Hlynur - 15.02.1975, Side 22

Hlynur - 15.02.1975, Side 22
RagnheiOur Gunnarsdóttir. Nemur stjórnmál í Árósum í Samvinnuskólanum hafa frá fyrstu tíð sem í flestum öðrum skólum setið saman nemendur af báðum kynjum, numið sömu bæk- ur og tekið sömu próf Síðan bafa leiðir skilið. Kvenkynsneminn úr Samvinnuskólanum hefur gjarnan titlast skrifstofustúlka og verslun- armær, þegar sá sterki hefur ekki látið sér neitt minna lynda en „stjóranafnbót“. Það hefur jafn- vel þótt gott að titlast ritari og tilvinnandi að prófast til jafns við karlpeninginn eða jafnvel betur til að öðlast þann titil. Nú má sjá breytingarmerki á þessu eins og flestu sem lítur að jafnstöðu karla og kvenna. Nýlega hefur fyrsta konan lokið fram- haldsnámi Samvinnuskólans, en það nám hefur staðið nemendum til boða ár hvert í nær einn og hálfan áratug. Áður hefur kona spurst fyrir um þetta nám en þá verið bent á vankanta sína og sinna kynsystra til að takast á hendur mikil ábyrgðarstörf hjá samvinnuhreyfingunni. S.l. haust hófu tvær konur með Samvinnu- skólapróf nám við Verslunarskól- ann 1 Kaupmannahöfn og á s.l. ári munu tveir nemendur aðrir af kvenkyni hafa ráðist í háskóla- nám, önnur við Kaupmannahafn- arháskóla og hin í Kanada. Þann 1. febrúar s.l. innritaðist svo Ragnheiður Gunnarsdóttir í háskolann í Árósum í Danmörku, en hún útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum 1973. Ragn'heiður sem er frá Ásum I Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu kom heim um s.l. jól og var þá tekin tali. — Hvað kom þér á sporið? — Eftir að ég útskrifaðist úr Samvinnuskólanum þá vann ég í Véladeild Sambandsins í eitt ár við faktúrugötun. Ekki leist mér á að gera það að ævistarfi, svo ég tal- aði við Sigurð Markússon fram- kvæmdastjóra Fræðsludeildar Sam bandsins, (nú framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar, innsk. Hlyns) og spurðist fyrir um náms- og starfsmöguleika erlendis. Hann benti mér m.a. á vinnu í kaupfé- lagi í Danmörku og síðan nám- skeið á eftir í verslunarfræðum á vegum danska samvinnusambands- ins, FDB. Ég sótti um þetta og fór svo til Árósa og vann þar í kaup- félagi sem „kassedame" í % ár. Þegar ég fór að kynna mér þetta námskeið, sem mér stóð til boða og haldið var í Andelskolen í Midd- elfart á Fjóni, þá virtist náms- efni vera samsvarandi eða tak- markaðra en í Samvinnuskólanum, t.d. ekkert bókhald eða vélritun. Ég sá mér því engan hag að því að fara á það. Þá komst ég í sam- band við Matthildi Hermannsdótt- ur, sem útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum á undan mér en hennar maður var við nám í Árósum. Hún benti mér á möguleikann að sækja um beint í Árósarháskóla eða við Handelshöjskolen þar. Við athug- un var ekki mögulegt að komast í verslunarháskólann að þessu sinni sökum fjölda nemenda, en að öðrum kosti var ekkert til fyr- irstöðu að taka mitt Samvinnu- skólapróf gilt. Ég sótti Því um í Árósarháskóla og þann 15. nóvem- ber s.l. fékk ég bréf um það að ég fengi inngöngu þar til að læra stjórnmálafræði. — Er þá Samvinnuskólaprófið metið til jafns við stúdentspróf ? — Já að vissu leyti. Ég sótti um undanþágu frá stúdentsprófi, en Samvinnuskólaprófið er lagt til jafns við Höjere Handelseksamen i Danmörku og á þeim grundvelli hafa t.d. Samvinnuskólanemendur fengið inngöngu í Verslunarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Ég held, að það sé ekkert því til fyrir- stöðu að innritast í flestar deildir Árósarháskóla, nema hvað lækna- deildin er alveg lokuð. — Hvað er þetta langt nám? — Fyrri hluti er lágmark 3 ár og þá er námið sameiginlegt með þjóðfélagsfræði. Síðari hlutinn er líka um þrjú ár, þannig að ég lyki háskólaprófi eftir sex ár. R.I. Föstudagskvöldiö 21. mars s. I. sýndu nemendur í Bifröst gaman- leikinn Imyndunarveikina eftir Moliere í Kópavogsbíó. Þaö eitt aö taka sig upp ofan úr BorgarfirÖi til aö sýna íbúum höfuöborgar- svceöisins leikrit er lofsvert fram- tak og þá ekki síöur þegar leikur sá er áhorfendur sáu á sviöi Kópa- vogsbíós var í röö betri sýninga á- hugaleikflokka. Þessir ungu leik- endur sem ceft hafa á skömmum tíma í tómstundum frá erfiöu námi sýndu okkur svart á hvítu hvaö unnt er aö gera ef áhugi og vilji er fyrir hendi. Þá settu frum- samin lög skólastjórans, Hauks Ingibergssonar sinn skemmtilega svip á verkiö. Áhorfendur skemmtu sér hiö besta og aö lokum var leikendum þakkaö meö miklu lófa- taki. ÞaÖ eitt fannst á skorta aö fyrrverandi samvinnuskólanemar voru furöu fáliöaöir á áhorfenda- bekkjunum og heföu þeir mátt sýna þessari kveðju frá Bifröst meiri áhuga. Viö þökkum nem- endum samvinnuskólans kœrlega fyrir skemmtilega kvöldstund. A myndinni eru t hlutverkum sínum frá vinstri: Vilhelmína Þorvaröar- dóttir, Kristín Karlsdóttir, Krist- ján Eysteinsson og Finnur Ing- ólfsson. 22 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.