Hlynur - 15.02.1975, Síða 10

Hlynur - 15.02.1975, Síða 10
Baldvin Þ. Kristjánsson leitar vandlega aO vinningsnúmeri. Happadráttur HLYNS Númerunum hafði verið vand- lega hrært raman í ruslafötunni í setustofu Hamragarða, þegar Baldvin Þ. seildist niður undir- botninn og dró fyrsta vinnin.ginn í áskrifendahappdrætti Hlyns. Vinningurinn var „hringkaupin" svokölluðu. Númerið var 496 og það benti til Þess að einhverá vest- urlandinu hefði hreppt þann stóra. Sá reyndist vera Starfsmannafé- lag Kaupfélags Hvammsfjarðar. Þann 25 febrúar s.l. voru sem sagt komnir saman í Hamragörð- um nokkrir gamlir ritstýrarar og velunnarar Hlyns ásamt ritstjórn hans og framkvæmdastjórn LlS. Þar ber fyrstan að nefna kempuna Baldvin Þ. Kristjánsson, félags- málafulltrúa Samvinnutrygginga, sem var i fyrstu ritnefnd Hlyns á 10 HLYNUR árunum 1952—53 og átti veruleg- an þátt í fæðingu hans, en þá var Hlynur gefin út af Starfsmanna— félagi Sambandsins. Þá Jón Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóra Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga, sem á fyrstu árunum annaðist fjármál og út- breiðslu Hlyns, Örlyg Hálfdánar- son, bókaúlgefanda, sem endur- vakti Hlyn haustið 1955 og rit- stýrði til 1961 og Kára Jónasson, fréttamann, sem tók við af Örlygi og var við stjórnvöl í 2—3 ár eða þar til Dagur Þorleifsson, blaða- maður tók við. Dagur gat ekki komið því við að vera í þessum félagsskap sökum anna á frétta- vakt og auk þess vantaði í hópinn þá Pál H. Jónsson, fyrrum rit- stjóra Samvinnunnar og kennara á Laugum og Eystein Sigurðsson, starfsmann Fræðsludeildar Sam- bandsins, sem dvalið hefur í leyfi í London við nám og rannsóknir, en Eysteinn var ritstjóri Hlyns lengur en nokkur annar. Eins og sjá má af þessari upp- talningu, þá hefur verið vel set- inn stjórnpallurinn frá fyrstu tíð og því að duga eða drepast fyrir núverandi Hlynsstjóra að standa í stykkinu. Þetta var um viðstadda. Þá eru það vinningarnir. Hringkaupin, sem svo eru nefnd eru þannig að vinningshafi, sem ferðast hring- inn í kringum landið fær að taka út í samvinnufélögunum fyrir á- kveðna upphæð hjá félagi og í heildina fyrir ekki lægri upphæð en 50 þúsund krónur, og nú verða þeir í starfsmannafélaginu í Búð- ardal að koma sér saman um hver njóta skal vinningsins. Það er ann- ars skemmt:leg tilviljun, að starfs- mannafélagið þar fékk þennan vinning. Það var annað af tveimur starfsmannafélögum, sem gert var að áskrifendum, og félagið hefur verið með þeim líflegri m.a. ný- lega fengið húsnæði til félags- starfsemi og samkomuhalds, Næst var Miðjarðarhafsferð- in dregin og nú var það örlygur, sem leitaði fyrir sér. Upp kom númer 544 og sá heppni, Sigmar Jónsson á Blönduósi. Sigmar er í stjórn starfsmannafélagsins þar og góður íélagsmálamaður, enda fengið sitt veganesti úr Samvinnu- skólanum eins og fleiri góðir fé- lagsmálapuðarar. Þá var það vika í öðru orlofshúsi FSSA eða Félags Starfsmanna Samvinnutrygginga og Andvöku. Jón Rafn dró númer 243 og nú var komið að Reykja- vik. Einar Jósteinsson, verkstjóri hjá Sambandinu á Grandavegi átti þetta númer. Einar má teljast fyrsti áskrifandi Hlyns núna, því hann skiiaði fyrstur áskriftarlista til ritstjórnar og var efstur á list- anum. Einar er í fulltrúaráði Starfsmannafélags Sambandsins og væntanlega verður honum launað með notalegri dvöl á Bif- röst í sumar. Kári Jónasson sá næst til þess að bekkjarbróðir hans úr Sam- vinnuskólanum, Helgi Ingi Sig- urðsson í Samvinnubankanum og stjórnarmaður í starfsmannafélagi þeirra fengi viku í einu af orlofs- húsum Starfsmannafélags Sam- bandsins á Bifröst. Númerið var

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.