Fréttablaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 40
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eft ir að ráða fjármálafull trúa
Fjármálafulltrúi annast samskipti við Fjársýslu ríkisins f.h. SÍ og sér um uppgjör tónleika og gerð
rekstraráætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Hann hefur umsjón með launakeyrslum og
tímafærslum, ásamt afgreiðslu reikninga. Fjármálafulltrúi hefur að auki umsjón með eignaskrá og vörslu
sérsjóða auk annarra fjölbreytilegra verkefna skv. beiðni yfirmanns hverju sinni.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og
framhaldsmenntun í bókhaldi og uppgjöri s.s. próf til viðurkennds bókara. Æskilegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á fjárhags- og mannauðskerfinu ORACLE/Orri og öðrum kerfum fjársýslunnar. Áhersla er lögð á
færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum, skipulagshæfni og metnað til
árangurs í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk., og starfskjör verða skv. kjarasamningi SFR. Vinsamlega
athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ www.stra.is.
Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veit nánari upplýsingar , en viðtalstím er frá kl.ir í síma 588 3031 síma i
13-15 . Vinsamlega sendið starfsferilskrár til, alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur
stra@stra.is ásamt .viðeigandi gögnum
Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið. Hljómsveitin hefur
aðsetur í tónlistarhúsinu Hörpu og heldur um 100 tónleika og viðburði á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með
heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, fjölskyldutónleika og skólatónleika fyrir nemendur á öllum aldri. Gildi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru: Listrænn metnaður - Liðshygð - Fagmennska - Fjölbreytni. Sjá nánar www.sinfonia.is
Sálfræðingur
Skólaþjónusta Árborgar auglýsir lausa til umsóknar stöðu
sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með
brennandi áhuga á starfi í skólum. Í sveitarfélaginu er unnið
að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra
og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf
fagsviða og stofnana, m.a. um þróun úrræða fyrir börn og
foreldra. Í Sveitarfélaginu Árborg búa um 9500 íbúar, þar af
um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- ráðgjöf til nemenda, foreldra og kennara, m.a. v/hegðunar-
og tilfinningavanda barna
- þverfaglegt samstarf um málefni barna í leik-
og grunnskólum
- sálfræðilegar skimanir og greiningar
- fræðsla og námskeið fyrir foreldra, börn og starfsfólk skóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- kandidatspróf (cand. psych. gráða) í sálarfræði
- reynsla af starfi með börnum æskileg
- góðir skipulagshæfileikar
- hæfni í mannlegum samskiptum
Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðslu stjóri,
sími 480-1900, 852-3918. Áhugasamir geta sent umsóknir á
skolathjonusta@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði
Árborgar v/sálfræðings, Austurvegi 2, 800 Selfoss.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2019.
Miðað er við að ráðið verði í stöðuna frá 1. mars nk. eða
eftir samkomulagi. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum.
Laun fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og
viðeigandi stéttarfélags.
Sérfræðingur í eignastýringu
Lífeyrissjóðurinn hefur þjónað sjóðfélögum
sínum frá 1956. Starfsmenn vinna í þágu
sjóðfélaga við uppbyggingu lífeyrisréttinda
og ávöxtun eigna.
Eignasafn nam ríflega 700 milljörðum króna
um síðustu áramót og fer ört vaxandi.
Árlega greiða um 52 þúsund sjóðfélagar
iðgjöld til sjóðsins og um 18 þúsund njóta
mánaðarlegra lífeyrisgreiðslna.
Markmið sjóðsins er að vera áhugaverður
vinnustaður, gæta að jafnvægi milli vinnu og
einkalífs og bjóða gott starfsumhverfi fyrir
samhentan hóp til að vinna að krefjandi
verkefnum.
Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á vefnum
www.live.is
Kröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem viðskipta-, hag-, eða verkfræði
• Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur
• Haldgóð starfsreynsla af fjármálamarkaði
• Reynsla af framkvæmd viðskipta með innlend og
erlend verðbréf er kostur
• Hæfni til að greina flókin fjárfestingarverkefni og
kynna þau með skipulögðum hætti
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
• Gott vald á íslensku og ensku
• Hæfni í mannlegum samskiptum og fagleg framkoma
Helstu verkefni:
• Virkt samstarf við forstöðumann eignastýringar
og aðra viðkomandi starfsmenn
• Umsýsla eigna sjóðsins, m.a. eftirlit með
ávöxtun og áhættu í eignasafni
• Greining á væntri ávöxtun og áhættu
eignaflokka til skemmri og lengri tíma
• Greining fjárfestingartækifæra
• Samskipti við aðila á fjármálamarkaði
• Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf til
stjórnenda og eftirlitsaðila
Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í
eignastýringarteymi sjóðsins. Leitað er að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingi með
reynslu af fjármálamarkaði og mikinn áhuga á eignastýringu. Næsti yfirmaður sérfræðings
er forstöðumaður eignastýringar.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf við ört vaxandi eignasafn sjóðsins.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf og þarf umsækjandi að
geta sýnt fram á að persónuleg fjármál og önnur fjárhagsleg umsýsla sé flekklaus.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 L AU G A R DAG U R 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9Atvinnuauglýsingar Sölufulltrúar Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625
Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626
Job.is