Hlynur - 15.04.1982, Page 25
Stýrimaður kennir ungum háseta á kompásinn.
Kári Halldórsson umgengst pottana með öryggi, enda ekki í fyrsta
skipti, se, hann kemur í eldhús.
Kári Halldórsson var bryti og veitti
ómælt kaffi og kakó, ásamt einhverj-
um býsnum af brauði, áleggi, pylsum
og Holtakexi.
Sjóveiki varð ekki vart, en sú saga
gekk, að einhverjir hefðu reynt að
örva fiskirí með lítt meltri fæðu. Fá-
einir lögðust í koju, að eigin sögn til
að njóta hreyfingar skipsins, sem
minntu þá á móðurhendur, sem
hrærðu vöggur þeirra í frumbernsku.
Það var ánægður hópur sem steig á
land aö áliðnum degi, og ekki lét
Þórður Magnússon sitt eftir liggja,
heldur þakkaði fyrir sig með brag
sem hér birtist:
Illa er okkur við allan skell
en aðgerðarlaust er Litlafell.
Við gera hugðumst því Grettistak
og gjarnan fara út á skak.
Hugmyndinni var hrint af stað
hljótt er um hvernig fórum að.
Kári V. skyldi kafteinninn
og kúga aðra undir vilja sinn.
Starfsmannafélagið stóð að því
að stefna öllum á fiskirí.
Kata fékk um sig karskan flokk
og Kára H. fyrir aðalkokk..
A Iaugardegi var lagt í hann
það lukka er fyrir sérhvern mann.
Fimmtíu komu í ferðina
á flaggskrýddu góðu skútuna.
(En fregnin barst út á fiskaslóð
það forðaði sér hvert ýsukóð,
og tegundir flestar týndust burt
sem trúlega höföu um Fellið spurt.)
Út var nú Iagt á ysta mar
alla leið út í Forirnar.
Ekki var mikinn afla að fá
Ördeyðubanka kalla má.
Á Álbankanum var aftur reynt
ákafi fólks fórt ekki leynt.
Flæktust sumir í færunum
en flestir stóðu á löppunum.
Einn var heppinn og hann dró
alvörufisk úr þessum sjó.
Þeir sögðu það væri sandkoli
svona álíka og frímerki.
Þá hljómaði úr brúnni hárri raust:
„Hankið upp færin tafarlaust".
Meinlegt fiskleysið magnað var
en marhnútarnir til háðungar.
Keyrt var svo inn í Kollafjörð
Kólga óx nú á himni og jörð.
Við Kjalarnesið komið var rok
þá kunngerð voru oss ferðalok.
Og svona lítur aflinn út, þegar grannt er skoðaö.