Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Page 72
Dagný Kristjánsdóttir Heimunum í Reykjavík. Faðirinn, Marsellius, er uppfinningamaður en móðirin Ástríður er ræstingarkona á spítala. Þetta er hamingjusöm fjöl- skylda en skemmtilegasti meðlimurinn í henni er amman Kolfríður sem býr í Breiðholtinu og er rammgöldrótt. Hún er mjög stolt af sonardætr- unum sem hún telur hafa ótvíræða hæfileika til að verða stórnornir með vaxandi aldri og menntun. Hún fer frekar leynt með fjölkynngi sína en ef stelpurnar ganga svolítið á eftir henni útskýrir hún fúslega fyrir þeim hvað hin og þessi tákn þýða. Þegar Marsellius selur merka uppgötvun fær hann loksins auraráð til að kaupa stóran fjalla- og ferðabíl og leggur af stað með alla ijölskylduna vestur í Strandasýslu en þaðan er hann ættaður. í förina slást Ámundi, hinn orðljóti ömmubróðir Marsellíusar og Jófríður vinkona mömm- unnar. Maður Jófríðar, Finnur, er farinn frá henni og hún grætur hann af minnsta tilefni. Auk þessara litríku persóna er með í för Jón Glói, köttur Kolfríðar, og reynist elcki allur þar sem hann er séður. Þó að allir séu í skemmtiferð á Kolfríður erindi vestur því að það hefur verið mögnuð á hana skotta, Helga að nafni, illræmd fyllibytta og eyðsluldó frá 17. öld. Hún verður algjör plága á fjölskyldunni í ferðinni norður enda magnast hún eftir því sem leiðin styttist til Hólmavíkur en þar býr Freygerður, gömul besta vinkona Kolfríðar en síðar hatursmaður hennar. Það er hún sem hefur magnað skottuna á gömlu vinkonuna sína meðal annars til að fá hana vestur til sín. Það er skemmst frá því að segja að ferðalagið verður hið kostulegasta og keyrir um þverbak þegar komið er á Strandir, en þar er skottan kveðin niður og allt fellur í ljúfa löð. Hvernig saga? Strandanornir fellur undir fyrri hluta skilgreiningarinnar hér að ofan af því að þeir atburðir sem sagt er frá gætu ekki gerst í heimi eins og þeim sem við lifum í og tökum gildan. Við trúum ekki á skottur og mátt galdrastafa og galdraþula og ekki trúum við á vindgaldur, en ef allt þetta væri til og virkaði eins og það ætti að gera gengi sagan upp. Innra sam- hengi hennar er eins og best verður á kosið. Hún er vel fléttuð, afskaplega skemmtileg, hlý og elskuleg. Það eru líka í henni dýpri merkingarlög; Jófríður harmar og syrgir ekki þann eiginmann sem hún missti heldur ástina sem hún hélt að hún hefði fundið, þess vegna getur hún auðveldlega skipt um Finn. Kolfríður sér til þess að hún finni þann Finn sem hentar henni. Ámundi gamli, sem er einmana og vansælt gamalmenni, verður alsæll þegar hann kemst á 70 TMM 2004 • 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.