Hlynur - 15.02.1975, Qupperneq 19
SigurOur Markússon GuCjón B. ölafsson Geir Magnússon Hjörtur Eiríksson Axel Gíslason
Breytingar
hjá SÍS
Nýlega hafa orðið Eillmiklar
breytingar hjá Sambandinu á
störfum framkvsemdastjóra. Othar
Hansson lét af starfi sem fram-
kvaemdastjóri hjá Iceland Produ-
cts Inc. í Bandarikjunum, sem er
sameignarfyrirtæki Sambandsins
°g frystihúsa, sem selja afurðir
sínar á vegum Sjávarafurðadeildar
Sambandsins. Othar hefur verið
íramkvæmdastjóri Iceland Produ-
cts s. 1. sjö ár.
Guójón B. Olafsson tók við yfir-
stjórn Iceland Products sem full-
trúi stjórnar félagsins með bú-
setu í Harrisburg. Guðjón er út-
skrifaður úr Samvinnuskólanum
og starfaði í Hagdeild Sambands-
ins 1954—1955. Hann var starfs-
maður á skrifstofu Sambandsins
í New York á árunum 1956 og ’57
°g í Útflutningsdeild og síðar Sjáv-
arafurðadeild Sambandsins i
Reykjavik frá 1958 til 1964. Hann
var framkvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins i London frá 1964
til 1968 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild-
ar frá 1968.
Geir Magnússon tók við fram-
kvæmdastjórastörfum hjá Iceland
Products Inc. Hann hefur verið
framkvæmdastjóri Icelandic Im-
ports Inc. í New York siðast liðið
ár, en starfaði þar áður um 14
ára skeið hjá Coldwater Seafoods
Corp, sem er dótturfyrirtæki Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna i
Bandaríkjunum. Síðustu árin var
hann einn af aðstoðarfram-
kvæmdastjórum þess fyrirtækis.
Við framkvæmdastjórn í Sjávar-
afurðadeild tók Sigurður Markús-
son. Sigurður lauk námi frá Versl-
unarskóla Islands og starfaði i
ýmsum deildum Sambandsins og
hjá Olíufélaginu hf. frá 1951 til
1959. Frá 1959 til 1967 var hann
framkvæmdastjóri á skrifstofum
Sambandsins í Leith, London og
Hamborg. Hann var framkvæmda-
stjóri Véladeildar frá 1967 til 1969,
er hann gerðist framkvæmdastj.
Skipulagsdeildar, sem breytt var
1973 í Skipulags- og fræðsludeild.
Þá hefur Hjörtur Eiríksson tek-
ið við sem framkvæmdastjóri Iðn-
aðardeildar Sambandsins af Harry
Frederiksen, sem lést 2. febr. s. 1.
Hjörtur mun hafa búsetu á Akur-
eyri, en það er í fyrsta skipti,
sem framkvæmdastjóri í einni af
deildum Sambandsins hefur bú-
setu utan Reykjavíkur.
Axel Gíslason hefur svo verið
ráðinn framkvæmdastjóri Skipu-
lags- og fræðsludeiidar í stað Sig-
urðar Markússonar.
Hjörtur Eiríksson er fæddur 11.
nóvember 1928. Hann stundaði
nám í Verslunarskóla Islands og
lauk þaðan prófi 1947, og fram-
haldsnám -hjá Polytechinc í Lon-
don 1947—1949. 1 ársbyrjun 1950
réðst hann til starfa hjá Iðnaðar-
deild S.l &. i Reykjavík og starf-
aði þar, uns hann fluttist til Ak-
ureyrar árið 1952. Þar starfaði
hann í öllum deildum Gefjunar í
2 ár. Á vegum Sambandsins fór
hann Þá til Þýskalands og stund-
aði þar nám i ullarfræði í 3 ár
við Fachhochule í Aachen. Hann
ihóf störf að nýju hjá Gefjun í
ársbyrjun 1957 og starfaði þar sem
sérfræðingur í ullariðnaði, þar til
hann tók við framkvæmdastjórn
verksmiðjunnar í janúar 1972, en
því starfi hefir hann gengt síðan.
Axel Gíslason er fæddur 1. júlí
1945. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1965,
lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði
frá Háskóla Islands 1968 og loka-
prófi í verkfræði frá Polyteknisk
Læreanstalt í Kaupmannahöfn
1971. Starfaði sem ráðgefandi
verkfræðingur hjá verkfræðifyrir-
tækinu Chr. Ostenfeld W. Jans-
son í Kaupmannahöfn 1971—1972.
Hann var aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá Iðnaðardeild Sambands-
ins 1972—1974 og frá september
1974 aðstoðarframkvæmdastjóri
hjá Iceland Products, Inc. í Banda-
ríkjunum.
lögin vegna skömmtunarseðlanna.
Nú er þetta breytt og félagið verð-
ur að standa sig í samkeppninni
við nágrenni Reykjavíkur, sem
vissulega skapar ýmsa erfiðleika.
Hins vegar nýtur það mikillar
ferðamannaverslunar og þá um
leið framsýni þeirra, sem ákváðu
félaginu framtíðarstað hér á Brú-
arlandi. Það :má bæta því hér við
(innskots Hlyns), að ekki ósjaldan
hefur rekstur þessa félags skilað
betri arði en hinir stóru nágrann-
ar í samvinnuversluninni, og Þar
:með afsannað þá kenningu, að fé-
lög þurfi að vera stór til að þau
beri sig.
Hér með var slegið botni I þetta
samtal, sem ekki átti að verða
annað en nöldur og eftirgangsemi,
en endaði með mörgum fróðleiks-
kornum um hið kvennholla kaup-
félag, sem auk þess fyllir brátt 25
ára sögu. Því má bæta hér við,
að samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Tryggvasonar var félagið'
stofnað þann 15. október og það
sagðist hann muna glöggt því að
daginn eftir 'hefði hann eignast
son. B.7.
HLYNUR 19