Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Side 55
Skáld af náð lands síns og tungu Hér má taka sem dæmi til samanburðar „Höfðingja smiðjunnar“ eftir Davíð Stefánsson sem kom í ljóðabókinni í byggðwn árið 1933. Skáldið tekur sér stöðu í dyrum smiðjunnar og horfir á smiðinn álengdar þar sem hann „stingur stálinu í eldinn [...] stendur við aflinn og blæs“. Honum er lýst sem voldugum, vitrum og skapandi manni með harða og æðabera hönd. Þetta er sjálfstæður maður („réð sínum ráðum sjálfur“), skyldurækinn og hefur hreina og djarfa sál, „Þótt líkaminn sortni af sóti“. Vandaður maður sem stendur við öll sín heit þrátt fyrir þrældóminn sem af því leiðir og ætti að vera fyrirmynd þúsundanna, „Þá væri þjóðinni borgið“. Hann þráir að verða öðrum að liði og draumur hans er að hann sé að vinna komandi kynslóðum. Kvæðið endar svona: Hann vinnur myrkranna á milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm - sín kraftaverk. Þetta er fögur mynd af göfugmenni, en það er engin tilfmning í kvæðinu fyrir verkinu sem hann vinnur, verkfærunum sem hann vinnur með og því sem hann er beinlínis að búa til, við fáum ekki að vita hvað það er eða hvaða tilgangi það á að þjóna. Umfram allt er þetta grunnfærin mynd af þeim sem þarna er að verki, hvort sem litið er til persónusköpunarinnar eða verklýsingarinnar. Davíð er fyrst og ffemst að klappa hinum stritandi manni og segja honum að hann sé æði. Vísur Guðmundar koma innan frá. Lesandinn verður brýningarmaðurinn og er að vinna alveg ákveðið verk: Ég sem steininn stíg er þreyttur maður, stari í leiðslu á hans hverfiflug. Ungur hóf ég verk mitt vinnuglaður, var mér enginn grunur þá í hug. Enginn spurði, hví ég ekki hætti, hvað mér lægi á. - Enginn spurði, hvort ég ekki ætti aðra starfaþrá. Sjálfur spurði ég seinna, hví mér hefðu sorgleg örlög haslað þvílíkt svið. Og ég mælti af hljóði: Herra, gefðu heimi vorum grið. TMM 2004 ■ 4 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.