Hlynur - 15.06.1995, Qupperneq 7

Hlynur - 15.06.1995, Qupperneq 7
• Fjármálalegt afrek Fyrir síðnstu kosningar birtist í Morgun- blaðinu greinaflokkur um Sambandið eftir Agnesi Bragadóttur blaðamann. Var frásögn hennar sannleikanum sam- kvæm að þínum dómi? „Það eru ekki liðin full þrjú ár síð- an Sambandið gerði sína stóru eignasölusamninga við Landsbank- ann. Ég er enn þeirrar skoðunar að efni þessara samninga sé trúnaðar- mál að öðru leyti en því sem fram kemur í ársreikningum Sambands- ins fyrir árin 1992 og 1993, en þá reikninga má nánast líta á sem opin- bert plagg. Að sinni vil ég því gæta allrar hófsemi í að tjá mig um þessi blaðaskrif. Landsbankamenn sýndu mikla djörfung þegar þeir ákváðu að taka á málefnum Sambandsins með þeim hætti sem þeir gerðu. Ég get verið leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins sammála þegar hann leggur út af texta Agnesar og kemst að þeirri nið- urstöðu að sennilega hafi það verið meiriháttar fjármálalegt afrek, hvernig rekstur Sambandsins var til lykta leiddur og skuldir þess greidd- ar upp. • Öfgalaus umræba Telur þú að linnulaus áróður andstœð- inga samvinnumanna, sem ráða yfir öfl- ugustu fjölmiðlum landsins, hafi átt sinn þátt í erfiðleikum Sambandsins. „Svarið er nei, en um leið vil ég gera þá athugasemd að dagar hins „linnulausa áróðurs" eru að mínum dómi löngu liðnir og vonandi koma þeir aldrei aftur. Skipulagsmál Sam- bandsins, skuldaskil þess og málefni hinna nýju hlutafélaga hafa eðlilega verið mikið rædd af ýmsum fjöl- miðlum, og þegar ég lít yfir þessi síðustu fimm ár, þá finnst mér að þessi umræða hafi yfirleitt verið öfgalaus og málefnaleg." • Félagslegur vettvang- ur Að lokutn: Er samvinnuhugsjónin enn í fidlu gildi og telurðu að einhvers konar samband kaupfélaganna tnuni rísa upp aftur? „Samvinnuhugsjónin er enn í fullu gildi, en eins og allt annað, sem á sér bústað í hugskoti manns- ins, verður hún að laga sig að breytt- um kringumstæðum. Starfsemi Sam- bandsins hefur löngum verið tví- þætt, félagsleg og viðskiptaleg. Nú má segja að viðskiptalegi þátturinn sé „af oss rakinn" svo vitnað sé í gamalt kvæði en eftir situr félagslegi þátturinn. Sambandið er því enn, eins og það hefur alltaf verið, lands- samband kaupfélaganna. Fimm manna nefnd, kosin samkvæmt til- lögu á síðasta aðalfundi Sambands- ins, er nú að athuga framtíðarmálin og ég býst við að hún leggi fram til- lögur sínar fyrir lok þessa árs. Ég veit að margir eiga erfitt með að hugsa sér Sambandið án þeirra viðskipta- legu umsvifa sem löngum voru meg- inþátturinn í starfsemi þess. Ég minni hins vegar á að landssamtök hér á landi skipta tugum. Fæst þeirra hafa þó annan eins bakhjarl og kaupfélögin sem velta um 30 millj- örðum króna á ári. Ég vil því gefa mér að þau hafi fullkomið bolmagn til þess að viðhalda þeim félagslega vettvangi sem Sambandið er." Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Verslum með allar nauðsynjavörur Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Sfmi 475 1500 Hlynur • z7

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.