Hlynur - 15.02.1975, Síða 11
102. Loks dró ritari LÍS, Jóhanna
G. Erlingsson númer 603 og Þar
kom ,upp hlutur Kaupfélags Skag-
firðinga, sem gerði stjórnarmenn
félagsins að áskrifendum, en vinn-
ingurinn var og er dvöl á Bifröst í
orlofshúsi Sf. Sambandsins.
Þar með var happadráttur Hlyns
á enda, Hlynur óskar vinnings-
höfum góðra vinningsnota og ekki
v®ri iakara ef þeir minntust hans,
begar þeir munduðu myndavél-
ar eða penna á ferðum sínum á
sumrj komanda.
Deild samvinnu-
starfsmanna í V.R.
15 ára
Þrír fyrrverandi ritstjórar fletta gömlum Hlyni. Frá vinstri: Kári Jónas-
son fréttamaOur, Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi Samvinnu-
trygginga og örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi.
Þann 20. febrúar s.l. var haldinn
aðalfundur Deildar samvinnustarfs
manna í V.R. Var fundurinn í
Hamragörðum. Reikningar deild-
arinnar báru með sér, að hagur-
inn væri góður. Alls greiddu 557
árstillag að upphæð kr. 2 093.800
en samkvæmt samningi deildar-
innar og V.R., þá greiðist hluti
af innheimtum félagsgjöldum til
V-R. i s.ióð sem nefnist Félagssjóð-
ur Deildar Samvinnustarfsmanna i
V.R. Þessi sjóður hefur svo lánað
eftir mætti til orlofshúsabygginga
starfsmannafélaga samvinnufélag-
anna i Reykjavík og er því þess-
um félögum ágætur bakhjarl.
Á fundi þessum var Geir Magn-
ússon, Fjármáladeild Sambands-
ins endurkjörinn formaður, en
hann hefur gegnt formannsstarfi
undanfarin tvö ár. Þorsteinn
Bjarnason, Samvinnutryggingum
var endurkjörinn gjaldkeri og auk
hans var kosinn Sigurður Þ. Guð-
mundsson, Samvinnutryggingum í
stað Hreins Bergsveinssonar, Sam-
vinnutryggingum, sem gekk úr
stjórn deildarinnar. Fyrir í stjórn
sátu þau Björk Thomsen, Skýrslu-
vélum Sambandsins og Teitur
Jensson, Olíufélaginu sem er rit-
ari. 1 varastjórn voru kosin þau
Bragi Lárusson, Samvinnutrygg-
ingum og Bryndís Elíasdóttir,
Innflutningsdeild Sambandsins.
Endurskoðendur eru þeir Jón Guð-
mundsson, Samvinnutryggingum,
Óskar Jónsson bókhaldi Sambands-
ins og til vara, Kristján Steinsson,
Samvinnutryggingum.
í stjórn félagssjóðsins eru þeir
Geir Magnússon sem er formaður,
Þorsteinn Bjarnason og Sigurgeir
Þorkelsson, Olíufélaginu. Á s.l. ári
sátu tveir samvinnustarfsmenn i
stjórn V.R., þeir Bragi Lárusson
og Hreinn Bergsveinsson. Þá situr
stjórn deildarinnar ávallt í trúnað-
armannaráði V.R. Þetta leiðir hug-
ann að iþví, að nú eru rúmlega 15
ár síðan deildin var stofnuð. Stofn-
fundur var haldinn þann 20. sept-
ember 1959 en þá hafði farið fram
allsherjaratkvæðagreiðsla meðal
atkvæðabærra félaga í Starfs-
mannafélagi Sambandsins um inn-
göngu í V.R. og stofnun sérdeild-
ar innan V.R. 53,6% greiddu at-
kvæði og voru 130 með en 30 á
móti inngöngu i V.R. 1 fyrstu
stjórninni sátu þeir Óskar Sæm-
undsson sem var formaður, Sveinn
H. Valdimarsson, Markús Stefáns-
son, örlygur Hálfdánarson og Rík-
harð Sigurbaldason.
Fyrsta starfsár deildarinnar var
félagsgjaldið kr. 180 hjá körlum en
100 kr. hjá konum. Nú er Það kr.
4200 og jafnt fyrir bæði kyn.
Núverandi stjórn launþegadeildarinnar. Sitjandi frá vinstri: Teitur, Þor-
steinn, Geir, Bryndís og Björk. Standandi frá vinstri: SigurOur og Bragi.
HLYNUR 11