverði, og er forsendan fyrir því verði sú, að enginn flutn- ings- og dreifingarkostnaður falli á vörurnar utan Birgðastöðvarinn- ar. Af þeim sökum er þessi tilraun eingöngu gerð í Birgðastöðinni á Akureyri, en hún er sem næst mið- svæðis á félagssvæðinu, þ. e. álíka langt er til hennar sunnan úr syðstu dölum Eyjafjarðar sem utan úr nyrztu byggðum félagssvæðisins austan og vestan Eyjafjarðar. Nýr kaupfélagsstjóri í Vestmannaeyjum Nýr kaupfélagsstjóri er kominn til starfa hjá Kaupfélagi Vestmanna- eyja, og er það Georg Hermanns- s°n. Hann er fæddur í Reykjavík 16- ágúst 1939, útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum 1958 og var því næst um stuttan tíma verzlunarstjóri hjá Kt Ölafsfjarðar, en réðist síðan til Kf- Borgfirðinga í Borgarnesi, þar sem hann var næstu árin við skrif- stofu- og verzlunarstörf. Á árinu !961 var hann um hálfs árs bil í Öanmörku, þar sem hann vann hjá og sótti námskeið í gluggaút- stillingum, en árin 1962-66 starfaði nann hjá Sparisjóði Mýrasýslu í B°rgarnesi. í árslok 1966 réðist hann aftur til Kf. Borgfirðinga, þar sem aim starfaði sem verzlunarstjóri, °S síðustu tvö árin hefur hann ver- lð bar búðaeftirlitsmaður og séð um matvöruverzlanir félagsins. — Georg er kvæntur Helgu Helgadóttur, og eisa þau einn son. Aðalfundur Starfsmannafélags Samvinnubankans. Starfsmannafélag Samvinnubank- ans hélt aðalfund sinn 28. jan. s. 1. 1 skýrslu stjórnar kom fram, að mikil gróska hefur verið í starfi félagsins, m. a. tóku um 50 manns S ‘"4 4/ lí m w f gjl WW j§|| Wf. / .ý - Æf v /!ÉgO/ Kj kS mi r j jff 1 'fA,- mj \ J/W v. wmL mm/ Ónnur mynd úr olíukreppunni, sem þarfnast varla slcýringar. þátt í ferðalagi til Stykkishólms og út í Breiðafjarðareyjar um Jóns- messuna, og á annað hundrað manns sóttu afmælishátíð félagsins í nóvember. Þá hafa verið haldnir þrír fundir með stjórnendum bank- ans á árinu, og einnig er nú kom- in reynsla á samræmdan vinnufatn- að starfsmanna, sem áformað er að viðhalda áfram. Þá er mikil gróska í pöntunarfélagi starfsmanna bank- ans, og er hagur þess, sem og fé- lagsins sjálfs, mjög góður. Stjórn félagsins var að mestu endurkjör- in, en hana skipa Gunnar Sigur- jónsson formaður, Pálmi Gíslason varaformaður og ritari, Snæþór Aðalsteinsson gjaldkeri og Rósa Kristjánsdóttir og Eva Örnólfsdótt- ir varamenn. Aðalfundur FSSA Félag starfsmanna Samvinnu- trygginga og Andvöku hélt aðal- fund sinn 30. jan. s. 1. Á fundinum voru í fyrsta skipti kosnir fulltrúar starfsmanna í fulltrúaráð trygging- félaganna, og var kosinn Sverrir Þór til eins árs, Héðinn Emilsson til tveggja ára og varamaður þeirra er Einar Frímannsson. í stjórn fé- lagsins voru kosnir Einar Frímanns- son formaður, Halldór Einarsson varaformaður, Jón Þór Gunnarsson ritari, Jón Guðmundsson gjaldkeri og Kjartan Úlfarsson meðstjórn- andi. í varastjórn sitja Reynir Hauksson, Sigurður Jónasson og Matthildur Sif Jónsdóttir. Félagið á eins og kunnugt er tvö sumarhús við Hreðavatn, og var samþykkt á HLYNUR 15

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.