Fréttablaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 54
Við óskum eftir starfsfólki í afgreiðslu.
Vinnutími er frá 13:00 til 18:00
Framtíðarstarf.
Umsóknir sendist á
bjornsbakari@bjornsbakari.is
Merkt ATVINNA
LIÐVEISLA – kvöld og helgar
Hreyfihamlaður maður í Hafnarfirði leitar að einstaklingi til að sinna
liðveislu á kvöldin og um helgar.
Viðkomandi þarf að hafa náð 24 ára aldri, vera með bílpróf, vera
heiðarleg(ur), samviskusamur(söm) og skemmtileg(ur).
Starfið er óreglulegt, og felst helst í því að aðstoða í tengslum við
mannamót og til útiveru.
Æskilegt væri einnig að viðkomandi gæti aðstoðað sem ritari vegna
verkefna er fylgja háskólanámi viðkomandi.
Umsækjandur vinsamlega hafa samband í síma 895-8488/ 483-1088
eða í tölvupósti sjam@simnet.is
Job.is
Þú finnur draumastarfið á
Náðu meiri árangri
í samningaviðræðum
Námskeið í samningatækni
hagvangur.is
Svæðisstjóri
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laus til umsóknar starf svæðisstjóra
Heilsugæslunnar Mjódd. Svæðisstjóri gegnir jafnframt samhliða starfi fagstjóra lækninga
eða fagstjóra hjúkrunar samkvæmt nýju skipulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og
krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika.
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2019 2019.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt og
þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert breytingu á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því
að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna.
Til að gera þjónustuna markvissari er lagt upp með teymisvinnu sem grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt innleiðingu
aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á flóknum
vandamálum með fjölbreyttum úrræðum.
Í breyttu skipulagi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur starfsfólk aukið sjálfstæði til að móta starfsemi og til
að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ber ábyrgð á rekstri heilsugæslustöðvar gagnvart
framkvæmdastjórn
• Skipuleggur heilsugæsluþjónustu í umdæmi stöðvar
• Þróar nýjungar og vinnur að breytingum í starfsemi
• Mótar, innleiðir og endurskoðar verkferla
• Byggir upp og styður við teymisvinnu og þverfaglegt
samstarf
• Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
• Stuðlar að gæðaþróun og árangursmati í starfi stöðvar
• Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur, þjónustu og
áherslur í starfsemi stöðvar
• Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi
Hæfnikröfur
• Heimilislæknir eða hjúkrunarfræðingur með framhalds
menntun og/eða reynslu af stjórnun
• Reynsla af starfi í heilsugæslu
• Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
• Reynsla af þróunarstarfi og breytingastjórnun æskileg
• Nám í stjórnun æskilegt
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
• Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
• Góð íslenkukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Aðrir eiginleikar:
• Vilji til að veita framúrskarandi þjónustu og efla heil
brigði íbúa svæðisins
• Áhugi og hæfni til að leiða þverfaglegt starf heilsu
gæslunnar
• Áhugi og hæfni til að nýta aðferðafræði straumlínu
stjórnunar
• Vilji til að skapa gott starfsumhverfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála og
efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100% og verður ráðið í starfið til 5 ára frá
og með 01. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms og starfsferilskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um
menntun, fyrri störf og reynslu.
Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast, í
tvíriti, til Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mann
auðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningar í störf. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2019
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sesar Reykdalsson oskar.reykdalsson@heilsugaeslan.is 5135000
Svava Kristín Þorkelsdóttir svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is 5135000
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Stjórnsýsla
Álfabakki 16
109 Reykjavík
Þarftu að ráða starfsmann?
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 15 L AU G A R DAG U R 1 9 . JA N ÚA R 2 0 1 9