Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 8
BIFROST
Sumarheimili
samvinnumanna
Eins og getið var um i 8. tbl.
Hlyns á s.l. ári, þá verður ekki
rekið hótel á Bifröst næsta sum-
ar eins og gert hefur verið mörg
undanfarin sumur. Þess I stað er
markmiðið að gera Bifröst að
nokkurs konar orlofsheimili fyrir
samvinnumenn, félagsmenn sem
starfsmenn.
Einn hinna nýju kennara við
Samvinnuskólann, Guðmundur
Arnaldsson, hefur verið ráðinn til
að skipuleggja og annast -þennan
rekstur í sumar. Þvi þótti Hlyns-
mönnum ráð að taka hann tali
um þessa hluti, iþegar Bifröst var
sótt heim fyrir skömmu, ekki síst
vegna þess, að timinn líður hratt
og mjög æskilegt að þetta takist
sem best á sumri komanda. Það
var þó heldur takmarkað næði til
spjalls, því gamlir nemendur úr
Samvinnuskólanum voru í heim-
sókn á Bifröst og Guðmundur, sem
hefur umsjón með félagslífinu í
skólanum þurfti að sjá til þess,
að þeir færu ekki heim nema með
góðar endurminningar, en núver-
andi nemendur héldu þó sóma sín-
um i keppni við þá fyrrverandi.
Næði fannst þó yfir síðasta kaffi-
bollanum, sem drukkinn var á Bif-
röst i þetta sinn.
Orlofsdvöl í 3 mánuði
— Hvenær er áformað að þessi
starfsemi hefjlst?
— 1 byrjun júní. Aðalfundur
Sambandsins verður á Bifröst 5.
og 6. júní og strax eftir hann verð-
ur hin árlega húsmæðravika fyrir
félagskonur í kaupfélögunum.
Hugmyndin er, að miðað verði við
vikudvöl í senn að öllu jafnaði, en
iþó gætu hópar verið styttri tima.
Hugmyndin er svo að leigja Bif-
8 HLYNUR
röst til ágústloka og starfseminni
ijúki hugsanlega með landsþingi
LÍS, sem rætt hefur verið um að
halda um mánaðarmótin ágúst—
september .
Rúm fyrir 60 dvalargesti
— Hvað geta margir dvalist á
Bifröst í einu?
Gistirúm er fyrir um 60 manns,
sem verða leigð fyrir orlofshópana.
Hugmyndin er einnig að halda
Viðtal við Guðmund
Arnaldsson
kennara Bifröst.
lausum nokkrum rúmum fyrir
samvinnufólk, sem vill dveljast
nótt og nótt, en Þá þyrfti að
panta þau herbergi með fyrirvara.
Ég vil taka það fram í sambandi
við þessar breytingar, að fólk verð-
ur að líta á þetta sem orlofsdvöl
en ekki hóteldvöl. Allur kostnaður
verður skorinn niður eins og hægt
er t.d. verður fólk látið taka rúm-
föt þegar það kemur og skipta á
rúmum.
Dvalarkostnaður um 2000 krónur
á dag
—■ Hver er áætlaður dvalar-
kostnaður ?
— Það er ekki alveg ljóst, en
fyrir samvinnufólk, sem dvelur i
viku þá verður um að ræða um
2000 krónur á dag. Þetta er þó
með fyrirvara um miklar hækk-
anir við matarkaup I þessu verði
er gisting, tvær máltíðir auk morg-
unmatar og kaffi um miðjan dag-
inn og kvöldið. Sem sagt, fullt
fæði. 1 þessu sambandi er stefnt
að því að breyta eldhúsi og mat-
sal þanníg, að um teriu verði að
ræða og sem mest sjálfsafgreiðsla.
Til samanburðar má geta iþess,
að á Edduhótelunum er ódýrasta
eins manns herbergi með morgun-
mat um 1650 krónur. Hér er því
um algert lágmarksverð að ræða.
Þá má bæta Því við. að jafnframt
er aðgangur að allri aðstöðu, sem
Bifröst hefur upp á að bjóða t. d.
saunabaði, leikfimisal, setustofu
og verslun með algengustu ferða-
vörur.
Tjaldstæði og svefnpokapláss
Þá er áhugi fyrir þvi, að fólk
sem vill tjalda í nágrenni Bifrast-
ar fái einhverja fyrirgreiðslu.
Þetta er þó allt á athugunarstigi
en t.d. mætti hugsa sér. að vestan
við Bifröst yrði komið upp að-
stöðu með vatni o. s. frv. Einnig
gæti verið um að ræða svefnpoka-
pláss heima á Bifröst, en þessu
öllu verður að halda innan ákveð-
inna marka.