Hlynur - 15.06.1995, Page 6

Hlynur - 15.06.1995, Page 6
yfr allan þann tíma sem þið unnuð að því erfiða verkefni? „Það hvarflaði stundum að mér að einhver af litlu þúfunum myndu verða til þess að veita hinu þunga hlassi Sambandsins, en til þess kom þó ekki. Á fimm ára tímabilinu frá 1989 og fram á árið 1994 borgaði Sambandið niður skuldir að fjárhæð 13,5 til 14 milljarðar króna. Þetta reyndist mögulegt með meiri eigna- sölu en áður eru dæmi til í íslenskri verslunarsögu. Þegar óskað var heimildar til nauðasamnings við lánardrottna á miðju ári 1994, voru skuldir um 360 milljónir króna eða 2,6% af því sem þær höfðu verið fimm árum fyrr. Af þessum 360 milljónum greiddi Sambandið 90 en 270 voru felldar niður. Með réttu geta menn bent á að ekki megi gleyma gjaldþroti Miklagarðs hf, sem Sambandið átti að 9/10 hlut- um, þegar þessi saga er tíunduð. En þá ber einnig að hafa í huga að Sam- bandið færði miklar fjárhagslegar fórnir í tilraunum sínum til björg- unar Miklagarði. Þannig lét Sam- bandið 900 milljónir króna af nýju hlutafé í Miklagarð á árunum 1990 til 1992. Man ég ekki til þess að nokkurt fyrirtæki í einka- eða sam- vinnugeiranum hafi fært aðra eins fórn til þess að bjarga dótturfyrir- tæki frá þroti." * Bandalag fyrirtækja Kom þér á óvart að rekstrargrundvöllur Sambandsins, eins og hann hafði verið í áraraðir, skyldi bresta? „Út á við var Sambandið að sjálf- sögðu eitt fyrirtæki, en inn á við var það eins og bandalag margra fyrir- tækja sem mörg hver voru með þeim stærstu í landinu hvert á sínu sviði. Þessi innri „fyrirtæki" sem ég nefni svo voru aðaldeildir Sam- bandsins. Löngum var það svo að ákveðnar deildir voru reknar með hagnaði, aðrar nálægt núllinu og enn aðrar með tapi. Meðan deildir, sem reknar voru með hagnaði, náðu að standa undir tapi hinna, svo og kostnaði við sameiginlega yfirstjórn, sýndist ekki vera mikill vandi á ferð- inni að minnsta kosti ekki út á við. Ég segi „sýndist", því að sjálfsögðu var þarna um mikinn og djúpstæð- an vanda að ræða. Þegar hinir hefð- bundnu burðarásar í rekstrinum náðu ekki lengur að standa undir tapinu, hlaut okkur öllum að vera ljóst að mikill vandi var á ferðum." • Hrikalegt tap Áttu rekstrarörðugleikar Sambandsins sér langan aðdraganda eða gerðist hin óheillavœnlega þróun mála á tiltölulega skömmum tíma? „Rekstrarörðugleikar Sambandsins áttu sér langan aðdraganda í þeim skilningi að ýmsar deildir höfðu lengi verið reknar með tapi eða þá með mjög litlum eða engum hagn- aði. Innflutningsdeildin hafði löng- um verið einn af burðarásunum í rekstrinum, en á síðustu árum ára- tugarins 80 til 90 snerist afkoma hennar yfir í hrikalegt tap. Ég tel að þessi sveifla hafi orðið Sambandinu þyngri í skauti en nokkurt annað áfall sem það varð fyrir." • Byrjunarörðugleikar Mörg fyrirtceki, sem áður voru hluti af rekstri Sambandsins, eru nú rekin sem hlutafélög. Telurðu að þau muni eiga sér langa og bjarta framtíð? „Ég er bjartsýnn á framtíðargengi þeirra félaga sem nú eru að hasla sér völl og rekja ættir sínar til hinna gömlu aðaldeilda Sambandsins. Hjá sumum þeirra hafa umskiptin úr einu félagsformi yfir í annað valdið byrjunarörðugleikum, en þessir örð- ugleikar sýnast nú vera að baki." * Kjarni kaupfélaganna Kaupfélögunum hefur fœkkað síðustu áratugina, en engu að síður eru mörg þeirra öfug og ómissandi í byggðarlög- um sínum og rekstur þeirra fer batnandi. Telurðu að þau muni standast þá hörðu samkeppni sem nú ríkir í verslun lands- manna? „Ég hef fulla trú á því að kaupfé- lögin muni standa sig í samkeppn- inni. Af orðum og gerðum einstakra kaupfélagsstjóra má ráða að þeir gera sér æ betur grein fyrir því að dagvöruverslunin er sá kjarni í starfi félaganna sem hafa verður forgang. Ég sé fyrir mér að margs konar hlið- arstarfsemi, sem fram til þessa hefur þótt sjálfsögð, muni víkja, og þá muni skapast aðstæður til að ein- beita kröftunum að verslunarmál- unum." Um leið og við hvetjum íslendinga til að ferðast um eigið land sendum við iandsmönnum öllum bestu sumarkveðjur Vinnumálasambandið sendir samvinnumönnum og öðrum landsmönnum sumarkveðjur Kaupfélag Hrútfirðinga Borðeyri Sími 451 1130 í) (°5 • Hlynur

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.