Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 15

Hlynur - 15.05.1974, Qupperneq 15
Einarssonar, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar, og Gunnar Gríms- son, starfsmannastjóri Sambands- ins. Undir lok skólaslitanna ávarpaði fráfarandi skólastjóri hina braut- skráðu nemendur, flutti þeim heilla- og árnaðaróskir, en ræddi síðan sérstaklega um rannsóknir bandaríska sálfræðingsins Abra- bams Maslows og niðurstöður þeirra f ljósi samfélags og menningar á okkar dögum. Við skólaslitin söng Jón Sigur- björnsson, söngvari og leikari, með undirleik Ragnars Björnssonar, dómorganista. Setti það sérstakan svip á hátíðahöldin. Að síðustu söng nemendakór Samvinnuskólans nokkur lög undir stjórn Oddnýjar Þorkelsdóttur frá Borgarnesi. (Prá Samvinnuskólanum). Kaupfélagsstjóri á Skriðulandi Við starfi sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga á Skriðulandi hefur tekið Magnús Jónsson. Hann er fæddur í Reykja- vik 21. sept. 1935, lauk sveinsprófi í rennismíði 1956 og vann við það næstu þrjú árin. Árin 1959-65 starf- aði hann hjá Skýrsluvélum ríkis- ins og Reykjavíkurborgar, og frá 1965 var hann fulltrúi við skýrslu- vélar hjá Loftleiðum, þar til hann tók við kaupfélagsstjórastarfinu um s. 1. áramót. — Magnús er kvæntur Laufeyju Símonardóttur, og eiga Þau fimm börn. Breytingar hjá Fræðsludeild Um þessar mundir eiga sér stað ýmsar breytingar á starfi Fræðslu- deildar Sambandsins. Upp úr miðju ári er fyrirhugað að sameina tíma- ritin Samvinnuna og Hlyn í félags- fnannablað samvinnufélaganna, er beri heitið Samvinnan. Séra Guð- nrundur Sveinsson, sem verið hefur Magnús SigurSur skólastjóri Samvinnuskólans s.l. 19 ár og jafnframt skólastjóri Bréfa- skóla SÍS og ASÍ lætur nú af þeim störfum, en hann hefur verið ráðinn skólameistari hins nýja fjölbrautar- skóla í Breiðholti. Þá hefur verið afráðið að efla mjög starfsemi Bréfaskólans, m. a. með tilliti til þeirra nýju hugmynda, sem nú eru uppi um fullorðinsfræðslu. Sigurður A. Magnússon, sem verið hefur ritstjóri Samvinnunnar, verð- ur nú skólastjóri Bréfaskólans. Gylfi Gröndal, sem verið hefur ritstjóri Vikunnar, verður ritstjóri Samvinn- unnar og blaðafulltrúi Sambandsins. Haukur Ingibergsson cand. mag. verður skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst og stjórnar hann jafn- framt framhaldsdeild skólans í Reykjavík. Sigurður A. Magnússon er fæddur 1928. Hann lauk stúdentsprófi 1948 og stundaði næstu árin háskólanám í Reykjavik, Kaupmannahöfn, Aþ- enu, Stokkhólmi og New York, þar sem hann lauk B. A. prófi í bók- menntum frá The New School for Social Research árið 1955. Kennslu- störf í Reykjavík 1948—1950 og í New York 1954—1956. Sigurður var blaðamaður við Morgunblaðið frá 1956 til 1967 og hefur verið ritstjóri Samvinnunnar síðan. Hann hefur samið tíu bækur og skrifað mikinn fjölda greina í innlend og erlend blöð og timarit, einkum um bók- menntir og menningarmál. Hann hefur tekið virkan þátt í félagsmál- um rithöfunda og er nú formaður Rithöfundasambands íslands. Sig- urður er kvæntur Svanhildi Bjarna- dóttur. Gylfi Gröndal er fæddur 1936. Hann lauk stúdentsprófi 1957 og stundaði um skeið nám í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands. Hann var ritstjóri Fálkans 1960—1963, rit- stjóri Alþýðublaðsins 1963—1967 og ritstjóri Vikunnar 1967—1974. Þá Haukur Gylfi annaðist hann um skeið útgáfu tímaritsins Úrval. Jafnframt hefur hann fengizt við sjónvarpsþýðingar, þýtt nokkrar bækur og tekið saman ævisögur tveggja erlendra stjórn- málamanna, Roberts Kennedy og Franklin D. Roosevelt. Gylfi er kvæntur Þórönnu Tómasdóttur. Haukur Ingibergsson er fæddur 1947. Hann lauk stúdentsprófi 1967 og hefur síðan lokið eftirtöldum prófum við Háskóla íslands: upp- eldis- og kennslufræði 1970, B. A. próf í sagnfræði og landafræði 1970, hagfræði (frá Félagsfræðideild) 1971, cand mag. próf í sagnfræði 1973. S.l. vetur var Haukur kennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. Hann er kvæntur Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur B. A. ------------------------------- Frakkland Framhald af bls. 16. Þannig eru mjólkurstöðvar, stórar vörugeymslur og korn- geymslur á síðustu árum svo til eingöngu reistar með sameig- inlegu átaki fjöldasamtaka framleiðenda. Aðalsamtök franskra sam- vinnumanna, „Confédération Fran?aise de la Coopération Agricole", hafa nýlega gengið í gegnum umfangsmikla skipu- lagsbreytingu, sem á að vera í betra samræmi við þróunina innan félaganna. Þetta samband samanstendur af þremur aðal- hópum, þ. e. sérsamböndum ein- stakra framleiðslugreina, sam- tökum heildsöluaðila og hinum svo nefndu Promocoop-samtök- um, sem flest stærstu samvinnu- félög landsins eru aðilar að. Hafa þau þar bundizt samtök- um um að samræma markaðs- aðgerðir sínar og sölustefnu gagnvart franska ríkisvaldinu, svo að þetta samband þeirra er nánast pólitísks eðlis. Með þessu nýja skipulagi er vonazt til, að hægt verði að samræma betur en fyrr söluað- gerðir félaganna hvarvetna i landinu. Auk þess er síðan gert ráð fyrir, að þetta verði til að efla hina félagslegu samstöðu innan samtakanna og styrkja enn samtakamátt þeirra á við- skiptasviðinu. HLYNUR 15

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.