Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. Forsætisráðherrar Finnlands, Svíþjóðar, Íslands, Noregs og Danmerkur héldu blaðamannafund Viðey í gær ásamt Þýskalandskanslara vegna sumarfundar norrænu leið- toganna. Loftslagsmálin voru efst á baugi á fundinum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði fundinn góðan og leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálf bær- asta svæði heims. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi norðurslóða. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Veitinga- og kaupmenn í borginni eru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borg- inni sé gríðarlega þungt í vöfum. „Í grunninn er ferlið hér úrelt, ógagn- sætt, óþarf lega umfangsmikið og tímafrekt,“ segir framkvæmdastjóri Joe & the Juice á Íslandi um að koma á fót rekstri í borginni. Hann segir sláandi mun á ferlinu við að hefja rekstur hér á landi og í Noregi eða Svíþjóð. Eigandi veitingastaðarins Roks segir vanta skilning af hálfu borgaryfirvalda á því hve mikla fjármuni og tíma fólk leggur í rekst- ur sinn og setji oft allt sitt undir. Annar veitingamaður lýsir ferlinu sem „hálfgerðu völundarhúsi“. Í tilviki tveggja veitingamanna sem Markaðurinn ræddi við týnd- ust eða misfórust leyfi og töfðu opnun um vikur og mánuði. Fyrir- tækjaeigendunum ber saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir sé baggi á rekstrinum. Á köflum sé ómögu- legt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Formaður skipulagsráðs, Sigur- borg Ósk Haraldsdóttir, segir f lokk sinn, Pírata, í lykilstöðu til að breyta. „Við erum á fullu að breyta og laga eins og við vorum kjörnar til að gera en það er ekki nóg að kjósa okkur inn í slíkar stöður og smella svo fingrum og vænta þess að allt sé breytt. Við erum að taka til og ætlum að sýna árangur í verki.“ Samdóma álit þeirra veitinga- og kaupmanna sem rætt var við er að uppbygging í miðborginni sé af hinu góða, en að borgin hafi færst of mikið í fang. Skipuleggja þurfi framkvæmdir með tilliti til tíma- setningar og að fengnu samráði við fyrirtækjaeigendur sem flestir eiga allt sitt undir rekstrinum. Því sé mætt af skilningsleysi af hálfu borgaryfirvalda. Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, formaður borgarráðs, segir meirihlutann þegar hafa hafið vinnu við að bæta og þróa samstarf við atvinnulífið. „Það er afar mikilvægt að við tölum ekki ástandið niður og það er algjör óþarfi. Það eru mýmörg tækifæri til að kynna betur miðborgina, þjónustuna og ekki síst bílastæða- húsin sem nú er verið að opna. Það munu hins vegar alltaf verða f ramk væmdir og breytingar, við því þurfum við að hafa þol, þannig er lífið í borgum um allan heim,“ segir Þórdís Lóa. Ítarlegri viðtöl við Þórdísi Lóu og Sigurborgu má lesa á frettabladid.is. - ósk / sjá Markaðinn Borgin þyngi atvinnurekstur Veitinga- og kaupmenn eru ósáttir við flókna ferla og skilningsleysi í garð fyrirtækja í borginni. Uppbygg- ing sé nauðsynleg, en samráð lítið. Dæmi um týndar umsóknir og regluverki lýst sem „völundarhúsi“. +PLÚS Það er ekki nóg að kjósa okkur inn í slíkar stöður og smella svo fingrum og vænta þess að allt sé breytt. Við erum að taka til og ætlum að sýna árangur í verki. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lagsráðs Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka gerði engar athugasemdir við breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017 og samþykktar voru af stjórn bankans. Þær breytingar, sem tengdust upp- sagnarfresti og samningi um starfs- lok, þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum. Samkvæmt heimildum voru breytingar á samningi Höskuldar samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum. Bankasýslan hélt á þessum tíma á um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion. – hae / sjá Markaðinn Samþykkti 150 milljóna starfslok Höskuldur Ólafs- son, fyrrverandi bankastjóri Arion banka. Magnús Hafliðason, framkvæmda- stjóri Joe & the Juice.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.