Hlynur - 15.04.1982, Page 5
í þessari könnun var m. a. spurt
hvaöa hluti starfsmannafélagið ætti
að leggja mesta áherslu á í félags-
starfinu og nokkur má nefnd. Þegar
niðurstöður voru lagðar saman, kom
í ljós, að 987 af þeim sem svöruöu
eða 53.1% settu aðbúnað og sam-
skipti á vinnustað í fyrsta, annað eða
þriðja sæti. Annað mál hafði ekki
meira vægi, næst komu fræðslumál
og orlofsaðstaða. I sömu könnun var
einnig spurt, hvort væri eðlilegra að
starfsmannafélagið eöa stéttarfélag-
ið hefði afskipti af aðbúnaði og fleiru
tengdu vinnustaðnum. Niðurstaðan
var sú, að 856 hölluðust að starfs-
mannatelaginu, en 596 að stéttarfé-
laginu. Aðrir höfðu ekki skoðun,
töldu að bæði telögin ættu að sinna
þessum málum eöa svöruðu ekki
þessari spurningu. Miðaö viö undir-
tektir og umræður unt þessi má á
fundunum í starfsmannafélögunum,
þá er enginn vafi að yfirgnæfandi
fjöldi samvinnustarfsmanna í dag
teldi það sjálfsagt mál, að starfs-
mannafélögin stuðluðu að framgangi
þessara laga, m. a. með því að standa
fyrir kjöri öryggistrúnaðarmanna á
vinnustöðum sámvinnutelaganna.
Síðasta landsþing LIS, sem haldið
var í september í fyrra, markaði svo
ákveðna stefnu í þessum málum og
Vinnumálasamband samvinnufélag-
anna hefur frá fyrstu tíð stutt afskipti
starfsmannafélaganna af vinnu-
verndarmálum.
En hvað segja menn hjá ASÍ og
Vinnuefirlitinu? Hvað Vinnueftirlit-
ið varðar, þá hefur tekist ágætt sam-
starf við það um að kynna þessi mál á
vinnustöðum samvinnufélaganna.
Sarna má segja um vinnuverndar-
nefnd ASÍ. Ákveðnir forystumenn
innan ASÍ áttu hins vegar þátt í því,
að strika út úr drögum að reglugerð
um framkvæmd vinnuverndarlag-
anna, að starfsmannafélög gætu á-
samt trúnaðarmönnum stéttarfélag-
anna komið í kring kjöri öryggistrún-
aðarmanna. Þess í stað er talað um
félagslega kjörna trúnaðarmanna, en
hvað eru forsvarsmenn starfsmanna-
félaga annað en félagslega kjörnir
trúnaðarmenn?
Kjarni málsins er sá, að starfs-
mannafélögin eru víðast heppilegasti
aðilinn til að annast fyrstu fram-
kvæmd á grundvallarþætti þessara
laga — að kjósa öryggistrúnaðar-
menn, — nokkurs konar kjörstjórn
líkt og þegar verið er að kjósa fulltrúa
í stjórn samvinnufélaga eða fulltrúa
félagsins í vinnustöðum. Víðast eru
starfsmenn samvinnufélagsins í
mörgum stéttarfélögum en samein-
ast svo allir í starfsmannaféiaginu.
Þar sem vinnustaðir eins samvinnu-
félags eru margir og fjölþættir, er
ennþá augljósara, að starfsmannafé-
lagiö er heppilegasti aðilinn í sam-
starfi við forsvarsmenn samvinnufé-
lagsins, að koma þessum málurn í
kring. Víða skapast mikið álitamál,
hvað teljist sjálfstæðir vinnustaðir,
hvernig er með útibú o. s. frv. Fjórða
greinin í reglugerðinni gerir reyndar
ráð fyrir sérsamkomulagi um kjör
trúnaðarmanna, þegar þannig stend-
ur á. Rétt er að undirstrika að við-
komandi fyrirtæki á að skipa sérstak-
an öryggisvörð á móti hverjum ör-
yggistrúnaðarmanni sem starfsmenn
kjósa. Þessir ntenn eiga svo í sam-
vinnu að vinna að því, að lögum og
reglum um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi sé framfylgt.
Hlutverk öryggistrúnaðarmanna, ör-
yggisvarða og öryggisnefnda.
"• Samkvæmt vinnuverndarlögunum
er hlutverk öryggisvarða, öryggis-
trúnaðarmanna og öryggisnefnda
stórt. Reyndar er öllu vinnandi fólki
lagöar þar skyldur á herðar og jafn-
framt veittur mjög aukinn réttur til
aö hafa áhrif á vinnuumhverfi sitt.
Kannski stærsta sporið sem stigið
hefur verið hér á landi í átt til at-
vinnulýðræðis? Ofannefndir aðilar
eiga að vinna að bættum aðbúnaði,
hollustuháttum og öryggi, fara í
reglulegar eftirlitsferðir um vinnu-
staðina og fylgjast með vélum, tækj-
utn og öryggisbúnaði, taka við öllum
ábendingum og kvörtunum frá starfs-
fólki og koma úrbótum í höfn, fylgj-
ast með breytingum á vinnustöðum
og vinnuaðstöðu og sjá til þess að
starfsfólk sé þar með í ráðum, fá til-
kynningar um öll slys og óhöpp og
taka öll slík tilfelli fyrir, stöðva vinnu,
ef starfsfólk er talið í hættu, fylgjast
með að reglum um lágmarkshvíld og
frídaga se fullnægt. færa sérstaka
eftirlitsbók, sjá til þess að starfsfólk
fái fræðslu og tilsögn um störf sín og
svo má lengi telja.
Samvinnan er lykilorðið.
• Sú lenska hefur ríkt hér á landi, að
vinnustaðurinn sé einhver annars
flokks staður. Við gerum að jafnaði
miklu meiri kröfur til okkar heimilis.
Þó verjum við mörg hver engu minni
tíma á vinnustaðnum, en á heimilinu.
Góð heilsa og starfsþrek er dýrmæt-
asta eign hvers manns. Góður að-
búnaður, heilsufar og öryggi á vinnu-
stöðum bætir ekki aðeins vellíðan
starfsfólksins, heldur kemur fyrir-
tækinu til góða í betri vinnu og meiri
afköstum. Vonandi verður þessi nýja
löggjöf um vinnuvernd til þess að
koma á markvissu samstarfi og sam-
vinnu starfsfólks og stjórnenda með
öflugu aöhaldi frá Vinnueftirlitinu
og stéttarfélögunum. Þessurn málum
verður lítið þokað áleiðis með illind-
um og árekstrum. Gott samstarf og
samstaða inni á vinnustöðunum er
það sem þarf. Hér eiga samvinnufé-
lögin og starfsmenn þeirra að vísa
veginn og það er þegar gert á margan
hátt sem betur fer. Samvinnan er lyk-
illinn. — Reynir Ingibjartsson.
HLYNUR 5