Hlynur - 15.06.1995, Side 9
Kaupfélagi Þingeyinga ekki að flytja
inn nægan vetrarforða haustið
1886. Matarskortur var því yfirvof-
andi hjá kaupfélagsmönnum á kom-
andi vetri. Skemmur selstöðuversl-
unarinnar voru hins vegar fullar af
vörubirgðum. Þaðan þurftu kaupfé-
lagsmenn þó ekki að vænta neinnar
hjálpar. Verslunin hafði lagt á þá al-
gert viðskiptabann - nema með því
skilyrði að þeir sneru baki við félagi
sínu og skuldbundu sig til að versla
eingöngu við selstöðuverslunina í
framtíðinni.
Félagsmenn höfðu þegar fengið
reynslu fyrir því að kaupfélagsversl-
unin var hagstæðari en viðskipti við
kaupmenn. Menn voru orðnir bjart-
sýnir. Þeir sáu í hillingum hvers
vænta mætti í framtíðinni, þegar fé-
lagi þeirra yxi fiskur um hrygg.
Neyddust þeir aftur á móti nú til að
ganga selstöðuversluninni á hönd,
táknaði það skipbrot þeirra manna
sem glæstastar vonir höfðu bundið
við kaupfélagið um bættan efnahag
og aukna menningu.
Þannig stóðu sakir; og nú voru
góð ráð dýr.
• Sigling afo vetrarlagi?
í nóvembermánuði árið 1886 hittust
þeir Snorri Oddsson í Geitafelli og
Benedikt Jónsson á Auðnum, og
fundi þeirra hefur sá síðarnefndi lýst
í bréfi til Kristjáns Jónasarsonar:
„Þá sagði Snorri: „Hvað á nú að
gera í vetur? Nú knýr neyðin vafa-
laust marga til þess að ganga að
verslunarókjörum hjá Guðjohnsen.
Hann hefur hótað að ganga nú mill-
um bols og höfuðs á Kaupfélag-
inu . . ." Ég hugsaði ekkert út í mál-
ið en fleipraði strax: „Panta nú þeg-
ar vörur og fá þær upp í vetur!" - Við
þögðum um stund og þá fór ég að
hugsa um hvað ég hafði sagt. Var þá
þetta nokkurt fjarmæli? . . . Voru
ekki vetrarferðir skipa norður fyrir
land einmitt það sem þurfti að
koma á og sýna öllum heiminum að
þær væru mögulegar? . . . Svo fórum
við heim, skrifuðumst á um þetta og
staðréðum að drífa þetta í gegn hvað
sem það kostaði . . . Loks fórum við
Snorri á stað upp í Gautlönd og ekki
burtu þaðan fyrr en búið var að
skrifa öllum fulltrúum og skora á þá
að taka málið til umræðu og safna
pöntun fyrir jól."
Bréf var skrifað Jóni Vídalín 4. jan-
úar 1887 og hann beðinn að flytja
málið við Louis Zöllner, stórkaup-
mann í Newcastle, en hann reyndist
kaupfélaginu góður umboðsmaður
og viðskiptavinur bæði fyrr og síðar.
Vörupöntun var send með bréfinu
og jafnframt var Zöllner beðinn að
útvega skip til vöruflutninganna.
í bréfinu er komist svo að orði:
„Oss dylst eigi að það geti orðið
nokkru kostnaðarmeira að fá vör-
urnar svona snemma (á góu eða ein-
mánuði), en félagið vill mikið til
vinna að þetta geti orðið, því að það
er hið eina ráð til að losa hvern ein-
stakan félagsmann úr verslunará-
nauð kaupmanna og gera félagið
sjálfstætt."
Þessi ummæli eru til vitnis um,
hve hér var mikið í húfi og hvílíkt
stórræði og nýmæli var um að ræða.
Það var óþekkt að kalla í siglinga- og
verslunarsögu Norðurlands á þess-
um árum að þangað væri skipi siglt
frá útlöndum að vetrarlagi.
• Vonirnar rætast
Zöllner brást fljótt og vel við mála-
leitan Kaupfélags Þingeyinga. Hann
útvegaði vörurnar og leigði skip til
fararinnar. Það var gufuskipið Miaca,
eign Ottós Wathne útgerðarmanns á
Seyðisfirði, en skipstjóri var bróðir
hans, Tönnes Wathne.
Tönnes Wathne sagði síðar að
honum hefði verið vel ljóst að þetta
SKILAR ÞU
UMBÚÐUm
Á RÉTTAN STAÐ?
Umbúðir á eftirfarandi lista eru í
umsjá Endurvinnslunnar hf.:
Áldósir 33 cl og 50 cl
Einnota plastdósir 33 cl
Einnota plastflöskur 50 cl - 2 lítra
Einnota glerflöskur fyrir öl og gosdrykki
Bjórflöskur
Áfengisflöskur
Á allar ofangreindar umbúðir er lagt 7 kr. skilagjald
sem er endurgreitt við móttöku i Endurvinnslunni hf.
eða hjá umboðsaðilum um allt land.
EKBttBmtlSUHHF
Nýlt úr noludu!
Hlynur • ©