Hlynur - 15.02.1974, Page 16

Hlynur - 15.02.1974, Page 16
fundinum að fela stjórninni að kanna möguleika á því að byggja þar eitt hús til viðbótar eins fljótt og kostur er á. Viðtal við Harry Frederiksen Kaupfélagsstjórafundur Aukafundur kaupfélagsstjóra var haldinn fyrir skömmu til að fjalla um þau nýju viðhorf í peningamál- um, sem hafa skapazt undanfarið vegna hinna gífurlegu verðhækkana á mörgum þeim vöruflokkum, sem samvinnufélögin verzla með. Að loknum fundinum var gefin út svo- hljóðandi fréttatilkynning: „Mánudaginn 4. febrúar 1974 komu kaupfélagsstjórar og forsvars- menn Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga saman til fundar í Reykjavík. Aðalverkefni fundarins var að fjalla um þann mikla vanda, sem að steðjar vegna verðhækkana á ýmsum þýðingarmiklum aðfluttum vörum, sem vega þungt í verzlunar- rekstri og þjónustu kaupfélaganna og Sambandsins. í framsöguerindi Erlendar Ein- arssonar forstjóra kom fram, að á- ætluð aukin fjárþörf á árinu 1974 er um einn miljarður króna, og er þá við það miðað, að félagsmönn- um sé tryggður aðgangur að svip- uðu vörumagni og árið 1973. í þeirri fjárhæð, sem hér var nefnd, eru olíuvörur ekki meðtaldar. Fundurinn taldi sýnt, að engin ein aðgerð væri til þess fallin að leysa þann mikla vanda, sem hér er við að etja. Ljóst er, að samvinnuhreyfingin verður að endurskoða stefnu sína með tilliti til lánsviðskipta, og verð- ur því óhjákvæmilegt, að banka- kerfið komi í auknum mæli inn í fjármögnunarvandamál samvinnu- verzlunarinnar, eigi henni að takast að tryggja viðskiptavinum sínum aðgang að eðlilegu vörumagni. Fundurinn ályktaði, að teknar yrðu upp af hálfu samvinnuhreyf- ingarinnar beinar viðræður við ríkisstjórn og bankana til þess að kanna leiðir til lausnar þessum mikla vanda.“ Framh. af bls. 5. tollvernd minnkar, verður hún harðari. Fólkið í landinu getur þó komið þessum litlu fyrirtækj - um til hjálpar með því að kaupa frekar það sem íslenzkt er en erlent. — Og að lokum, hver álítur þú vera brýnustu framtíðarverkefni Iðnaðardeildar nú í dag? — Brýnustu framtiðarverkefn- in eru að mínu áliti annars veg- ar að auka og efla þann iðnað, sem fyrir er og alltaf verður að taka breytingum frá ári til árs, m. a. vegna samkeppninnar, sem hann á við að etja, og svo hins vegar að þróa nýjar iðngreinar eftir því sem aðstæðurnar leyfa hverju sinni, og þar held ég að verði að taka á stóru verkefnun- um, stóriðju, þar sem raforka og jarðvarmi, sem landið er svo auðugt af, eru orkugjafinn. Meiri fjölbreytni í vinnslu sjáv- arafurða tel ég einnig koma vel til greina, og ætti sá iðnaður að geta verið góð viðbót við frysti- húsareksturinn úti um landið. Því verkefni held ég, að þyrfti að gefa meiri gaum vegna fram- tíðarinnar. HLYNIJR þakkar Harry Fred- eriksen fyrir samtalið. — e. Síðustu jól kaupmannsins á horninu Eru þetta siðustu jólin, sem „litli kaupmaðurinn á horninu” verslar? Alþýðublaðið hafði samband við nokkra þessara kaupmanna og spurði þá um jólaverslunina. Þeir svöruðu yfirleitt þannig, að augljóst væri, að viðskipti við þessar rót- grónu verslanir heföu greini- lega látið undan siga fyrir stór- verslunum. Þeir sögðu að visu, að eldra fólk i gömlu hverfunum gerði matvöruinnkaup sin að mestu i litlu búðinni, en það væri hins vegar ljóst, að allur þorri fólks keypti til jólanna i stórverslunum. Kaupmaður i matvöruversiun. sem starfað hefur i 45 ár, sagði að frúrnar i hverfinu kæmu til að kaupa nokkur egg i jóiabaksturinn, þegar þær hefðu keypt of naumt i stórversluninni, og önnur inn- kaup bæru keim af þessu. Meira að segja bakari og fisk- búðir þrifast ekki i gömlu hverfunum, og eru þess vegna tið eigendaskipti að þessum verslunum eða þær eru hrein- lega lagðar niður. Óneitanlega er eftirsjón i þeim persónulegu viðskipta- háttum, sem nú eru ef til vill að syngja sitt siðasta, og vist er, að hverfi þeir úr sögunni verður litla kaupmannsins saknað af margri húsmóðurinni og þó sér- staklega gamla fólkinu, sem á þess engan kost að fylla kæli- skápa og frystikistur með stór- innkaupum i hinum glæsilegu stórverslunum borgarinnar, jafnvel þótt þær hafi næg bila- stæði. Frétt úr Alþýðublaðinu 22. des, sem við birtum hér til íhugunar þeim, sem við verzlanarekstur fást. H L Y N U R Blað um samvinnumál 2. tbl. 22. árg. febrúar 1974 Hlynur er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Land'sambandi fsl. samvinnustarfsmanna og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðs'on. Auk þeirra eru í ritnefnd Sigurður Jóns~on og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavík. Verð kr. 275.00 érgangurinn. Kemur út mán- aðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.