Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 7
UTANRÍKISMÁL Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merk­ el Þýskalandskanslara á blaða­ mannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálf bærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“ Mette Frederiksen, forsætisráð­ herra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norður­ landanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstak­ lega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurf­ um að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætis­ ráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í sept­ ember, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norður­ slóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. For sæt isráðher ra r Norðu r­ landanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um dag­ inn með fulltrúum norrænna stór­ fyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálf bærni og loftslags­ breytingar. thorgnyr@frettabladid.is Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Aðgerða er þörf í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta sögðu forsætis- ráðherrar Norðurlandanna auk Þýskalandskanslara á blaðamannafundi í Viðey í gær. Forsætisráðherra Finna sagðist bjartsýnni í gær en fyrir fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ekki bara loftslagsmál Þótt mest hafi farið fyrir lofts- lagsmálum á blaðamannafund- inum ræddu leiðtogarnir einnig önnur mál er einn blaðamaður frá hverju landi fékk að bera upp spurningu. Solberg svaraði spurningu um fyrri orð sín um að Svíar þyrftu að vinna nánar með Norðmönnum gegn upprisu öfgaafla á Norður- löndum. Endurtók hún þá þau skilaboð að þörf væri á nánari samvinnu. „Við höfum rætt þetta í dag. Við þurfum að finna leiðir til þess að vinna saman. Að lög- reglan vinni saman. Hægri-öfga- öfl eru orðin sterkari en áður. Við höfum unnið vel saman gegn öfgaíslam en þurfum að standa okkur betur.“ Finninn Rinne ansaði spurn- ingu um heimsókn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og tog- streitu á milli Rússa og granna þeirra. „Við höfum komið því skýrt á framfæri að atburðirnir í Úkraínu, sem eru vegna Rússa, eru ranglæti.“ ÍTALÍA Giuseppe Conte, forsætisráð­ herra Ítalíu, tilkynnti um afsögn sína í gær. Sakaði hann Matteo Salv­ ini, leiðtoga Norðurbandalagsins, um að setja hagsmuni sína og flokks síns ofar hagsmunum landsins. Fjórtán mánuðir eru frá því að Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin mynduðu ríkisstjórn sem Conte veitti forystu sem óháður aðili. Samstarfið í stjórninni hefur verið stirt um hríð og hótaði Conte meðal annars afsögn í byrjun júní vegna samstarfserfiðleika. Salvini sagði fyrir tæpum tveimur vikum að stjórnin væri óstarfhæf og að hann vildi kosningar. Conte sakar Salvini hins vegar um að hafa verið að leita að tækifæri til stjórn­ arslita og kosninga allt frá Evrópu­ þingskosningunum í maí þar sem Norðurbandalaginu gekk mjög vel. Ekki hafa verið haldnar haust­ kosningar á Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldar en á þessum árs­ tíma er unnið að fjárlagagerð næsta árs. Sá möguleiki er í stöðunni að Fimm stjörnu hreyfingin leiti til Lýðræðisf lokksins um stjórnar­ samstarf. Verði ekki af því er búist við því að Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, slíti þingi og boði til kosninga í október eða nóvember. – sar Stjórnarkrísa á Ítalíu eftir afsögn Conte Conte í ræðustól en Salvini lætur sér fátt um finnast. NORDICPHOTOS/GETTY 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. Nýtt bílaplan á Krókhálsi 9 benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 KIA SORENTO LUXURY Nýskráður: 2015 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 83.000 km. Verð: 4.290.000 kr. Rað.nr. 112716 MMC PAJERO Nýskráður: 2016 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 80.000 km. Verð: 5.490.000 kr. RENAULT CAPTUR INTENS Nýskráður: 2017 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 13.000 km. Verð: 2.890.000 kr. OPEL MOKKA Nýskráður: 2015 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 144.000 km. Verð: 1.990.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. SSANGYONG TIVOLI HLX Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 46.000 km. Verð: 3.190.000 kr. CHEVROLET ORLANDO Nýskráður: 2015 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 38.000 km. Verð: 3.290.000 kr. Tilboð: 2.790.000 kr. NISSAN X-TRAIL ACENTA PLUS Nýskráður: 2017 / Dísel Beinskiptur / Ekinn: 106.000 km. Verð: 3.190.000 kr. Rað.nr. 740389Rað.nr. 445780 Rað.nr.740316 Rað.nr. 445767 Rað.nr. 340241 Rað.nr. 445715 Enn betra úrval frábær kjör! -5 00 .0 00 -5 00 .0 00 4X 4 4X 4 4X 4 SSANGYONG KORANDO Nýskráður: 2011 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 84.000 km. Verð: 1.790.000 kr. Tilboð: 1.490.000 kr. Rað.nr. 720064 -3 00 .0 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.