Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 6

Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 6
— Þetta er þá fyrst og fremst gert til þess að reyna að halda dreifingarkostnaðinum niðri? — Já, og meðan núverandi á- stand ríkir hér, áleit ég, að við gætum ekki farið út í samkeppni hér á sama grundvelli og verið hefur. Það sem af er má líka segja, að vörumarkaðinum hafi verið mjög vel tekið, og sú rekstraráætlun, sem ég gerði fyr- ir hann í upphafi, hefur mér síðan virzt standast í grófum dráttum, að því þó frátöldu, að salan hefur orðið meiri en ég gerði ráð fyrir. En á hinn bóg- inn byggist framtíðin hjá félag- inu að sjálfsögðu fyrst og fremst á því, hvernig fortíðin kemur út, en um það er ekki endanlega vitað enn. Þannig er t. d. litið vitað um raunverulegan félags- mannafjölda hér, hann var um 430 manns fyrir gos, en það liggur ekki enn fyrir, hvað af því fólki er komið hingað aftur, og stjórn félagsins er ekki öll komin hingað enn. Þá hefur ekki tekizt að halda aðalfund iyrir tvö síðast liðin ár, í fyrra fórst það fyrir af skiljanlegum ástæðum að halda fundinn fyrir 1972, og í ár er ekki enn búið að halda fund fyrir 1973. — En hvað er að öðru leyti Starfsfólk vörumarkaðarins við opnun, frá vinstri: Ingibjörg Bjarnadóttir, Aslaug Bjarnhéðinsdóttir, Jóna Kr. Ouðmundsdóttir, Ilanna Bima Jóhannsdóttir og Sigmar fíeorgsson verzlunarstjóri. ákaflega aðkrepptir vegna rekstrarfjárskorts í kjölfar hinna miklu verðhækkana und- anfarið á sama hátt og allur rekstur í landinu. Þá hefur veru- legur hluti af því starfsfólki, sem var hjá félaginu fyrir gos, þegar komið eða er að koma til starfa aftur, m. a. fimm deildarstjórar, og ég tel, að við höfum yfirleitt verið heppnir með starfsfólk. Það hefur staðið sig vel og verið áhugasamt við erfiðar og mjög frumstæðar aðstæður. Annars hefur það verið mjög sérkenni- leg reynsla fyrir mig að takast á við þessi verkefni hér og ólík því sem ég hef áður kynnzt. Þetta líkist hvorki þvi að opna nýja verzlun né breyta gamalli, heldur er það engu öðru líkt, og m. a. hefur orðið að mála húsin hér í hólf og gólf til þess að losna við gaslyktina, sem annars verður þrálát. — Hvernig hefur gengið að fjármagna þessar framkvæmd- ir? — Bókhald félagsins er allt fært í Reykjavík enn, og það er ekki búið að Ijúka ársuppgjörinu fyrir 1973, svo að þar eru ekki öll kurl komin til grafar. Af þeirri ástæðu hef ég orðið að byrja verzlunarreksturinn hér Vr vörumark- aðinum að Bárugötu 7. um rekstrarhorfurnar að segja miðað við ganginn síðustu mán- uði? — Vefnaðarvörudeildin hefur gengið vel síðan hún var opnuð að nýju, og við áætlum að sala hennar á ársgrundveili verði uin 20—24 miljónir króna. Um bús- áhaldadeildina er ekki vitað enn, og auk þess verður bygg- ingavörusala fyrirsjáanlega snar þáttur í starfseminni í íramtið- inni, en þar erum við hins vegar 6 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.