Fréttablaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 34
leika sér í snævi prýddri umgjörðinni og njóta veitinga og samveru í gamla skíðahótelinu og uppi í Strýtuskála við enda stólalyftunnar. Nú er tím- inn fram undan að koma norður og njóta vetrarsports og ef fólk er ekki vant á skíðum eða tók ekki búnað- inn með sér eigum við 300 frábær skíði á skíðaleigunni, allan útbúnað og meira að segja hlífðarfatnað ef fólk fær þá skyndihugdettu að skella sér á skíði. Og vitaskuld er hægt að bóka skíðakennslu í fjallinu,“ segir Stefán en undanfarin misseri hefur færst í aukana að erlendir ferðamenn leigi sér skíði og prófi að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli þar sem nóg er plássið. „Hlíðarfjall er ævintýrastaður þar sem allur aldur nýtur lífsins saman, hver sem búnaðurinn er, skíði eða bretti. Svo hittist fólk til að fá sér í gogginn saman og heldur síðan áfram að leika sér í snjónum og að sjálfsögðu tökum við vel á móti öllum af alkunnri norðlenskri gest- risni.“ Hægt er að fylgjast með opn- unartímum, veðurspá og færi á hlidarfjall.is og á Facebook og fá allar nánari upplýsingar í síma 462 2280. Í því felst fúttið; að komast á ótroðnar slóðir og helst púðursnjó sem enginn hefur snert. Við eigum 300 frábær skíði á skíðaleigunni, allan útbúnað og meira að segja viðeigandi hlífðar- fatnað. Axel Ernir. Nú er flennifæri í Hlíðarfjalli og aftur kominn nægur snjór í vetrarparadísina Akur- eyri. Höfuðborgarbúar hafa beðið óþreyjufullir eftir að komast aftur norður á skíði og nú er vertíðin að hefjast af fullum krafti. Eftir góðan dag í Fjallinu er síðan fátt betra en að láta líða úr sér í heitum pott- unum og gufunni í Sundlaug Akur- eyrar. Skemmtanalífið í bænum er einnig með líflegasta móti á þessum árstíma og má benda á að Græni hatturinn er trúlega vinsælasti og besti tónleikastaður landsins. Þá er mikið um spennandi viðburði í Hofi og söfnin á Akureyri geyma fjársjóði. Sýningar á söngleiknum ógleymanlega Kabarett verða í Samkomuhúsinu fram í febrúar. Kíktu á dagskrána á visitakur- eyri.is. Að eiga fjallið einn Fjallaskíðamennska snýst um að fara á tveimur jafn fljótum upp á fjall og renna sér niður ósnortna brekku, helst í púðursnjó sem enginn hefur snert áður. Í því felst fúttið; að komast ótroðnar slóðir,“ segir norðan- maðurinn Axel Ernir, fjallaskíða- kappi og framkvæmdastjóri vetrarhátíðarinnar Iceland Winter Games, sem fer fram í Hlíðarfjalli dagana 22. til 24. mars. Axel hefur skíðað frá því hann man eftir sér en kynntist fjalla- skíðum fyrir um áratug og þá varð ekki aftur snúið. „Þeir sem stunda vetrarsport vita að Eyjafjörðurinn og Tröllaskaginn, hæsti fjallgarður Íslands, eru para- dís fyrir fjallaskíði og útivist af öllu tagi. Þessi stóru fjöll og nálægðin við þau; það er örstutt að komast yfir í vetrarríki náttúrunnar og á vit ævintýranna,“ segir Axel sem getur klætt sig í skíðaklossana heima og gengið upp á topp Hlíðarfjalls úr hverfinu . „Það er náttúrlega geggjað. Það tekur ekki nema fimm mínútur að komast á bíl á skíðasvæðið í Hlíðar- fjalli eða að gönguleiðinni á Súlur, og þótt maður þurfi að keyra í 30 til 40 mínútur yfir til Dalvíkur, Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar er það enginn akstur til að vera kominn í einskis manns land á Trölla- skaganum með enda- lausa möguleika. Í því felast líka töfrarnir við norðrið,“ segir Axel. Fjallaskíði eru breiðari en hefðbundin svigskíði og í þeim er meira flot. Sett eru sérstök skinn undir skíðin sem gefa gott grip og er losað um hælfestinguna til að ganga upp snævi þaktar brekkur. „Vinsælt er að skinna sig upp af skíðasvæðinu og á topp Hlíðar- fjalls en vinsælastur er þó Kald- bakur ofan við Grenivík og Kerling í Eyjafirði, inn fyrir Hrafnagil. Þá er líka gríðarlega vinsælt að fara inn í Glerárdal, þar sem er fullt af spenn- andi fjöllum, og á Tröllaskagann í gegnum Dalvík, Ólafsfjörð og Siglu- fjörð, þar sem eru endalaus fjöll og draumalendur fyrir hvers kyns vetrarsport,“ útskýrir Axel. Allur er varinn góður í fjalla- skíðamennsku. „Fjallaskíðamennska, eins og öll vetrarútivist í óbyggðum Íslands, krefst undirbúnings og varkárni. Menn þurfa að vera meðvitaðir um mögulega snjóflóðahættu og allir sem stunda fjallaskíði og vetrarúti- vist ættu að hafa tekið námskeið í snjóflóðaleit og hægt er að taka námskeið í fjallaskíðamennsku. Eins ættu allir að vera með heilaga þrenningu fjallaskíðamannsins í bakpokanum; snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng, og kunna að nota það til að bjarga sér og félög- unum ef til þess kemur,“ upplýsir Axel. „Fjallaskíðamennska stendur fyrir frelsi, að vera einn með nátt- úrunni og eiga fjallið aleinn. Vita- skuld er skemmtilegast að stunda vetrarsport í heiðríkju, frosti og stillu en það er líka vel hægt að gera það þótt skýjað sé. Þá verður maður bara að fara sér hægar og passa sig betur,“ segir Axel og hlakkar mikið til Iceland Winter Games í mars, einnar stærstu vetraríþróttahátíðar landsins. „Þar er keppt í ýmsum vetrar- íþróttagreinum, meðal annars „free ride“ skíðamennsku þar sem farið er upp með troðara og valin leið niður, sem er gríðarlega skemmti- legt,“ segir Axel en dagskrána má sjá á icelandwintergames.com. Heillandi vetrarparadís í norðri Paradís vetraríþrótta er á Akureyri og í Eyjafirði. Þar er hægt að njóta dekurs og vellystinga á frá- bærum veitinga- og skemmtistöðum, skoða spennandi söfn, freistandi verslanir og upplifa metn- aðarfulla menningardagskrá í einstakri vetrardýrð í einum af fegurstu bæjum lýðveldisins. Hlíðarfjall er fyrir alla; káta krakka, konur og karla,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðis- stjóri á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. „Það er rótgróin skíðamenning hér nyrðra og skíðafólk sækir mikið í fjallið, bæði heimamenn og gestir, enda tekur ekki nema sjö mínútur að keyra upp í skíðasvæðið sem lokkar og laðar með sínum tindr- andi ljósum og náttúrufegurð. Við erum því dekruð hvað þetta varðar,“ segir Stefán kátur á dásemdar skíða- svæði Akureyringa sem skíðandi landsmenn elska. Alls eru sjö skíðalyftur í Hlíðar- fjalli og 25 mismunandi skíðaleiðir, þegar allt er opið. Þá eru samtals 15 kílómetra langar gönguskíðabrautir í fjallinu, upplýstar um ævintýra- lönd. „Við erum með frábæra aðstöðu fyrir svigskíði, fjallaskíði og snjó- bretti. Þar af tvær mjög byrjenda- vænar skíðalyftur, eins og Töfratepp- ið sem er færiband sem skíðafólkið stendur á, upp í afbragðs aðstöðu fyrir keppnisfólk. Skíðabrekkurnar eru flokkaðar í fjórum litum: grænar, bláar, rauðar og svartar, en grænar og bláar eru fyrir byrjendur, rauðar fyrir lengra komna og svartar fyrir þá allra reyndustu,“ útskýrir Stefán. Í Hlíðarfjalli er snjóframleiðsla og framleiddur dúnmjúkur púðursnjór í helstu skíðaleiðir þegar aðstæður leyfa og snjólétt er nyrðra. „Skíðabærinn Akureyri er heillandi vetrarparadís. Á fallegum degi er engu líkt að njóta ægifagurs útsýnis út og yfir fjörðinn úr fjallinu, Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna Í Hlíðarfjalli eru fyrsta flokks aðstæður til skíða- og brettaiðkunar og næg tækifæri til ógleymanlegra samverustunda. Vetrarríkið á Akureyri er engu líkt í dýrð sinni og sneisafullt af spennandi afþreyingu. MYNDIR/AUÐUNN NÍELSSON KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9 VETRARSPORT OG FERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.