Hlynur - 15.05.1974, Síða 4

Hlynur - 15.05.1974, Síða 4
Kirlcjuvegur 21, þar sem Kf. Vestmannaeyja rak verzlun, en húsið er nú nánast í hraunjaðrinum. fyrir einhverjar bætur er ljóst, að tjón þess er gífurlegt, og mér sýnist það augljóst, að það hefur verið gengið á eignirnar til að halda félaginu gangandi þennan tíma. Það má nefna það sér- staklega, að við erum einu húsi fátækari núna en fyrir gos, og auk þess hefur mikið af vöru- birgðum félagsins farið fyrir lít- ið við flutninga á milli lands og Eyja og á útsölu í Reykjavík. Þá er líka annað að athuga í sam- bandi við þetta, að bærinn hefur breytzt það mikið, að miðað við aðalstöðvar okkar hér við Báru- götu, þá hefur íbúum í nærliggj- andi íbúðahverfum fækkað það mikið frá því sem áður var, að staðsetning okkar er mun lakari en áður. Samt er það ljóst, að Bárugatan verður áfram í aðal miðbæjarkjarnanum, þar sem allar helztu opinberar þjónustu- stofnanir, stærstu vinnustaðirnir og höfnin, auk fjölda sérverzl- ana, verða áfram þarna í næsta nágrenni. Verzlun á þessum stað hlýtur því að byggj ast á því fyrst og fremst í framtíðinni, að fólk sæki þangað lengra að á bílum sínum, og þess vegna sýnist mér, að þar sé naumast um aðra teg- und verzlunar að ræða en verzl- un með vörumarkaðssniði, enda liggur hún nokkuð miðsvæðis miðað við umferð að og frá vinnustöðum, auk þess sem nægjanleg bílastæði eru í næsta nágrenni. Verzlunin við Hóla- götu er hins vegar af þeirri stærðargráðu, að ég álit mjög hætt við, að hún geti ekki borið sig til frambúðar, og ef það hefði verið farið út í það að opna verzlun með hefðbundnu sniði hér við Bárugötuna, þá hefðum við setið uppi með tvær verzlanir af þeirri tegund, sem fyrirsjáan- lega eru á undanhaldi, svo að þá hefði framtíðin af skiljan- legum ástæðum ekki verið sér- lega björt. — Þú nefndir það, að hér í Eyjum væ.u of margar verzlan- ir. Spáir þú því þá, að þeim eigi eftir að fækka? — Já, það er mitt álit, að það séu allt of margar og allt of smá- ar verzlanir hér, og fyrir bragðið er engin almennileg verzlun til hér í Vestmannaeyjum. Það er hver að hokra í sínu horni án þess að geta veitt nógu góða þjónustu. Ég tel sennilegt og jafnframt æskilegt, að hér verði sú þróun, sem hefur orðið ann- ars staðar, að verzlunum fækki og þær stækki, sem ætti að þýða það, að þær gætu boðið betri þjónustu og fjölbreyttara vöru- val heldur en þær geta núna. Að því er kaupfélagið varðar, þá myndi ég telja æskilegt, að það gæti rekið eina stóra verzlun hér i Vestmannaeyjum með alla sína starfsemi á einum og sama staðnum. Það er þó þýðingar- laust að tala um slíkt í dag, en ef til vill kemur þó að því fyrr eða síðar. Myndin til vinstri er tekin af Ileimagötu 37 sumarið 1972,þegar félagið rak þar verzlun. Myndin til hægri sýnir, hvernig þar lítur út nú, og er þá búið að hreinsa mikið af vikri af húsinu. 4 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.