Tímarit Máls og menningar - 01.11.2004, Síða 88
Bókmenntir
Edmund Gussmann
Nýtt skáldatal
Dictionary ofLiterary Biography. Völume Two Hundred Ninety-Three. Patrick J.
Stevens (ed): Icelandic Writers. Gale, Detroit, 2004.
Útgáfa 293. bindis Dictionary ofLiterary Biography sem helgað er íslandi markar
mikilvæg tímamót í miðlun upplýsinga um íslenskar bókmenntir á ensku. Bókin
hlýtur að draga að sér athygli, ekki kannski á íslandi en utan þess, enda er hún
ætluð á alþjóðlegan markað. Hún hefst á inngangi eftir Patrick J. Stevens rit-
stjóra, afar gagnlegum þótt stuttur og samþjappaður sé, þar sem sögulegt og
bókmenntalegt svið er sett fyrir greinarnar um höfundana sem allir eru frá 19.
og 20. öld. Síðan fylgja ágrip af ævisögum 43 íslenskra rithöfunda eftir sérfræð-
inga frá mörgum löndum, flesta íslenska en líka enska, franska, tékkneska og
bandaríska (skrá yfir þá er á bls. 389).
Bókinni er ætlað að sýna bókmenntaþróun á íslandi undanfarnar tvær aldir
með því að einbeita sér að mikilvægustu höfundum á þeim tíma. í samræmi við
hefðir bókaflokksins eru hér gefnar nákvæmar upplýsingar um lífshlaup höf-
undanna ásamt skrám yfir frumútgáfúr verka þeirra, endurútgáfur og þýðingar
á ensku og helstu skrif um þau. Einnig eru upplýsingar um hvar handrit látinna
höfunda eru varðveitt. Margar myndir eru í bókinni, ekki aðeins af höfundum
sjálfum heldur jafnvel af heimilum þeirra, heimkynnum, handritum, bókum
o.s.frv. Bókin endar á skrá yfir ítarefni (bls. 385-7).
í slíku verki skiptir valið á höfundum og rýmið sem hverjum og einum er
ætlað mestu máli. Patrick J. Stevens hefur ákveðið að eftirfarandi höfundar séu
mikilvægastir fyrir þróun bókmennta á íslandi undanfarnar tvær aldir (í sviga er
nafn greinarhöfundar og blaðsíðufjöldi greinarinnar):
Benedikt Gröndal (Gylfi Gunnlaugsson, 14 bls.)
Böðvar Guðmundsson (Þórunn Sigurðardóttir, 6 bls.)
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (Gunnar Stefánsson, 8 bls.)
Einar Benediktsson (Heimir Pálsson, 12 bls.)
Einar Kárason (Gunnþórunn Guðmundsdóttir, 5 bls.)
Einar Már Guðmundsson (Joseph C. Allard, 7 bls.)
Fríða Á. Sigurðardóttir (Þórunn Sigurðardóttir, 5 bls.)
Grímur Thomsen (Gylfi Gunnlaugsson, 10 bls.),
86
TMM 2004 • 4