Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Side 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Side 74
Dagný Kristjánsdóttir móður sína eins og Stína og Jonni í Týndu augunum. Ferðin til goð- heima, prófraunir, barátta og sigrar eiga að endurspegla eins konar innra ferðalag sem á að vinna úr sorginni og missinum, en þroskasaga Hildar týnist í fýrirbærafræði goðafræðinnar. Valkyrjurnar halda að Hildur sé völva en lesandi heldur að þetta ætli að verða ein af þeim sögum þar sem aðalpersónan tímaflakkar aftur til eldri tímaskeiða og grípur inn í gang mála þannig að sagan breytist og verður önnur. Þetta er óhemjuvinsælt núna bæði í barna- og unglinga- bókum og fullorðinsbókum og kvikmyndum sem fást við afstæði tíma, rúms og minninga. En Flildur breytir ekki gangi mála í goðheimum, og þegar hennar tími kemur rankar hún við sér á bakka árinnar við hylinn og yfir henni stendur sakbitinn strákahópurinn. Sagt hefur verið að allar bækur hafi fólgið í sér kennslu- eða boðunar- hlutverk (didactic) í þeim skilningi að tungumálið er samskiptatæki hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og allir höfundar eru að segja eitthvað við aðra með bókum sínum. Barnabækur hafa alltaf boð- unar- eða kennsluhlutverk af því að markhópurinn er afmarkaður og höfundarnir verða að taka tillit til æsku hans og velferðar. Það setur text- anum ákveðnar skorður sem fullorðinsbækur eru ekki bundnar af. Góðar barnabækur fræða börnin og skemmta þeim um leið. Ef fyrri þátt- urinn verður of ríkjandi verður sagan leiðinleg og svar barnsins við því er afar skýrt - það hættir að lesa og biður um aðra bók. í fantasíunni verða allir þræðir að koma saman í söguþræðinum og viðbrögðum per- sónanna. Valkyrjur er skemmtileg bók en háskalega nærri því að verða kennsluhlutverkinu að bráð vegna þess að inn í hana er tekið of mikið efni úr goðafræðinni, of margt þarf að útskýra. Litla prinsessan Eins og Hildur í Valkyrjunum og Stína í Týndu augunum er Eyjadís Unnar Þóru Jökulsdóttur (Mál og menning) móðurlaus en faðir hennar hugsar um hana og elskar hana á sinn hátt. Hún er prinsessan hans og allir karlarnir sem vinna í bátasmíðastöð hans eru henni góðir. Eyjadís er einmana barn og á sér yfirskilvitlega vinkonu og „mentor“ sem hún kallar Álfu. Hún er líka smáskotin í strák í hverfinu sem heitir Bjössi. Annars er „hverfið“ ekki annað en kofaþyrping kringum bátasmíðastöð sem er umkringd girðingu. Lífið þar væri ekki sem verst ef faðir Eyjadísar væri glaður en hann er það ekki. Hann á sér engan draum. Því leggur Eyjadís af stað ásamt Bjössa í ferðalag til að fmna draum föðurins. Þau bregða sér í höfrunga- 72 TMM 2004 • 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.