Fréttablaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 115
Hér er ég að taka þátt í alþjóðlegu verkefni, Belt and Road, en ég var valin í það ásamt nokkrum hönnuð-
um frá Kína og Hong Kong, tveimur
frá Panama og einum frá Tansaníu
í Afríku. Fyrstu dagana vorum við í
Kína en nú erum við komin til Hong
Kong. Aðstandendur hátíðarinnar
eru mjög hrifnir af Íslandi og þeim
var bent á mig þegar þeir voru að
leita að þátttakendum.“ Hildur
segir að gengið hafi vel og haldin
hafi verið glæsileg tískusýning með
nýjustu línum hönnuðanna.
„Það sem hefur staðið upp úr
fyrir mig er að okkur var boðið
að heimsækja mjög flottar verk-
smiðjur hér úti sem framleiða fyrir
mörg af mínum uppáhalds fata-
merkjum. Þetta er mjög langt frá
þeirri staðalímynd að framleiðsla í
Kína samanstandi af barnaþrælkun
og umhverfissóðaskap. Þessar verk-
smiðjur áttu það sameiginlegt að
vera með umhverfissjónarmið í
forgangi. Það hafa á undanförnum
árum verið sett mjög hörð lög hér
í landi hvað varðar verksmiðjur og
umhverfisstaðla og það var áhuga-
vert að kynnast þeim málefnum.“
Aðspurð hvort stefnan sé tekin
á Asíumarkað svarar Hildur: „Já,
við skulum vona það. Nú hefur
afskekkti eyjarskegginn ég alla
vega kynnst fólki sem vinnur í
sama bransa í þremur mismunandi
heimsálfum og fengið ansi margar
tengingar bæði hvað varðar fram-
leiðslumöguleika og sölu svo ég kem
skælbrosandi heim.“
Hildur Yeoman
í Hong Kong
Fatahönnuðurinn
Hildur Yeoman
dvelur nú í Asíu þar
sem hún tekur þátt í
alþjóðlegri hátíð. Hún
segir framleiðsluna
sem hún hafi skoðað
í Kína vera langt frá
þeirri staðalímynd
og umhverfissóða-
skap sem haldið hafi
verið á lofti.
1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Hildur tók fjölskylduna með til Asíu, hér ásamt eiginmanni sínum, Daníel Björnssyni, og syni þeirra, Högna.
Hildur myndaði
heimafólk sem
hún kynntist
í Hong Kong
á uppáhalds-
stöðum þess og
kynntist þannig
borginni betur.
Hér í miðið er
Lorretta Chow
sem er mikil
samfélagsmiðla-
stjarna þar
eystra.
Rómantíkin er allsráðandi.
Ný lína Hildar fæst í Yeoman á Skólavörðustíg 22b. MYND/KÁRI SVERRIS
Hildur segir hafa kynnst ólíkum hliðum borgarinnar í gegnum heimamenn.
Hildur sótti innblástur fyrir nýja línu
sína í söguna um Rómeó og Júlíu.
Save 50-70% on Dental Treatment
in Hungary
Your Specialist in Dental Tourism
Special winter oers!*
*for more informations, don’t
hesitate to contact us:
0036 70 942 9573
info@fedaszdental.hu
LÍFIÐ