Hlynur - 15.04.1982, Blaðsíða 30
Miði er möguleiki
og tölvusérfræðing SÍS um þær
mundir, að hans áliti, Jóns Skúla:
Nú hef ég fengið frið
Fékk nú loksins herbergið.
Tölvuna hef ég talað við
treystir hún á mig, ófétið.
Núna get ég sorgum svalað,
seinna þetta kvöld.
Við mig hefur tölvan talað
og tekið öll mín völd.
Margt gat hann og gerði, skipu-
lagði og bjó til:
Bónuskerfið bjó ég til,
breytti mörgu kring um landið.
Allahluti ég bestskil
einkar vel þó hjónabandið.
Að lokum eru svo þessar,sem ekki
eru í fóðurbókinni, enda eru þær
fæddar síðar:
Ég lengi hefi ekki hitt,
Holtagarða — vini!
Óskar birti andlit sitt
með Óla Jó., í Hlyni.
í blaðinu Hlyni birtist mynd
bráðfín marga daga.
Næst mér sýnið hvíta kind
og kollótta í haga.
Vona, að Óskar vinur minn og
vinnufélagi góðan tíma, haldi áfram
að láta til sín heyra í blaðinu Hlyni.
Ætti þá ekki að skipta svo miklu máli
þótt á einhvern hallaði í bili, því það
er alltaf hægt að Ieiðrétta það.
Með bestu kveðju,
Lárus Hermannsson
Frá
Sf. K.V.H.
• Nýlega er afstaðinn aðalfundur á
Hvammstanga. Jóhann Guðjónsson
var endurkjörinn formaður en aðrir í
stjórn eru: Róberta Gunnþórsdóttir,
gjaldk. og Eggert Antonsson, ritari.
Starfsmannafélagið keypti í fyrra
hús á Húsafelli og var kaupverð þess
125 þús. og er mikið starf í sambandi
við það. Ahugi er mikill og er húsið
leigt nú þegar í tvo mánuði í sumar.
Mikið kappsmál félagsins er að fá
fulltrúa í stjórn Kaupfélagsins. Hefur
tillaga um það verið til umræðu á
tveim síðustu aðalfundum en fellt í
bæði skiptin, en fékk þó öllu meira
fylgi í það síðara. Nú vonast starfs-
menn til, að þetta sjálfsagða mál nái
fram að ganga.
30 HLYNUR