Hlynur - 15.05.1974, Síða 13

Hlynur - 15.05.1974, Síða 13
kvæmdastjórinn á það, að viður- kenna verði, að á undanförnum árum hafi olíuframleiðslulöndin fengið lágt verð greitt fyrir vör- ur sínar. Hins vegar verði að vona, að þessi lönd beini nú hluta af auknum tekjum sínum til að efla félagslega og efna- hagslega velmegun í þróunar- löndunum. í þvi sambandi minn- ir hann sérstaklega á samvinnu- félögin i þróunarlöndunum, sem séu mjög þurfandi fyrir stuðn- ing. 305 milj. félagsmenn í yfirliti, sem fylgir ávarpinu, kemur m. a. fram, að innan ICA eru nú samvinnusambönd í 62 löndum, og þau telja innan sinna vébanda rúmlega 305 milj - ónir félagsmanna. Heildarfjöldi samvinnufélaga er rösklega 630 þúsund, og þar af eru neytenda- samvinnufélög 66 þús., sam- vinnusparisjóðir 278 þús., land- búnaðarsamvinnufélög 165 þús. °g byggingasamvinnufélög 46 hús. Heildarvelta þessara félaga á ársgrundvelli er talin um 78 niiljarðar sterlingspunda. Af hinum 305 miljónum fé- lagsmanna eru flestir í Evrópu, eða 146 miljónir, þar af 60 milj- ónir í samvinnusamtökum Sov- étríkjanna. Næst á blaði eru Rúmenia með 13 miljónir félags- menn og Bretland með 11 milj- ónir, en af Vesturlöndum eru annars hæst Vestur-Þýzkaland með 9 milj. og Frakkland með 7 milj. Af Norðurlöndunum er Sviþjóð hæst með 3,3 milj., síð- an Finnland með 1,9 milj., þá Danmöik með 1,4 milj. og loks Noregur með 0,8 milj. Af heimsálfunum kemur Asía næst með 97 milj. félagsmenn, har af 59 milj. i Indlandi. Þá kemur Ameríka með 58 milj., þar af 45 milj. i Bandaríkjunum, og síðan Afrika, þar sem eru aðeins 2,3 milj. félagsmenn í samvinnufélögunum. Lestina rekur svo Ástralia, þar sem fé- lagsmenn eru röskar 2 milj. Tek- ið skal fram, að þessar tölur eru flestar frá árinu 1971, þar sem nýrri tölur hafa enn ekki feng- izt frá flestum aðildarlandanna. - e. Úr ýmsum áttum Skólaslit Samvinnuskólans Samvinnuskólanum Bifröst var slitið miðvikudaginn 1. maí síðast liðinn. Skólaslitaathöfnin fór fram í hátíðasal skólans að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst með yfir- litsræðu fráfarandi skólastjóra, síra Guðmundar Sveinssonar, sem ráð- inn hefur verið skólameistari við fjölbrautaskólann í Breiðholti. Nemendur Samvinnuskólans Bif- röst voru veturinn 1973—1974 83 talsins, 37 í 1. bekk og 46 í 2. bekk. Þá starfaði að auki framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík og voru nemendur í byrjun kennslu- ársins 10 talsins. Þetta er fyrsti vet- urinn að framhaldsdeild eða 3. bekkur er starfræktur á vegum Samvinnuskólans. Á föstu starfsliði skólans varð sú ein breyting á skólaárinu, að Hrafn Magnússon kennari lét af starfi, en við starfinu tók Þórir Páll Guðjóns- son frá Hemru í Skaftártungu, sem verið hafði verzlunarstjóri Kaup- félags Árnesinga að Laugarvatni um skeið. — Óvenjulega margir aukakennarar störfuðu við skólann. Þannig kenndu ellefu stundakenn- arar við framhaldsdeild skólans í Reykjavík. Allmiklar breytingar urðu einnig á námsefni svo og kennsluaðferðum og verður gerð nánari grein fyrir þessu í skóla- skýrslu kennsluársins. Allir nemendur 2. bekkjar, 46 að tölu, luku burtfararprófi og hefur aldrei fjölmennari nemendahópur útskrifazt frá því skólinn var fluttur að Bifröst. Námsárangur þessa fjöl- menna hóps var einn sá allra bezti, sem nokkru sinni hefur náðst í skól- anum. Ágætiseinkunn hlutu sex nemendur, þessir: Gísli Gunnlaugur HLYNUR 13

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.