Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 35

Hlynur - 15.04.1982, Qupperneq 35
• Síðastliðið haust var í verksmiðj- unum á Akureyri efnt til leiklistar- námskeiðs. Þar leiðbeindi Theodór Júlíusson, leikari. Arangurinn af starfi hans varð þvílíkur, að sett var á svið revía, sem kölluð var Verk- smiðjuhús Q. Höfundar voru þau Margrét Emilsdóttir og Birgir Mar- inósson og lög og söngtextar eftir Birgi. Revían fjállar um bónda, sem flyst í menninguna á Akureyri, fer að vinna þar í verksmiðju (hvað ann- að?), og svo er tekið fyrir, hvernig ekki á að stjórna (og ég sem hélt að verksmiðjunum á Akureyri væri svo vel stjórnað). Revían hefur nú verið sýnd sjö sinnum fyrir fullu húsi eða um 200 manns í hvert skipti og undirtektir frábærar. Þegar þetta er skrifað, er ekki vitað, hvort sýningar geta orðið fleiri eða hvort við hér fyrir sunnan eigum þess kost að sjá verkið, en vissulega væri það þess virði. Meðfylgjandi myndir sendu þeir norðanmenn okkur. Fundur í Æðsta-ráði. F. v.: Jóhann Sigurðs- son, Árný Runólfsdóttir, Sigurður Einars- son, Birgir Marinósson og Júlíus Thoraren- sen. Söngur ræstingakonunnar. Steinunn Ein- arsdóttir. Heima hjá Steina. F. v.: Anna Bergþórsdótt ir, María Jóhannsdóttir, Helga Hilmarsdótt- ir og Fríða Aðalsteinsdóttir. Sitjandi: Krist- rún Geirsdóttir, Margrét Emilsdóttir og Sal- vör Jósepsdóttir. HLYNUR 35

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.