Hlynur - 15.06.1995, Síða 23
l'llyrvur -cymnvir' ís eus <a ■ ram eiðs u
Kjötumboðið hf.
Þann 7. mars sl. afhenti umhverf-
isráðherra, Ossur Skarphéðins-
son, þremur fyrirtækjum umhverf-
isverðlaun og er Kjötumboðið eitt
þeirra, hin eru Gámaþjónustan
og Umbúðamiðstöðin. Þessi þrjú
fyrirtæki eru fyrst fyrirtækja til að
hljóta viðurkenningu ráðuneytis-
ins en stefnt er að því að viður-
kenning sem þessi verði árlegur
viðburður. Umhverfisráðherra
sagði við afhendinguna að Kjöt-
umboðið hefði tekið upp sérstaka
umhverfisstefnu innan síns fyrir-
tækis þar sem öll starfsemin er
kortlögð og verkefni síðan skil-
greind og markmiðið að draga
sem mest úr allri mengun frá fyrir-
tækinu. Það er ánægjulegt fyrir
starfsfólk Kjötumboðsins að fá
viðurkenningu á því starfi sem
unnið hefur verið í fyrirtækinu að
undanförnu með því að Kjötum-
boðið er eitt af þremur fyrirtækj-
um sem fengu heiðursskjal fyrir
að skara fram úr.
Nýjungar frá Kjötumboðinu:
Fullmeyrnað ungnautakjöt
Ný vörulína
Kjötumboðið setti núna í mars á
markaðinn nýja vörulinu með full-
meyrnuðu nautakjöti sem er nýj-
ung í framsetningu á nautakjöti.
Hér eru sérhannaðar umbúðir og
miðar fyrir fullmeyrnað nautakjöt.
Þetta er til mikils hagræðis fyrir
neytendur þar sem á merkimiðan-
um koma fram upplýsingar um
meyrnun. Nokkuð hefur skort á
að neytendur væru upplýstir um
meðferð á nautakjöti ekki síst
meyrnunarferil þess. Hér er bætt
úr því með því að sýna grafískt
meyrnunarferilinn. A miðanum
kemur fram meyrnun kjötsins mið-
að við daga frá slátrun.
Ný vörulína í dilkakjöti
Kjötumboðið hefur sett á markað
ferskt dilkakjöt í lofttæmdum um-
búðum undir vörumerkinu 'Alltaf
ferskt'. Núna utan sláturtíðar er
frosið kjöt þítt upp og pakkað.
Þegar nýslátrað er á markaðinum
verður því pakkað kældu. Þessi
aðferð lengir geymsluþol ferskrar
vöru samanborið við filmupakkað
(pre pack) kjöt sem er til hagræð-
is fyrir verslunina og neytendur.
Fullmeyrnað dilkakjöt kemur i
framhaldi af fullmeyrnuðu ung-
nautakjöti sem kom á markað í
mars.
Meyrt, mjúkt og gott
Ásamt því að geymsluþol lengist
heldur kjötið áfram að meyrna
og batna í umbúðunum og nær
um 80% meyrnun eftir 4 daga.
Kjötið er tilbúið í ofninn, grillið
eða pönnuna, meyrt og gott.
Vörumerkió fær nýjan
svip
Vörumerkið Goði hefur fengið
nýjan svip. Helstu breytingar eru
þær, að bakgrunnur er rauður í
stað þess að vera hvítur og stafir
hvítir i stað svartra. Nýtt slagorð
„alltaf aóður" fylgir með nýju út-
liti.
Kjötútflutningur til Banda-
ríkjanna
Kjötumboðið hf. hefur undanfarn-
ar vikur unnið að útflutningi á
stykkjuðu lambakjöti til Bandaríkj-
anna i samráði við Bændasam-
tökin sem hafa stutt þessa mark-
aðsvinnu með styrk til kynningar-
átaka i verslunum í New York.
Eftir heimsókn fulltrúa Kjötum-
boðsins, Bændasamtakanna og
fulltrúa frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins til New York í
mars sl. hefur verið unnið að
undirbúningi og eru fyrstu send-
ingar komnar á markaðinn í
New York. Kjötið er markaðsett
sem náttúruvæn afurð og undir-
strikaður eins og svo oft áður
hreinleiki kjötsins og mengunar-
laust umhverfi ísl. náttúru. Fram
kemur í kynningarbæklingi að á
Islandi eru ekki notaðir hormónar
við kjötframleiðslu og engar lyfja-
leifar finnast í kjötinu. Hingað til
hefur kjötið komið frá sláturhúsi
Kf. Þingeyinga á Húsavík en það
hús er viðurkennt á Bandaríkja-
markaði ásamt sláturhúsum KVH
Hvammstanga, KASK Hornafirði
og SS Selfossi.
Hlynur •