Hlynur - 15.05.1974, Page 8

Hlynur - 15.05.1974, Page 8
Aðalfundur SAFF Félag Sambandsfiskframleið- enda, skammstafað SAFF, hélt aðalfund sinn í Reykjavík hinn 20. maí, en félagið er eins og kunnugt er samtök þeirra frysti- húsa og fiskvinnslustöðva, sem selja framleiðslu sína í gegnum Sjávarafurðadeild Sambandsins. Kemur deildin fram gagnvart félaginu sem söluaðili þessara fyrirtækja, og var s.l. ár hið fimmta í röð, sem sá háttur hef- ur verið hafður á um starfsemi hennar. Á fundinum flutti Árni Bene- diktsson frkvstj., formaður SA- FF, skýrslu stjórnar félagsins, og Guðjón B. Ólafsson frkvstj. skýrslu um starfsemi Sjávaraf- urðadeildar á s.l. ári. Kom fram hjá þeim báðum, að afkoma frystiiðnaðarins á árinu 1973 var allgóð, en hins vegar horfir þunglegar á yfirstandandi ári. í skýrslu Guðjóns B. Ólafsson- ar kom m. a. fram, að heildar- velta Sjávarafurðadeildar á ár- inu 1973 varð 3,6 miljarðar króna á móti 2,4 miljörðum 1972 og hafði aukizt um 54%. Útflutn- ingur deildarinnar var 11,5% af heildarvöruútflutningi lands- manna, en ef eingöngu er miðað við útflutning sjávarafurða, þá var hann 15,6%. Ef ferskur fisk- ur og hvalafurðir eru auk þess teknar út úr myndinni, þá varð hluti deildarinnar 17,1%. Auk þess var hlutur deildar- innar í útflutningi nokkurra helztu vörutegunda, sem hún selur, sem hér segir á árinu 1973: Freðfiskur 25,0%, skreið 6,5%, humar 39,5%, rækjur 23,4%, hörpudiskur 30,7%, mjöl 13,1%, grásleppuhrogn 45,8% og fryst loðna 22,5%. Þá nam heild- arframleiðsla frystra afurða hjá frystihúsum á vegum deildar- innar 21.921 lest árið 1973 á móti 18.036 lestum árið áður og jókst þannig um 21,5%. Maikaðshorfur Þá urðu á fundinum allmiklar umræður um markaðshorfur er- lendis fyrir freðfisk, einkum í Bandaríkjunum. Þar kom það fram m. a., að á s.l. ári varð meiri hækk.un þar á söluverði þorskblokkar en nokkru sinni áður, því að hún hækkaði úr 48 centum pr. lbs. í ársbyrjun í 82 cent í árslok eða um 70,8%. Sömuleiðis hækkuðu þorskflök 10x5 Ibs. úr 64,5 centum í 87 cent á árinu eða um 34,9%. Hins vegar urðu margvíslegar breyt- ingar á verðgildi gjaldmiðla á árinu, sem gerðu það að verkum, að raunvirði þessara afurða hér á landi breyttist ekki algjörlega samhliða þessum hækkunum. Þá kom það fram, að verð- hækkun frystu afurðanna á Bandaríkjamarkaðnum hefur síðustu árin fært íslendingum drjúga björg i bú. Ef ársútflutn- ingur landsmanna á þorskflök- um og blokkum er reiknaður á söluverðum í janúar 1970 og i janúar 1974, nemur verðhækk- unin um 39 milj. Bandaríkjadala eða 3.430 milj. ísl. kr., miðað við gengið 88 kr. Á hinn bóginn hefur það gerzt undanfarið, að Japanir hafa stóraukið útflutning sinn til Bandaríkjanna á fiskblokkum úr Alaskaufsa. Þessar fiskblokkir eru seldar á lægra verði en þorskblok.kin, sem hefur leitt til þess, að markaðurinn fyrir þær hefur heldur veikzt á undan- förnum mánuðum. Hins vegar eru söluhorfur betri fyrir flök, og kom fram, að nú sem stend- ur er lögð á það áherzla, að frystihúsin hérlendis framleiði sem mest í flakaumbúðir. Endurg-reiðslur Á fundinum kom fram, að ár- ið 1973 greiddi Sjávarafurða- deild til frystihúsa og fisk- vinnslustöðva innan SAFF sam- tals 25,8 milj. kr. í tekjuafgang, afslætti vegna veiðarfæra- og saltkaupa og í vexti af séreigna- sjóðum. Á s.l. fimm árum hefur deildin þannig samtals endur- greitt þessum aðilum 71,7 milj. kr. Stjórnarkjör í stjórn félagsins til eins árs voru kjörnir þeir Ríkharð Jóns- son, Þorlákshöfn, Árni Bene- diktsson, Reykjavík, Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki, Bene- dikt Jónsson, Keflavík, og Páll Andreasson, Þingeyri. Varamenn voru kosnir þeir Jón Karlsson, Innri-Njarðvík, Ásgrímur Hall- dórsson, Höfn í Hornafirði, og Tryggvi Finnsson, Húsavík. Afkomuhorfur Þá urðu miklar umræður á fundinum um afkomuhorfur út- gerðarinnar og frystiiðnaðarins á yfirstandandi ári, og að lok- um samþykkti hann svohljóð- andi ályktun: „Aðalfundur Félags Sam- bandsfiskframleiðenda, haldinn í Reykjavík mánudaginn 20. maí 1974, bendir á, að hin mikla þensla, sem ríkt hefur í þjóð- félaginu að undanförnu, ógnar nú atvinnuöryggi landsmanna, þar sem rekstrargrundvöllur undirstöðuatvinnuveganna er brostinn. Það er því krafa fund- arins, að stjórnvöld geri nú þeg- ar ráðstafanir til, að fiskiðnað- inum í landinu verði skapaður viðhlítandi rekstursgrundvöll- ur.“ Iceland Products, Inc. Sama dag var einnig haldinn aðalfundur sölufyrirtækisins Ice- 8 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.