Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.02.1975, Blaðsíða 3
HLYNUR 1. tbl. 23. árg. 1975 Útgefendur: LIS og NSS Útgáfustjórn: Reynir Ingibjartsson, ábm., Guðmundur R. Jóhannsson, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Pálmi Gíslason. Afgreiðsla: Hamragarðar, Hávallagötu 24 sími 21944. Umbrot og myndataka: Repró s.f Setning og offsetprentun: Formprent s.f. Forsíðumynd: Tvasr kynslóðir að Bifröst. Til vinstri et Hörður Haraldsson, sem kennt hefur að Bifröst þau tuttugu ár, sern Samvinnuskólinn hefur starfað Þar, og er nú einn eftir úr hópi T fyrstu kennara Bifrastar. ' hægrj er Guðmundur Arnaldsson, sem hóf kennslu við skólann s.l. aust og veita mun sumarheimili arovinnumanna að Bifröst forstöðu. Ljósm. Pétur Óli. 1700 áskrifendur Sú hefur orðið raunin á að Hlynur er lífseigari en margur hygpur. Pegar LÍS og NSS gáfu út tvö kynningarblöð fyrir s.l. áramót fylgdi með sú fróma ósk, að undirtektir lesenda renndu stoðum undir áframhaldandi útgáfu. Hrundið var af stað umfangsmikilli áskrifendasöfnun og það takmark sett, að ekki yrði um áframhaldandi útgáfu að ræða í því formi sem þessi tvö blöð voru, nema a. m. k. 1500 áskrifendur fengust í fyrstu lotu. Takmarkið náðist og gott betur. Harla var þó árangurinn misjafn eftir félögum og vinnu- stöðum og jafnvel landshlutum. Sýndi sig þar sem og jafnan áður, að mestu veldur hver á heldur. Á Reykjavíkursvæðinu voru undirtektir mjög góðar bæði í Samvinnutrygg- ingum og í Samvinnubankanum og gerðist talsverður meirihluti starfsmanna á báðum stöðum áskrifendur. Undirtektir starfsmanna Sambandsins voru við- unandi en þó harla misjafnar eftir vinnustöðum. Út um land var árangurinn afar mismunandi. Sé haldið vestur fyrir þá var 100% þátttaka í Stykkishólmi miðað við fastráðna starfsmenn og í öðrum félögijm á Vesturlandi voru undir- tektir þokkalegar. Vert er að geta þess að velflestir nemendur Samvinnuskól- ans að Bifröst gerðust áskrifendur. Á Vestfjörðum var hlutfallið yfirleitt um helmingur fastra starfsmanna en Hólmvíkingar sýndu þá hugulsemi að senda áskriftargjöldin með áskriftarlistanum. 1 Norðurlandi vestra er hlutfallið um þriðjungur af föstum starfsmönnum kaupfélaganna en þegar kemur til Akureyrar lækkar þetta hlutfall allmjög. Hjá KEA er það um 15% og í verksmiðjunum um 7%. Út á Svalbarðsströnd er svo þetta hlutfall komið upp í 75%. Austur um til Egilsstaða er árangur- inn yfirleitt góður. 80% á Kópaskeri og 70% af starfsmönnum Kaupfélags Héraðsbúa, þar af allir fimm starfsmenn félagsins á Borgarfirði eystra. Síðan fer he’dur að halla undan fæti nema í Vík í Mýrdal og hjá félögunum á Hvols- velli og Selfossi er áskriftarhlutfallið af föstum starfsmönnum komið niður í 7—8%. í Hafnarfirði voni svo undirtektir góðar en lakari í Keflavík. Innan Nemendasambands Samvinnuskólans varð árangurinn líka mjög misjafn eftir bekkjum en þó gerðust um 270 nemendur áskrifendur auk allra þeirra, sem starfa hjá samvinnufélögunum og munu með örfáum undantekn- ingum hafa skrifað sig fyrir áskrift. Er ekki fráleitt að áætla að a. m. k. 400 nemendur og félagar í NSS hafi gerst áskrifendur eða um % og alltaf er all- stór hópur sem verður útundan, ekki næst til eða ekki er haft samband við af viðkomandi bekkjarfulltrúa. Einna bestar undirtektir voru hjá yngstu nem- endum úr Samvinnuskólanum eða í bekk 1974 og eins gerðust nær allir Samvinnuskólanemendur, sem búsettir eru í Danmörku áskrifendur, en það er orðinn allstór hópur. Nú er fyrir höndum að standa við gefin loforð og koma út 6 blöðum á þessu ári. Pótt allur kostnaður hækki dag frá degi verður staðið við óbreytt áskriftargjald eða 400 krónur. Pað verður þó að innheimta ekki síðar en á miðju ári, þar sem útgefendur eiga enga sjóði til að greiða þann kostnað, sem útistandandi verður við hvert blað. Einnig verður að halda áfram af krafti við áskriftarsöfnun og stefna að ekki færri en 2000 greiðandi áskrifendum á þessu ári. R.I. HLYNUR3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.