Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Page 72
Dagný Kristjánsdóttir
Heimunum í Reykjavík. Faðirinn, Marsellius, er uppfinningamaður en
móðirin Ástríður er ræstingarkona á spítala. Þetta er hamingjusöm fjöl-
skylda en skemmtilegasti meðlimurinn í henni er amman Kolfríður sem
býr í Breiðholtinu og er rammgöldrótt. Hún er mjög stolt af sonardætr-
unum sem hún telur hafa ótvíræða hæfileika til að verða stórnornir með
vaxandi aldri og menntun. Hún fer frekar leynt með fjölkynngi sína en ef
stelpurnar ganga svolítið á eftir henni útskýrir hún fúslega fyrir þeim
hvað hin og þessi tákn þýða.
Þegar Marsellius selur merka uppgötvun fær hann loksins auraráð til
að kaupa stóran fjalla- og ferðabíl og leggur af stað með alla ijölskylduna
vestur í Strandasýslu en þaðan er hann ættaður. í förina slást Ámundi,
hinn orðljóti ömmubróðir Marsellíusar og Jófríður vinkona mömm-
unnar. Maður Jófríðar, Finnur, er farinn frá henni og hún grætur hann af
minnsta tilefni. Auk þessara litríku persóna er með í för Jón Glói, köttur
Kolfríðar, og reynist elcki allur þar sem hann er séður. Þó að allir séu í
skemmtiferð á Kolfríður erindi vestur því að það hefur verið mögnuð á
hana skotta, Helga að nafni, illræmd fyllibytta og eyðsluldó frá 17. öld.
Hún verður algjör plága á fjölskyldunni í ferðinni norður enda magnast
hún eftir því sem leiðin styttist til Hólmavíkur en þar býr Freygerður,
gömul besta vinkona Kolfríðar en síðar hatursmaður hennar. Það er hún
sem hefur magnað skottuna á gömlu vinkonuna sína meðal annars til að
fá hana vestur til sín.
Það er skemmst frá því að segja að ferðalagið verður hið kostulegasta
og keyrir um þverbak þegar komið er á Strandir, en þar er skottan kveðin
niður og allt fellur í ljúfa löð.
Hvernig saga?
Strandanornir fellur undir fyrri hluta skilgreiningarinnar hér að ofan af
því að þeir atburðir sem sagt er frá gætu ekki gerst í heimi eins og þeim
sem við lifum í og tökum gildan. Við trúum ekki á skottur og mátt
galdrastafa og galdraþula og ekki trúum við á vindgaldur, en ef allt þetta
væri til og virkaði eins og það ætti að gera gengi sagan upp. Innra sam-
hengi hennar er eins og best verður á kosið. Hún er vel fléttuð, afskaplega
skemmtileg, hlý og elskuleg.
Það eru líka í henni dýpri merkingarlög; Jófríður harmar og syrgir
ekki þann eiginmann sem hún missti heldur ástina sem hún hélt að hún
hefði fundið, þess vegna getur hún auðveldlega skipt um Finn. Kolfríður
sér til þess að hún finni þann Finn sem hentar henni. Ámundi gamli, sem
er einmana og vansælt gamalmenni, verður alsæll þegar hann kemst á
70
TMM 2004 • 4