Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 19

Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 19
Magnús Haf liða-son er f ram-k væmdastjór i Joe & the Juice á Íslandi. Hann rekur níu veit- ingastaði á landinu og hefur unnið við rekstur og opnun veitinga- staða, þar með talið leyfismál, frá árinu 2006 – bæði hér á landi og í Skandinavíu. Hann er náinn sam- starfsmaður Birgis Þórs Bieldvedt sem hefur átt og rekið veitingastaði víða um heim, m.a. Domino’s og Joe & the Juice. „Í grunninn er ferlið hér úrelt, ógagnsætt, óþarf lega umfangsmikið og tímafrekt,“ segir Magnús um þá upplifun að koma á fót rekstri í borginni. „Það má spyrja sig hvort aðilar sem hafa bæði langa sögu eða fjölda útsölustaða ættu að þurfa sama ferli þegar þeir bæta við nýju útibúi og þeir sem eru að hefja rekstur á nýrri kennitölu án sögu eða reynslu. Það eru aðilar hér með áratuga reynslu af rekstri í borginni og fjölda útsölu- staða sem þurfa að fara í gegnum sama ferli og einhver sem fær hug- mynd að nýjum veitingastað án nokkurrar reynslu. Þar er ekki verið að nýta þau gögn sem fyrir liggja í stjórnsýslunni til þess að gera hlutina á skilvirkan hátt,“ útskýrir Magnús. Sláandi munur að opna í Skandinavíu Hann segir sláandi mun á ferlinu við að hefja rekstur hér á landi og í Noregi eða Svíþjóð. „Þar er farið vel yfir málin í upphafi og teikn- ingar fá formlegt samþykki þar sem margir koma að málinu og skoða meðal annars brunavarnir, mál tengd starfsmönnum og aðstöðu þeirra, innra eftirlit, fjölda salerna, aðgengis mál og fleira sem huga þarf að við opnun staða. Það ferli getur, rétt eins og hér á landi, verið tíma- frekt en er þó yfirleitt innan setts ramma. Að því loknu má segja að hægt sé að fara í framkvæmdir, ljúka þeim og í beinu framhaldi hefja rekstur með einföldum til- kynningum til yfirvalda,“ segir Magnús. Þar séu framkvæmda- og rekstrar aðilum einfaldlega settar skýrar reglur um hvernig haga skuli hlutunum og þeir samþykkja það. „Í stað þess að upphaf reksturs sé háð frekari úttektum þá koma eftirlitsaðilar í úttekt f ljótlega eftir að rekstur hefst. Ef fyrirtækin eru ekki með sín mál á tæru, þurfa þau einfaldlega að lúta stöðvun reksturs ef um alvarleg frávik er að ræða.“ Magnús lýsir því að horfa þurfi til tveggja aðila þegar kemur að leyfisveitingum hér á landi, ann- ars vegar sveitarfélagsins og svo sýslumanns sem er sá sem gefur út formlegt leyfi. „Ferlið er gamal- dags, óskýrt, ógegnsætt og alltof þungt og langt. Þar af leiðandi er það alltof tímafrekt og kemur í veg fyrir að hægt sé að undirbúa opnun í góðan tíma, til dæmis með tilliti til pantana á vörum, ráðningar starfs- fólks og vaktaskipulags enda með öllu ómögulegt að vita hve langan tíma ferlið getur tekið. Oftar en ekki er um verulega fjárfestingu að ræða og því eðlilegt að stefnt sé að því að hefja rekstur sem fyrst.“ Magnús lýsir ferlinu við að opna nýjan stað með eftirfarandi hætti: n Fá teikningu samþykkta hjá byggingarfulltrúa og fá útgefið byggingarleyfi. Þar koma m.a. umsagnir frá bygg- ingarfulltrúa, heilbrigðiseftir- liti, slökkviliði og vinnueftir- liti. n Senda umsóknir ásamt fylgigögnum á sýslumann og heilbrigðiseftirlit. Í fram- haldi er það á könnu Reykja- víkurborgar að kalla eftir umsögnum aðila og senda þær til sýslumanns. n Fá lokaúttekt á framkvæmdir en þar hittast aðilar frá bæði byggingarfulltrúa og slökkviliði og fara yfir fram- kvæmdina sem áður hafði verið samþykkt. Til þess að það gangi þarf yfirleitt um- sagnir eða yfirlýsingar frá t.d. rafverktaka og ýmsum undir- verktökum um virkni ýmissa þátta, t.d. loftræstingar, brunakerfis, neyðaropnana og lokana á hurðum og þess háttar. n Fylgja öllu vel eftir og tryggja að allar umsagnir séu að skila sér en það er ekki sjálfgefið að kerfið tryggi slíkt. n Krossa fingur og vona að um- sókn týnist ekki eða stoppi í ferlinu vegna formsatriða. n Fá að lokum bréf ásamt kröfu sem greiða þarf áður en leyfi er gefið út. Umsókn um opnun á Hafnartorgi týndist Sýslumaður sé svo annar kapítuli. „Þangað þarf að skila gögnum sem f lest hver ættu einfald- lega að liggja fyrir rafrænt og heimild forsvars- manna ætti að duga til þess að sækja. Í dag eru þetta allt að tíu útprentuð sk jöl a f ý msu m gerðum. Þá er eins gott að teikningin sé á A4 blaðsíðu, en ekki A3 því þá taka þeir ekki við u m s ó k n i n n i , “ segir Magnús. „ Þ e g a r v i ð vorum að opna Joe & the Juice á H a f n a r - tor g i t ý nd ist umsók nin og það var ek k i fyrr en ég fór að ýta á borgina, sem var ekki auðsótt vegna s u m a r l e y f a , að í ljós kom að ekkert hafði bor ist þeim. Í símtali mínu við sýslumann var ég svo spurður hvort „ég væri viss um að umsóknin hefði farið inn“ en ég skilaði henni persónulega inn og greiddi rúmlega 200.000 sem hluta af því. Þarna er fullkomið ógagnsæi gagnvart umsókn- araðila. Eðlilegast væri að þetta væri allt rafrænt og þar væri staða umsóknar jafnt og þétt uppfærð.“ Magnús segir raunveruleikann einfaldlega þann að ætli veitinga- maður að láta hlutina ganga sæmi- lega hratt fyrir sig þurfi hann sífellt að vera að ýta á eftir málum og sækja sér upplýsingar um stöðu mála svo tryggt sé að allt skili sér til réttra aðila á góðum tíma. „Ágætt dæmi um það er sú stað- reynd að það tók tæplega 4 vikur eftir að teikning var samþykkt hjá byggingarfulltrúa þar til hún fékkst undirrituð frá embættinu – en það gerðist eftir að haft var beint sam- band við aðila innan deildarinnar. Fram að því voru svör í þjónustu- veri embættisins einfaldlega þau að það væru margar teikningar sem þyrfti að undirrita og stimpla og það tæki tíma fyrir efni að skila sér niður á jarðhæð til afgreiðslu.” Aðspurður um hvort Magnús taki undir þær gagnrýnisraddir sem hafa ver ið uppi undan- farið vegna götuframkvæmda við Hverfisgötu að samráðsleysi sé of algengt í samskiptum við borgina segir Magnús það augljóst að borg- in þurfi að átta sig á því að hún sé þjónandi aðilinn í þessu sambandi en ekki öfugt. „Það ætti að vera kappsmál að hlúa að rekstrarað- ilum í miðborginni sem og annars staðar og þannig stuðla að bættum rekstri sem augljóslega styrkir borgina.“ Óskýrt, ógagnsætt og alltof þungt Kaup- og veitinga- menn í borginni segja samráðsleysi og flókna ferla ljóð á ráði borgarinnar. Uppbygging mið- borgarinnar sé af hinu góða en gangi alltof hægt og óskipulega fyrir sig. Borgaryfirvöld verði að einfalda ferla til að koma á fót fyrir- tækjum í borginni. Ferlið er gamaldags, óskýrt, ógegnsætt og alltof þungt og langt. Þar af leiðandi er það alltof tímafrekt og kemur í veg fyrir að hægt sé að undirbúa opnun í góðan tíma. Magnús Haf- liðason, fram- kvæmdastjóri Joe & the Juice Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.