Hlynur - 15.06.1995, Page 18

Hlynur - 15.06.1995, Page 18
• Skógræktarmeim hálf- gerbir sérvitringar - Og almenningur á svœðinu, t.d. íbúar í þéttbýliskjömum eins og á Eg- ilsstöðum, sýna þeir skógrcektinni áhuga og velvilja? Yfirhöfuð líta menn mjög jákvætt á þetta og eru stoltir yfir þessu verk- efni. Mér finnst þetta hafa snúist við með tímanum. Fyrir kannski 20 árum síðan var litið á skógræktar- menn sem hálfgerða sérvitringa, en þetta voru afar duglegir menn og bjuggu yfir miklum hugsjónaeldi. Ég held að þeir sem telja þetta heimskulegt eða vitlaust í dag séu jafnsjaldgæfir og þessir brautryðj- endur voru þá. • Þung andspyrna á sub- vesturhorninu - Nú hefur þetta varla verið sam- felldur dans á rósum, þið hljótið að hafa mœtt einhverjum erfiðleikum. Hverjir hafa þeir verið helstir? Erfiðast var að koma þessu af stað og sérstaklega að vinna verkefninu fylgi á suövesturhorninu. Það var geysilega erfið og mikil vinna því við fundum þunga andspyrnu. Fyrir mitt leyti sem framkvæmdastjóri Fféraðsskóga, þá fannst mér það langtímafrekast og erfiðast. Fram- kvæmdin sjálf hefur gengið nokkuð átakalaust. Afföll af gróðursetning- um eru um 22%, það sem sagt drep- ast 22% af plöntunum sem við gróð- ursetjum. Miðað við Skandinavíu telst það mjög gott. í Svíþjóð eru 25% afföll talin eðlileg og okkar af- föll eru innan þeirra marka svo við megum vera mjög ánægðir með ár- angurinn. • Við reynum ab bregb- ast vib erfibleikum í skógrækt - Þið hafið ekki lent í sjúkdómum eða slaemu árferði? Jú, það er alltaf ákveðnir hlutir sem vinna gegn okkur. Skordýr geta reynst hinir mestu skaðvaldar, ann- ars vegar þau sem ráðast á rótakerfið og hins vegar skordýr sem ráðast á græna hluta plöntunnar og geta skemmt hana mjög eða drepið hana. Hreindýr ráðast á plöntur sem hafa náð eins til tveggja metra hæð. Það kemur fyrir að búpeningur sleppur inná friðuð svæði og bítur ofan af plöntum. Gæsir fara í ákveðnar tegundir og skemma þær og síðan er það blessað veðurfarið, kal í plöntum og þurrkar. Þetta eru allt saman hlutir sem við getum bú- ist við og vitum að geta átt sér stað og við reynum aö bregðast við þeim með ráðum sem við þekkjum. • Skógrækt skilar þjób- arbúinu arbi - En á þessum samdráttartímum og tali um niðurskurð útgjalda hjá hinu oþinbera, eruð þið ekki hrœddir um að fjárveitingar til Héraðsskóga verði skomar niður í sparnaðarskyni? Ég myndi ekki líta á það sem sparnað að hætta þessu. Alls ekki. Ég lít á þetta verkefni sem sparnað. Þetta kemur til með að skila beinum nytj- um. Það tel ég jafneðlilegt og að vega- gerð borgar sig. Mér finnst skógrækt jafnsjálfsögð og vegagerð. Það eru lagðir vegir og það er ræktaður skóg- ur. Ég lít ekki á nytjaskógrækt sem til- raun eða þróun. Við erum að skapa ákveðið hráefni sem kemur til með að skila mönnum hér atvinnu og þjóðarbúinu arði. Það er enginn efi í mínum huga, mér finnst þetta bara eölileg ályktun út frá þeirri reynslu sem fengin er. Hér hefur atvinna dregist saman í sveitunum út af sam- drætti í sauðfjárrækt en þetta hefur verið mjög öflugt sauðfjárræktar- svæði. Skógrækt er afar mannaflafrek sem þýðir að ef menn vilja skapa ákveðin verkefni til að sporna við at- vinnuleysi þá nýtast peningar sem eru settir í skógrækt afar vel. Það er enn einn jákvæður þáttur nytjaskóg- ræktar. • Vib erum tilbúnir ab abstoba - Hefurðu orðið var við áhuga fyrir svipuðu verkefni og Héraðsskógum hjá bœndum annarsstaðar að af landinu? Hefur verið leitað til ykkar? Þeir hafa leitað til okkar og við höfum heyrt í og haft ágæt sam- skipti við bændur í Eyjafirði og sömuleiðis á Suðurlandi. Ég held samt að það sé ekki rétta leiðin að við skiptum okkur af þeirra málum. Þetta er eitthvað sem þeir verða að koma sér saman um og frumkvæðið verður að koma frá bændum sjálf- um. Við erum aftur á móti reiðu- búnir til að aðstoða þá. En við erum ekki tilbúnir til og ég held að það sé ekki rétt að við eigum frumkvæðið. Það verður að koma frá heima- mönnum. Annars held ég að það borgi sig ekki að vera að þessu. * Skotland á margt sam- eiginlegt meb okkur í skógrækt - Hvert hafa Héraðsskógar getað leit- að aðstoðar, ekki er mikilli nytjaskóg- rcektarreynslu fyrir að fara hér heima? Við erum í mjög góðu samstarfi við Skógrækt ríkisins. Þeir hafa reynst okkur ákaflega vel og aðstoð- að okkur við áætlanagerð og eru alltaf reiðubúnir með faglega að- stoð. Við höfum líka verið og erum í ágætum samskiptum við öll Norður- löndin og erum aðeins að byrja að kynnast Skotum. Þeir hafa meðal annars heimsótt okkur til að skoða aðstæður og hvernig við stöndum að nytjaskógrækt. Við höfum einnig heimsótt skoska skógræktarmenn og við getum ákaflega mikið lært af þeim, jafnvel meira en af Norður- landabúum því það er margt nokk- uð skylt með okkur og Skotum í skógrækt. Skandinavar hófu mark- vissa skógrækt uppúr síðustu alda- mótum en Skotar voru að byrja fyrir svona 40 árum síðan sem er mun nær okkur í tíma. Þeir eru líka geysi- lega miklir sauðfjárræktendur og svo er Skotland á eyju en Norðurlöndin á meginlandi. 'D® • Hlynur

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.