Hlynur - 15.02.1975, Page 14
NSS
heimsækir Bifröst
Kynnisferð NSS að Bifröst var
farin 1. mars s.l. Þátttakendur
voru 23. Eflaust hafa sumir haldið
af stað með aðrar tilfinningar en
oft áður, hví í stað velþekktra
kunningja í hópi kennara eru nú
komin ný andlit. Ekki voru þó
viðtökurnar síðri en áður, og strax
auðfundið að Bifrastarandinn var
enn hinn sami.
Á laugardagskvöldið var að
venju kvöldvaka NSS en sú kvöld
vaka hefur fyrir löngu getið sér
sérstakts orðs og hefur Pálmi
Gíslason átt þar drýgstan þátt, i
rúmlega áratug. Hefur stundum
verið haft á orði, að þó komu-
menn tapi í öllum iþróttum, vinni
þeir þá altént kvöldvökuna. Dans
var svo stiginn fram eftir nóttu
við undirleik ágætrar hljómsveit-
ar á staðnum.
Á sunnudaginn fór fram keppni
í ýmsum greinum íþrótta og töp-
uðu NSS menn þeim öllum, nema
þeim tókst að vinna blakkeppni við
kennara, en það hefðu nemendur
aldrei þorað. Eins vannst skák-
keppnin. en keppt var á 12 borð-
um. Fulltrúi NSS i ritnefnd Hlyns
tefldi á tólfta borði. og hló hann
ógurlega þegar í Ijós kom, að and-
stæðingur hans var bráðfalleg
stúlka. Er það í fyrsta skipti, sem
stúlka keppir í tafli fyrir hönd
Bifrastar. En glottið þurkaðist
smám saman af andliti mannsins
og mátti hann telja sig heppinn að
ná vinningi. — Að lokum urðu
komumenn sammála um, að jafn-
tefli hefði orðið í leikunum þar
sem NSS tapaði fyrir nemendum
en vann kennara.
Rétt fyrir brottför brugðum við
okkur upp á herbergi 206 og rædd-
um við formann skólafélagsins,
Ómar Óskarsson frá Hvolsvelli, þar
sem hann slappaði af eftir íþrótta-
keppnina.
— Hvernig gengur félagslifið?
— Það er nú í svipuðum skorð-
um og áður. Allir klúbbarnir
starfa á fullu, skólablaðið Vefar-
inn kemur út með sama sniði og
Þefarinn kemur út eftir þörfum.
Þó er óhætt að fullyrða, að íþrótt-
irnar eru með mestum blóma.
— Já, þið hafið gert það gott
þar.
— Það er óhætt að segja það,
því við unnum landskeppni fram-
haldsskólanna í blaki. Kepptum til
úrslita við liö Iþróttakennaraskól-
ans og lið Menntaskólans á Laug-
arvatni. Biðum nú aðeins eftir að
fá verðlaunagripinn, sem er far-
andsskjöldur mjög veglegur. Nú,
annað iþróttalíf hefur líka verið
i blóma og við höfum endurnýjað
megnið af íþróttatækjum og fengið
ný, enda klúbburinn fengið mest
fjármagn í sinn hlut eða níutíu
þúsund.
— Hvaðan koma þeir peningar?
— Það eru skólafélagsgjöldin,
sem i vetur eru kr. 2.700. Þeim er
svo skipt á milli klúbbanna sam-
kvæmt fjárhagsáætlun. Næstur er
leiklistarklúbbur með fjörutíu
þúsund.
— Leiklistin er í miklum blóma
hjá ykkur.
— Jú, fyrir áramótin sýndum
við „Nakinn maður og annar í
kjólfötum" eftir Dario Fó, bæði
hér og í Borgarnesi Þar sem met-
aðsókn var. Nú er verið að æfa
„Imyndunarveikina" eftir Moliere.
Leikararnir Sigurður Karlsson og
Halla Guðmundsdóttir hafa stýrt
þessum leikritum.
— Nokkur nýmæli í starfinu?
— Það er þá helst. að nú er
Þetta U0 NSS sigraOi kennara Bifrastar í blaki. Aftari röð frá vinstri:
Magnús Friðgeirsson, Hafsteinn Jáhannesson, Gunnar ölafsson, Guð-
steinn Einarsson og Sigmar E. Arnórsson. Fremri röð frá vinstri: Heiðar
Halldórsson, Tómas Jónsson og Guðjón Sigurðsson.
14 HLYNUR