Hlynur - 15.06.1995, Side 26
Kaupfélag Héraðsbúa
Egilsstöðum:
Almenn sölubúð þar sem fást flestar ferðavörur ásamt nauðsynja- og gjafavörum.
Söluskáli opinn til kl. 23.30, býður upp á brauð, mjólk, pylsur, ís, öl, sælgæti, tóbak og ýmsar
smávörur sem ferðalanga gæti vanhagað um.
Essoþjónustustöð er selur bensín, olíur og ýmsar smávörur fýrir bifreiðina.
Þvottaplan, tjaldstæði og snyrting.
Borgarfirði eystra:
Almenn sölubúð með allar nauðsynjavörur. Esso þjónustustöð.
Seyðisfirði:
Almenn sölubúð Hafnargötu 28 (Þórshamar). Þar fást allar nauðsynja- og ferðavörur.
Reyðarfirði:
Almenn sölubúð sem selur allar nauðsynja- og ferðavörur.
Esso þjónustustöð. Bensín, olíur og ýmsar smávörur fýrir bifreiðina.
'Wfmomm tií'<^mfötur(anm
Kaupfélag Héraðsbúa
Egilsstöðum • Reyðarfirði • Borgarfirði eystra • Seyðisfirði
Kvebskapur
í krossgátum
Krossgáta Hlyns nýtur mikilla vin-
sælda, en höfundur hennar er
Ragnar S. Gröndal sem samið
hefur krossgátur um langt skeið
fyrir blöð og tímarit. Hér fara á
eftir lausnir á fjórum síðustu
krossgátum Hlyns, en þær felast
jafnan í vísum eins og kunnugt er,
og eru allar samdar af Ragnari.
Létt er að stíga lífsins spor,
ljúf er gleðin sanna,
þegar eilíft æskuvor
er í hugum manna.
Það fer enginn út í horn
einmana og grætur,
þar sem lítið kærleiskorn
kann að festa rætur.
Árum linnir, allt fer burt,
ellin grynnir sporið,
aldrei finnur einær jurt
öðru sinni vorið.
Meðan lygin frjáls og frí
fer með stórum orðum,
sannleikskornið situr í
sínum föstu skorðum.
• Hlynur