Hlynur - 15.04.1982, Page 39
Pétur Kristjónsson
nýr formaður KPA
Pétur Kristjónsson.
• Um síðustu áramót tók Pétur
Kristjónsson, fyrrv. formaður LÍS
við formennsku í KPA-ráðinu, en í
því sitja tveir fulltrúar frá samtökum
samvinnustarfsmanna í hverju Norð-
urlandanna. Er Pétur nú annar full-
trúa LÍS í ráðinu, sem hefur það
verkefni m. a., að koma á og skipu-
leggja ýmis samnorræn verkefni fyrir
samvinnustarfsmenn, s. s. vináttu-
vikurnar vinsælu.
Formennska í þessu ráði sem hitt-
ist a. m. k. tvisvar á ári, skiptist á milli
Norðurlandanna og var nú röðin
komin að íslandi. Pétur er nú eins og
er starfsmaður Folksam, sænska
samvinnutryggingafélagsins og hefur
á Iiðnum árum kynnt sér manna best
starfsemi samvinnustarfsmanna á
Norðurlöndum.
NÝ FRÁBÆR
HLJÓMPLATA
Hljómsveitin UPPLYFTING
sendir nú frá sér sína þriðju
hljómplötu á þremur árum
og nú þá allra bestu.
Afbragðs lög, skínandi text-
ar, vandaður hljóðfæraleik-
ur, prýðilegur söngur, hnit-
miðaðar útsetningar og
tæknilega fullkomin hljóð-
ritun.
Er hægt að fara fram á
meira?
SG-hljómplötur hf.
ÁRMÚLA38 - SÍMI: 84549
HLYNUR 39