Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.05.1974, Blaðsíða 14
Haraldsson frá Hafnarfirði, 9.41 (hæsta einkunn á burtfararprófi frá Bifröst er 9.42 ); Stefanía Skarphéð- insdóttir frá Siglufirði, 9.35; Kristín Einarsdóttir frá Reykjavík, 9.18; Aðalsteinn Hákonarson frá Akur- eyri, 9.14; Guðríður Ólafía Magnús- dóttir frá Akranesi, 9.13 og Selma Tómasdóttir frá Kópavogi, 9.00. — Fyrstu einkunn hlutu 39 nemendur, þar af fengu 26 einkunnina 8.00 og þar yfir. — Aðra einkunn hlaut einn nemandi og enginn lægri einkunn. Að yfirlitsræðu lokinni las frá- farandi skólastjóri að venju meðal- talseinkunnir allra nemenda skól- ans. Þá voru hinum brautskráðu nemendum afhent prófskírteini sín. Næst voru verðlaun veitt. Um- sjónarmenn skólans hlutu viður- kenningu fyrir störf sín, Kristján J. Eysteinsson umsjónarmaður í 1. bekk og Björn Gunnarsson umsjón- armaður annars bekkjar og skólans alls. Bókfærslubikarinn hlaut að þessu sinni Þorgrímur Aðalgeirsson frá Húsavík. Verðlaun Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur fyrir bezt- an árangur í vélritun fékk Stefanía Skarphéðinsdóttir frá Siglufirði, en skólinn veitti öðrum brautskráðum nemanda samsvarandi verðlaun, Sigrúnu Kristinsdóttur frá Siglu- firði, þar sem árangur þeirra beggja var jafn og óvenjulegur. Viðurkenn- ingu frá danska sendiráðinu fyrir mikla hæfni í dönsku hlutu tveir nemendur, Gísli Gunnlaugur Har- aldsson og Guðríður Ólafía Magn- úrdóttir. Viðurkenningu frá þýzka sendiráðinu fyrir kunnáttu í þýzku hlutu fjórir nemendur: Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir frá Reykjavík, Guðríður Ólafía Magnúsdóttir, Helga Lóa Pétursdóttir frá Hafnar- firði og Gísli Gunnlaugur Haralds- son. Samvinnustyttuna fyrir kunnáttu í samvinnusögu fékk Þórólfur Gísla- son frá Reyðarfirði. — Þá afhenti formaður Nemendasambands Sam- vinnuskólans, Pétur Óli Pétursson, Félagsstyttuna, verðlaunagrip, sem veittur er sem viðurkenning þeim nemanda, sem bezt hefur unnið að félagsmálum. Styttuna hlaut að þessu sinni Jón Leifsson frá Reykja- vík. Skóladúxinn, Gísli Gunnlaugur Haraldsson, fékk sérstök verðlaun fyrir frábæran námsárangur. Hópur eldri nemenda var að venju við skólaslitin. Af hálfu nem- enda, er brautskráðust fyrir 25 ár- Erlendur Einarsson kveður skólastjórahjónin. um, tók til máls Einar Þorsteinsson búnaðarráðunautur og tilkynnti bókagjöf, er send yrði til bókasafns skólans innan tíðar. Af hálfu nem- enda, er luku burtfararprófi fyrir 10 árum, talaði Óli H. Þórðarson skrifstofustjóri og afhenti sérstætt listaverk. Listaverkið kallast Hring- ir, en listafólkið Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn hafa í sam- einingu unnið og skapað. Við skólaslitin fluttu að venju nokkrir heimamanna stuttar ræður. Fulltrúi 1. bekkjar var Kristján J. Eysteinsson frá Húsavík, fulltrúi 2. bekkjar var Ingimar Halldórsson frá Hnífsdal, en af hálfu kennara mælti Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Fyrrverandi skólastjóri, Guðmund- ur Sveinsson, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir, húsmóðir skólans, voru kvödd sérstaklega við skólaslitaat- höfnina. Leopold Jóhannesson veit- ingamaður í Hreðavatnsskála beindi þakkar- og viðurkenningarorðum til skólastjórahjónanna fyrrverandi og gat sérstaklega um hlut Guðlaugar. Þá tók til máls Erlendur Einarsson forstjóri Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og ræddi um störf og framlag skólastjórahjónanna til menntastofnunarinnar að Bifröst. Sem viðurkenningu frá Samband- inu færði hann þeim málverk eftir Eirík Smith og Guðlaugu sérstak- lega, veglega gjöf. Vegna þessara sérstæðu tímamóta í sögu skólans mættu nokkrir forráðamenn sam- vinnusamtakanna við skólaslitin á- samt konum sínum, auk Erlendar Brautskráðir nemendur 3. bekkjar 197j. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.