Hlynur - 15.04.1982, Síða 13
Komið til Credin.
Nú flugum við til Billund og þar
tók á móti okkur Erik Björrum, bak-
ari hjá Credin. Eftir að hafa lesið um
kynbætur Hitlers á fólki á sínum
tíma, er ég þess fullviss, að Erik hefði
verið í uppáhaldi, svo arískur sem
hann var í útliti. Úti beið að sjálf-
sögðu rúgbrauð og í því ókum við til
Snaptun, sem er frekar lítill bær
skammt frá Julesminde og þargistum
við á litlu hóteli. Kuldinn var mikill í
Danmörku um þessar mundir og
snjór svo djúpur, að elstu menn
mundu ekki annað eins í áraraðir.
Herbergi okkar voru því ísköld, þrátt
fyrir að við skrúfuðum alla ofna upp,
svo ekki var um annað að ræða en
koma sér til kojs hið snarasta.
Næsta morgun sótti Erik okkur og
fórum við til Julesminde og vorum
þar á námskeiði. Fengu þeir sem
vildu, að reka puttana í deigið eftir
þörfum og taka virkan þátt í því, sem
var að gerast. Tilraunabakaríið, sem
við vorum í, var inn af brauðbúð,
mjög skemmtilega innréttaðri og var
hún full af brauðsýnishornum úr
ýmis konar mixtegundum, sem Cred-
in framleiðir. Erik varaði okkur við
að snerta sýnishornin, því þau væru
nokkurra mánaða gömul og ákaflega
stökk og brothætt. Það sem er bakað
þarna er ekki selt, heldur kastað út í
skóg, sem liggur út frá Julesminde og
er nokkurs konar þjóðgarður. Þarna
ganga m. a. hjartardýr, sem kunna
vel að meta brauðbita. Erik sagði
þetta gert vegna þess, að þeir hjá
Credin væru til leiðbeininga og þjón-
ustu við danska bakara, en ekki í
samkeppni við þá.
Þessir tveir dagar, sem við dvöld-
um þarna voru mjög ánægjulegir og
við urðum margs vísari. Að kvöldi
seinni dagsins fór Erik meira að segja
með okkur á dansleik og þar skutu
Albert og Sigurður okkur yngri
mönnum ref fyrir rass og hömuðust á
dansgólfinu eins og ,,ufríkuð diskó-
tröll“.
Skroppið til Svíþjóðar.
Að morgni næsta dags héldum við
til Billund, þar sem við kvöddum
Erik, þennan geðþekka danska vík-
ing. Loksins var komið að því að
Höfuðstöövar AB Juvel í Stokkhólmi, en þaðan kaupa samvinnubrauðgerðirnar hveitið.
dvelja í Kaupmannahöfn, en sú gleði
yfir að vera komnir þangað var
blendin, þegar við stigum út úr flug-
vélinni og sáum frostþokuna grúfa
yfir borginna. Varla sást upp í turna
og hæstu byggingar og kuldiim var
bitur. Við Albert létum það ekki á
okkur fá en fórum í gönguferð. Það
var nú mikill styrkur að hafa Albert,
með því hann rataði vel í borginni og
lóðsaði mig heim undir kvöld.
Næsta dag fórum við á ferjustað,
því nú lá leiðin til Svíþjóðar, en vegna
íss á sundinu var ferjan ekki í ferðum
og urðum við að fljúga til Gautaborg-
ar og gerði það Svíþjóðarferð okkar
allmiklu dýrari, því að áður höfðum
við ráðgert að taka ferju til Malmö og
síðan lest þaðan til Gautaborgar. í
Gautaborg bjuggum við á Hótel
Scandinavia, sem er rétt við brúna
yfir Gautelfi. Veðrið var það sama og
í Danmörku, köld og hráslagaleg
frostþoka grúfði yfir öllu.
Morguninn eftir sótti okkur Berlie
Feudell frá Nordbakels. Það fyrir-
tæki virtist mér svipað og Credin,
hvað framleiðslu varðar. Hjá Nord-
bakels skoðuðum við fyrirtækið.
Seinni daginn í Svíþjóð heimsóttum
við hveitimyllu A. B. Juvel, en það-
an kaupa kaupfélagsbakaríin hveitið.
Sú heimsókn varð mikil flýtiferð, því
að við ætluðum með lest til Malmö
seinna um daginn og því var naumur
tími. í halarófu á eftir framkvæmda-
stjóranum, Leif Orbom, þeyttumst
við út og suður um mylluna, upp og
niður stiga og Siggi rennsvitnaði á
enninu. Svo fylgdi Leif okkur á
brautarstöðina og borðaði skilnaðar-
máltíð með okkur. Hann sá líka um
að við færum í rétta lest og brátt sát-
um við á réttum stað í réttri lest á leið
til Malmö. Þaðan fórum við með
ferju yfir til Kaupntannahafnar og á
hótel Admiral.
Orrustuhótel.
Hótel Admiral stendur niður við
sjó, rétt hjá leguplássi ferjunnar til
Osló. Þar er upprunalega gamalt
pakkhús, sem hefur verið breytt.
Máttarviðir liggja þvers og kruss um
húsið, ákaflega sprungnir og kvist-
óttir og setja skemmtilegan svið á sali
og herbergi. Þjónar eru í sjóliðaföt-
um og niðri í móttöku eru líkön af
orrustuskipum og ýmsar minjar frá
gamalli tíð. Úti fyrir dyrum eru tvær
gamlar fallbyssur og gína kjaftar
þeirra á móti gestum. Allt ert húsið
frekar grófgert og ekki laust við að
gólfin halli sitt á hvað. Mér datt ó-
sjálfrátt í hug orð múrarans fyrir
austan, sem sagði við mann, sem fann
að handbragði hans: ,,Það er allt
bogið, góði minn. Himinninn er bog-
inn, jörðin er bogin og er ekki eitt-
hvað bogið við þig líka?“
HLYNUR 13