Fréttablaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 9
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Eyðingin
vegna lofts-
lagsbreytinga
mun verða
meiri og
dauðsföllin
fleiri.
Í hvaða vasa
fóru þeir
peningar?
Ekki til
neytenda,
svo mikið
er víst.
Tilboð óskast
í þrjú sumarhús til brottflutnings
Til sölu eru þrjú sumarhús til brottflutnings. Húsin eru timburhús á einni
hæð um 52 fm, hvert hús er stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú
svefnherbergi, ásamt geymslu um 4 fm, palli, verönd og heitum potti.
Húsin seljast í því ástandi sem þau eru nú og má bjóða í hvert hús fyrir
sig.
Húsin eru staðsett í landi Munaðarness í Borgarfirði og má skoða þau í
samráði við umsjónarmann svæðisins Sigvalda Jónasson 833-6949 húsin
skulu fjarlægð í síðasta lagi 20. september n.k. og skal kaupandi gera það
á sinn kostnað.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Sameykis stéttarfélags í almanna-
þjónustu, Grettisgötu 89 fyrir kl. 14,00 föstudaginn 30. ágúst 2019.
Frekari fyrir spurnir má senda á sameyki@sameyki.is
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa
orðið af manna völdum.
Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja
Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að
senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðar-
ástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu
sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og
áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn
sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin
birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti
sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri
hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að
kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims
virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna
hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta
maður sem afneitar loftslagsbreytingum af manna-
völdum.
Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í
heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um
afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum
sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun
sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar.
Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins
og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir
leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim
verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða
um heim og afneita loftslagsbreytingum af manna-
völdum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum.
Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum
sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast
í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru
einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum
sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn
fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stór-
fyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því
miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist
að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna
sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjart-
sýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða
meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of
margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu
til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus
meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni
tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa
þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus.
„Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að
gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra
Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok,
jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga
þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru
einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir
ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi
loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi
hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og
dauða fyrir mannkynið.
Kveðjan
Sigmar Vilhjálmsson, nýr talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, gagnrýndi á dögunum harðlega innflytjendur á landbúnaðar-
afurðum.
Honum finnst skrítið að verið sé að flytja inn vörur í
„sama gæðaflokki“ og við Íslendingar getum framleitt
sjálfir. Hver metur þessi gæði? Á að setja á fót Gæðaráð
ríkisins sem ákveður hvað má flytja inn og hvað ekki? Á
að banna allan innflutning á Parma-skinku ef Ali býður
upp á vöru með sama nafni? Er þetta örugglega sama
varan? Er ekki betra að láta neytendur um að meta gæði
vörunnar?
Þá sakar Sigmar innflytjendur um að hirða sjálfir
allan ábata af tollfrjálsum innflutningi matvæla í stað
þess að láta ábatann renna til neytenda. Innflytjendur
flytji inn lélega vöru og það sé innanlandsframleiðslan
sem haldi uppi gæðum á matvælum. Hann segir inn-
flytjendur ávaxta kaupa annars flokks vöru og selja á
fyrsta flokks verði því ávextir séu ekki framleiddir hér
á landi.
En hverjir níðast svona á íslenskum neytendum?
Jú, í ljós kemur að félagsmenn í FESK flytja inn tæp 90
prósent tollkvótans af svínakjöti og helming kvótans
af alifuglakjöti. Það eru sem sagt hans eigin félagsmenn
sem níðast á neytendum.
Og hverjir f lytja inn ávextina? Einn stærsti innflytj-
andinn er Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans
Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og Fisks
(Ali) og aðili að FESK. Mata fær kaldar kveðjur frá eigin
talsmanni.
Í framhaldi af þessu væri líka áhugavert að fá svör
við því hvers vegna fyrirtæki innan FESK hafa ekki
látið neytendur njóta endurgreiðslna frá ríkinu á ólög-
mætum gjöldum sem innheimt voru vegna útboða á
tollkvótum á árunum 2009-2013. Í kjölfar niðurstöðu
Hæstaréttar um að gjaldtaka vegna útboða tollkvóta
væri ólögleg endurgreiddi ríkið innflytjendum næstum
800 milljónir árið 2016. Drjúgur hluti þeirrar fjárhæðar
rann til fyrirtækja innan FESK. Í hvaða vasa fóru þeir
peningar? Ekki til neytenda, svo mikið er víst.
Hver níðist á neytendum?
Ólafur
Arnarson
hagfræð-
ingur og fv.
for maður
Neytenda-
samtakanna
Jákvæður orkupakki
Þó að flestir dæsi eða reki upp
harmakvein þegar þriðja orku-
pakkann ber á góma má ekki
gleyma öllum þeim jákvæðu
áhrifum sem hann hefur nú
þegar haft á samfélagið. Orku-
pakki er ekki lengur slangur
yfir eitthvað sem tekið er upp í
laumi á salernum skemmtistaða.
Hann hefur hrist upp í íslenskum
stjórnmálum. Dregnar verða
nýjar átakalínur í stjórnmálum
og fylkingar flokka kunna að
sameinast. Að ógleymdri stór-
aukinni norrænni samvinnu.
Orkupakkinn hinn þriðji hefur
haldið öllum þjóðernissinnum
og popúlistum uppteknum í
marga mánuði í fundahöldum og
mótmælum. Þeir láta þá annað
vera á meðan. Sá þriðji hefur
stutt við íslenskt prentverk.
Nýjasta dæmið er útgáfa skýrslu
upp á lítil 35.076 orð. Án gríns.
Sett í nefnd
Svo má ekki gleyma áhrifum
orkupakkans á hreyfingu lands-
manna. Eins og bíleigendur í
miðborginni hafa tekið eftir þá
hafa galvaskir andstæðingar
plantað dreifibréfum á bílrúður.
Það varð þó ekki til að málið
yrði tekið upp í samgöngunefnd
Alþingis. Málið var þó tekið upp
í atvinnuveganefnd, sem fundar
með orkupakkaandstæðingum í
dag. Miðað við hvernig orðræð-
an hefur verið þá er næsta víst að
velferðarnefnd taki málið upp.
arib@frettabladid.is
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN