Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 4
Kjötsögin á kaffistofunni
Þankar um vinnuvernd
0 Á þessu ári hefur orðiö vinnu-
vernd verið áberandi, jafnvel hálf-
gert tískuorð og er greinilega farið að
fara í taugarnar á Vinnuveitenda-
sambandi íslands. Þær raddir heyr-
ast, að nú sé verið að búa til eitt
báknið enn, sent er Vinnueftirlit rík-
isins, og enn ein lögin sem aldrei sé
farið eftir. þ. e. lögin um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöð-
urn, sem reyndar tóku gildi 1. janúar
1981. Menn tala um pappírsflóð,
endalausar kröfur á hendur atvinnu-
rekendum, sem alltaf verða að borga
brúsann, uppsteit á vinnustöðum, of
ntikið vald öryggistrúnaðarmanna,
jafnvel geðþóttalokanir út af smá-
málum o. s. frv.
Hefur þú kosið þinn öryggistrúnað-
armann?
• Að undanförnu hafa af hálfu LÍS
verið haldnir fundir í nær öllunt fé-
lögum samvinnustarfsmanna um-
hverfis landið og á þessum fundurn
hafa lögin um aðbúnað, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustöðum veriö
kynnt. Þetta hefur verið gert vegna
þess, að framkvæmd þessara iaga er
visssulega mál hvers vinnandi manns,
vinnustaðir samvinnufélaganna ættu
að vera þarna til fyrirmyndar og hér
er um að ræða mál, sem eðlilegt er að
starfsmannafélögin gefi verulegan
gaum.
Hvernig er svo þessum málum
háttað í samvinnufélögunum? Það er
upp og ofan, eins og gengur. Víða
finnast vinnustaðir, sem eru til fyrir-
myndar varöandi allan aðbúnað
starfsfólks, öryggi og snyrtimennsku
og á það einkum við um nýrri vinnu-
staði. Annars staðar er mikið verk að
vinna. Undirritaður, sem sótti um 40
fundi. hafði því miður ekk næg tæki-
færi að fara á vinnustaði en varð þó
reynslunni ríkari. I fiskimjölsverk-
smiðju var komið, þar sem starfs-
maðurinn bar ekki við aö hafa eyrn-
arhlífar. Þó var hávaðinn svo mikill,
að ekki var hægt að halda uppi sam-
ræðunt, nema með köllum. Annars
staðar varð ekki komist í fiskmóttök-
una, nema vel stígvélaður. Slt'k var
moldardrullan og slorið fyrir framan,
að ógleymdri lyktinni. Á þriðja
staónum var boðið upp á gistingu á
hótelherbergi, þar sem nánast allt var
um og vinnusliti heim. í einni versl-
uninni var svo aðstaðan til að fá sér
kaffisopa við hliðina á kjötsöginni.
Það var kannski grófasta dæmiö.
Samkvæmt vinnuverndarlögunum
á starfsfólk í öllum fyrirtækjum, þar
sem vinna 10 eða fleiri, að kjósa sér
sérstakan öryggistrúnaðarmann. Séu
starfsmenn yfir 50, á að vera sérstök
öryggisnefnd, skipuð tveimur frá
starfsmönnum og tveim frá fyrirtæk-
inu.
Víðast hvar, þar sem fundað var,
hafði enginn trúnaðarmaður veriö
kjörinn, þótt lögin um það hefðu ver-
ið í gildi 1. janúar 1981 og nú er
spurt: Hefur þú, lesandi góður, sem
væntanlega starfar á einhverjum
hinna fjölmörgu vinnustaða sam-
vinnufélaganna, tekiö þátt í kjöri
þíns trúnaðarmanns?
Starfsmannafélögin heppileg til aö
standa fyrir kjöri örvggistrúnaðar-
manna.
• Nú er kannski spurning, hvers
vegna verið sé að skrifa um þetta í
Hlyn, ræöa vinnuverndarmál á fund-
um í starfsmannafélögunum o. s.
frv.? Er þetta ekki mál Vinnueftir-
litsins, stéttarfélaganna og fyrirtækj-
anna? Svarið má m. a. rekja til skoð-
anakönnunar, sem LÍS stóö fyrir í
maí 1979, um stöðu samvinnustarfs-
manna í stéttarfélögunum og fleiri
mál.
4 HLYNUR