Hlynur - 15.04.1982, Page 11
Þaö eru engir venjulegir heimilisofnar, sem bakarar nota.
skemmtilegum hugmyndum, sem
menn stungu hjá sér.
En það gerðist meira. Þarna tókust
með mönnum góð og vonandi lang-
varandi kynni. Margir okkar höfðu
unnið árum saman hver í sínu horni,
án þess að vita nokkuð hvað nálæg-
um starfsbræðrum liði, og nokkrir
höfðu aldrei gefið sér tíma til að
sækja fundi innan stéttarinnar. Eftir
þennan fund var ísinn brotinn og
menn fóru að ræða meira saman um
eigin vandamál. Skömmu síðar var
haldinn annar fundur í Reykjavík,
þar sem ákveðið var að hefja fram-
leiðslu á hornum og tvíbökum, sem
Birgðastöðin dreifði. Er þessi fram-
leiðsla merkt 9K, sem er einkennis-
stafir þessa óformlega stofnuðu sam-
taka kaupfélagsbrauðgerða.
Ferðin hafin.
Nú, en þarna sátum við sem sagt á
Esjubergi og ræddum um tilhögun
ferðarinnar. Að því loknu fór hver til
síns gististaðar og ákveðið var að
hittast á Loftleiðahótelinu rúmlega
sex morguninn eftir.
Á réttum tíma voru allir mættir á
hóteiinu og eftir u. þ. b. klukkutíma
töf komumst við loks af stað til
Keflavíkur. Þar biðum við dálitla
stund eftir Albert, en þegar hann
kom ekki, fórum við að bóka okkur
inn. Ásgeir, reyndasti ferðalangur
hópsins var í forsvari og sá um, að
farangur okkar væri bókaður alla leið
til Núrnberg, en þangað var ferðinni
heitið í fyrsta áfanga. Þegar við kom-
um í gegn fórum við strax að svipast
um eftir Albert og eftir skamma leit
fannst hann sitjandi á bekk, búinn að
versla í fríhöfninni og tilbúinn til
flugtaks.
Eftir skamma dvöl í fríhöfninni var
kallað út í flugvélina og kom þá held-
ur betur hreyfing á mannskapinn.
Eftir að vélin var komin á loft, var
drifið í að smakka á bjórnum og hann
bragðaðist bara vel. Um kl. hálf þrjú
lentum við í Kaupmannahöfn og
þurftum þá að bíða í rúma tvo tíma
eftir flugi til Frankfurt. Þennan tíma
var ekki mikið hægt að nota, nema að
fá sér að borða. Þarna bættist í hóp-
inn, daninn Dennis Rasmussen, sölu-
stjóri hjá F. Christiansen í Dan-
mörku, en það fyrirtæki selur vélar
og efni til bakaría víða um heim.
Dennis þessi reyndist mjög góður
ferðafélagi, ávallt kátur og hress,
leysti úr öllum vandamálum, sem
upp komu. Hann hefur nokkrum
sinnum komið til íslands og kunni
hrafl í málinu og var oft kátlegt að
hlusta á beygingar hans og ýmsar
orðmyndir. Vinsælt orðtak hans var
„jæja, lambin mín“ og kallaði það og
önnur þvílík, oft fram bros á andlit
okkar.
Týnd taska.
Loks var tilkynnt brottför til
Frankfurt og lagt af stað. Flugferðin
þangað gekk að óskum, en þegar við
komum á leiðarenda ríkti þar Vetur
konungur og útséð um, að flogið yrði
til Núrnberg þá um kvöldið. Veðrið
var rammíslenskt, hvassviðri og snjó-
koma og lokaðist Frankfurt-flugvöll-
ur skömmu eftir að við lentum þar.
Flughöfnin í Frankfurt er önnur
stærsta flughöfn í Evrópu og vanda-
samt fyrir óvana að rata þar. Kom því
reynsla Dennis og Ásgeirs í góðar
þarfir og ekki spillti þýskukunnátta
þeirra fyrir, þegar í ljós kom, að task-
an hans Alberts skilaði sér ekki á
færibandinu, eins og töskur okkar
hinna. Upphófst nú mikil leit og fyr-
irspurnir um töskuna. Á endanum
fórum við allir að leita og hvílík törn.
Vegna óveðursins varð að aflýsa
mörgum flugferðum og töskur í
hundraðavís stóðu í löngum röðum
meðfram óteljandi færiböndum.
Loks rak Dennis augun í merki Sam-
vinnuferða á einni töskunni, en hún
var þá merkt Islendingi í Oðinsvéum.
Við samanburð á númerum á tösk-
unni og farangursmiða Alberts kom í
ljós, að þau pössuðu saman. Þá höfðu
orðið þau mistök í Kaupmannahöfn,
þegar Albert lét bóka sína tösku á-
fram, hafði hann tekið ranga tösku.
Var mikið hlegið að þessum ruglingi,
en fyrir góðra manna tilstilli fékk Al-
bert sína réttu tösku í hendur tveim
dögum seinna.
Eftir að töskumálið var upplýst,
fórum við á járnbrautarstöð í Frank-
furt og eftir langa bið þar í skítakulda
og hráslaga, komumst við loks í lest
til Núrnberg. Ferðin tók fjóra tíma og
voru það þreyttir ferðalangar, sem
beiddust gistingar á litlu, hreinlegu
og hlýju gistiheimili í Núrnberg. Eftir
að hafa þvegið okkur og haft fata-
skipti, komum við saman í borðstof-
unni og ræddum málin yfir bjór. Síð-
an var gengið til náða og sofið vært
um nóttina.
Bakarar í rúgbrauði.
Daginn eftir vöknuðum við endur-
nærðir og hressir, ekki síst Aibert,
sem lék við hvern sinn fingur og var
óspar á hnuttnar athugasemdir um
HLYNUR 11