Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 13
www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 FÓTBOLTI Paul Pogba, leikmaður Manchester United, varð fyrir kyn­ þáttaníði á samfélagsmiðlum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Úlfunum á mánudag. Félagið fordæmdi hegðunina og leikmenn, víða um Evrópu, skrifuðu stuðn­ ingsyfirlýsingar á sömu samfélags­ miðlum til Pogba. Þá gaf félagið út yfirlýsingu þar sem hegðunin var fordæmd. „Einstaklingarnir sem eru með þessi viðhorf endurspegla ekki gildin hjá okkar frábæra félagi og það er gott að sjá að stór hluti stuðningsmanna fordæmir þetta á samfélagsmiðlum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, sagði að Insta­ gram og Twitter yrðu að fara breyta reglunum hjá sér. Þetta gengi ekki lengur. „Stoppið þessi ömurlegu nettröll sem búa til f jölmarga aðganga til að senda ömurleg skila­ boð til fólks,“ skrifaði hann meðal annars á Twitter. Manchester United er að reyna að finna söku­ dólgana en það getur reynst þrautin þyngri enda sigla vitleysingarnir undir fölsku f laggi á nafnlausum aðgöngum. Twitter hefur skýrar reglur um hatursfull skilaboð en það er auðvelt að komast fram hjá þeim eins og dæmin sanna. Marcus Rashford sagði einfaldlega: „Nú er nóg komið. Þetta þarf að enda,“ og merkti Twitter. Múslimahatur jókst mest Þrátt fyrir að tímabilið sé nýbyrjað er viðbjóðslegur rasismi þegar búinn að koma þrisvar við sögu, svo vitað sé. Fyrst var það þegar Tommy Abraham, leik maður Chelsea, klikkaði á vítaspyrnu gegn Liverpool í leiknum um ofurbikar­ inn í síðustu viku og Yakou Meite, leikmaður Reading, þurfti að þola heimskuleg ummæli um sig eftir vítaklúður með Reading í vikunni. Á opnunardegi Championship­ deildarinnar sögðu fjórir leikmenn frá kynþáttaníði og móðgunum sem þeir og fjölskyldur þeirra urðu fyrir. Varla leið sú leikvika á síðasta tímabili að rasismi og fordómafull hegðun kæmi ekki við sögu. Í skýrslu Kick it Out samtakanna, sem berjast gegn kynþátta níði í enskum fótbolta, fyrir síðasta tímabil sem kom út í lok júlí segir að rasismi á völlunum á Englandi hafi aukist um 43 prósent. Múslima­ hatur jókst mest eða um heil 75 pró­ sent. Alls voru 422 atvik skráð, þar af 109 í yngri f lokkum og fjölgaði þeim um 32 prósent. Knattspyrnu­ samband Englands hefur gefið það út að það sé að vinna hörðum höndum að úrbótum. Twitter vill viðræður Troy Townsend, frá Kick It Out, sagði í vikunni við Sky­ fréttastofuna að forsvars­ menn frá Twitter vildu setjast niður með samtök­ unum og skoða hvað sé hægt að gera. „Það er allavega byrjunin og eitthvað sem við höfum viljað gera lengi. Vonandi kemur eitthvað út úr þeim viðræðum,“ sagði hann. Í viðtalinu kom einnig fram að enska úrvalsdeildin, knattspyrnusambandið og ensku deild­ irnar leggi fram samanlagt 750 þúsund pund til að berjast g e g n r a s ­ isma. Flestir e r u s a m ­ mála því að það sé alltof lág upphæð, m ið að v ið margt annað. L a u n a h æ s t i Rasismi fær rauða spjaldið Í skýrslu Kick It Out samtakanna fyrir tímabilið í fyrra fjölgaði tilfellum um kynþáttaníð gegn leik- mönnum um 43%. Þrisvar strax í upphafi tíma- bilsins var grófu kynþáttaníði beint að þeldökkum leikmönnum. Ekki nóg að klæðast bolum, segir Ra- heem Sterling. Twitter vill fund með samtökunum. Paul Pogba vildi fá að taka víti Man­ chester United gegn Úlfunum sem hann hafði fiskað sjálfur. Hann klikkaði og létu nettröll öllum illum látum í kjöl­ farið. Leikmenn Liverpool og Tottenham fyrir leik liðanna í fyrra sýndu rasisma rauða spjaldið. Múslimahatur eykst gríðarlega í stúkunni á Englandi, eða um 75 prósent frá því sem það var fyrir einungis ári. NORDICPHOTOS/GETTY 159 tilvik voru skráð á sam- félagsmiðlum á síðasta tímabili. Rasismi var skráð- ur fyrir 62 prósentum tilfella. leikmaður deildarinnar, Alexis Sanchez, er með 505 þúsund pund í vikulaun. „Við erum lítið góðgerðarfélag en við reynum eftir fremsta megni að gera það sem við getum. Ég er ekki einu sinni viss um að hver sem heyrir og sér mismunun á völlunum á Englandi viti hvernig eigi að til­ kynna það,“ sagði Roisin Wood for­ maður Kick It Out við BBC fyrr í sumar. Raheem Sterling, sem er orð­ inn einn helsti talsmaður gegn rasisma, hefur látið hafa eftir sér að það þurfi að auka fjár­ munina í þessum málaflokki. „Við höfum stundum verið í bolum en það dugar skammt. Það þarf að gera meira.“ Fyrir tímabilið var það tilkynnt að hver sem mismunar öðrum leik­ manni vegna húðlitar eða trúar hans fái sex leikja bann í ensku deildinni. FIFA tilkynnti nýja reglu og verða fordómafullir leikmenn settir sjálfkrafa í tíu leikja bann. Sá leikmaður sem er fundinn sekur um kynþáttafordóma verður dæmdur í tíu leikja bann og fær minnst 16 þúsund pund í sekt. benediktboas@frettabladid.is Nýleg tilvik Bananahýði var kastað að Pierre-Emerick Aubameyang í nágrannaslagnum gegn Tott- enham í desember eftir að hann skoraði. Raheem Sterling varð fyrir kynþáttafordómum í leik gegn Chelsea. Félagið setti einn stuðningsmann í ævilangt bann. Tvö tilvik komu upp sömu helgina í Champions- hip-deildinni í apríl, annars vegar í garð Duane Holmes og hins vegar Nathans Byrne. Troy Deeney, leikmaður Watford, varð fyrir kynþáttaníði á sam- félagsmiðlum í sama mánuði. Ashley Young fékk holskeflu kynþáttaníðs yfir sig á sam- félagsmiðlum í kjölfar taps Manchester United fyrir Barce- lona í Meistaradeildinni. Fordómar á Íslandi Stutt er síðan Björgvin Stefáns- son, leikmaður KR, var dæmdur í fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli. Þórarinn Ingi Valdimars- son lét fordómafull ummæli falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnunnar og Leiknis í mars og var dæmdur í eins leiks bann. Þá varð Kristófer Acox, leikmaður KR í körfubolta, fyrir kynþátta- níði í leik liðsins við Tindastól í Domino’s-deild karla í febrúar en gerandinn fannst ekki. 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands­ liðið í körfubolta mætir Sviss í lokaleik H­riðils í undankeppni EuroBasket 2021 ytra í dag. Ísland er með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleikinn og er staða íslenska liðsins afar vænleg enda má Ísland tapa með nítján stigum í kvöld en fara samt áfram á næsta og síðasta stig undankeppninnar. Ísland vann fyrri leik liðanna með minnsta mun, 83­82, þar sem Martin Hermannsson tryggði Íslandi sigurinn með körfu á loka­ sekúndu leiksins. Íslenska liðinu tókst vel að halda aftur af Clint Capela, stærstu stjörnu svissneska liðsins, og gaf öðrum leikmönnum liðsins færi á að stýra sóknarleikn­ um sem virtist ætla að verða Íslandi að falli. Minni spámenn innan sviss­ neska liðsins hittu vel og virtust ætla að skila liðinu yfir línuna þar til Ísland náði að snúa leiknum við með öflugum lokaspretti. Íslenska liðið er að reyna að komast í loka­ keppni EuroBasket í þriðja skipti í röð og tryggir sig áfram á næsta stig undankeppninnar með sigri í kvöld eða tapi ef það verður með nítján stigum eða minna. Í næsta riðli bíða Georgía, Finn­ land og Serbía. Georgía hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Euro Basket sem gestgjafi og stæði það því á milli Íslands, Finnlands og Serbíu að berjast um lausu sætin tvö í loka­ keppninni. – kpt. Með pálmann í höndunum í kvöld Ísland má tapa með 19 stigum en fer samt áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.