Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 21
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550
5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Ingveldur Gyða mun stýra skemmtilegum jógatímum í vetur.
Bára Magnúsdóttir, eigandi JSB líkamsræktar, segir margt spennandi á boðstólum í vetur.
en ella, fyrir minni pening,“ segir
hún. Þá sé ekki hægt að komast
upp með neitt múður. „Það er sko
hringt í pabba þinn ef þú mætir
ekki,“ segir Bára. „Enda er árangur,
sjáðu, það þýðir ekkert að segja
„þú ferð á vigtina ef þú vilt“, þú
ferð á vigtina í hverjum tíma, þú
hefur ekkert val. Námskeiðið er
svona, ég ræð,“ segir Bára ákveðin.
Íslenska keppnisskapið
virkjað
Bára segir árangurinn af kerfinu
nánast lygilegan. Konur séu að
gjörbreyta lífi sínu og lífsstíl og
keppnisskapið skemmi ekki fyrir.
Bára fékk hugmyndina að þessu
kerfi síðasta haust og ákvað strax
að keyra það í gang með krafti.
Hún segir að þótt einhverjir hafi
eflaust verið uggandi yfir hugsan-
legu fjártjóni þá hafi kerfi af þessu
tagi reynst kjörið fyrir fyrir kapp-
sama Íslendinga. „Margir hefðu
orðið hræddir og hugsað að þetta
væri allt of mikill peningur en það
er svo mikið keppnisskap í þessari
þjóð,“ segir Bára.
Toppform – árangur
til frambúðar
Ein af nýjungunum í JSB líkams-
rækt í vetur er námskeiðið „Topp-
form“ en það er hugsað fyrir konur
sem lokið hafa TT ásamt öðrum
konum sem eru hraustar og vilja
taka almennilega á. „Tímarnir
eru alveg tilvaldir fyrir þær sem
eru búnar að vera í TT og líka
bara allar sem eru í þokkalegu
formi og vilja fá dúndurtíma, en
samt lokaðan. Við sjáum til þess
að þú haldir þínum árangri til
frambúðar,“ segir Bára. Toppform
er tvisvar í viku og hafa þátt-
takendur að auki aðgang að bæði
opnum tímum og tækjasal sem er
opnaður klukkan sex á morgnana.
„Þessir tímar eru svo bara tvisvar
í viku og þú ert með aðgang
að opnum tímum og tækjasal
alveg eins og þú vilt,“ segir Bára.
Ákveðið var að hafa tímana
tvisvar í viku til þess að tryggja
góða mætingu. „Ég vildi ekki hafa
þetta þrisvar í viku eins og í TT, ég
hafði þetta því bara tvisvar svo að
þú mætir alveg örugglega,“ segir
hún. Bára segist vilja gæta þess að
tímarnir séu fjölbreyttir og því séu
þrír leiðbeinendur, þær Brynna,
Sandra og Unnur, sem leiða munu
tímana til skiptis.
Sannkallaðir drottninga
tímar fyrir 6070 plús
Þá segir Bára að nóg sé í boði fyrir
konur sem eru orðnar 60 ára og
eldri en hún segir konur á þeim
aldri reglulega spyrja sig hvort
nokkuð sé í boði fyrir þær. „Þær
hafa svo oft spurt mig „er nokkuð
tími fyrir mig?“ eins og rækt sé
bara fyrir fólk frá 18-40,“ segir Bára
gáttuð. Hún segir að manneskja
á þessum aldri sé hreint ekki svo
gömul í dag. „Manneskja sem er
sextug er bara á miðjum aldri nú
til dags, þetta er enginn aldur,“
segir Bára. Tímarnir hafa slegið
rækilega í gegn. „Þetta hefur alveg
sprungið út og við erum með þetta
klukkan hálf níu, hálf tíu og hálf
ellefu,“ segir Bára. Hún segir að
tímarnir henti þessum aldurshópi
alveg sérstaklega vel. „Þetta eru
sannkallaðir drottningatímar,“
segir hún.
Spennandi jóga
fram undan í vetur
Þá verður líka hægt að spreyta sig
á jóga í vetur og segir Bára að mikil
eftirvænting ríki eftir þeim tímum
sem leiddir verða af Ingveldi Gyðu
Karandeep, en hún býr yfir víð-
feðmri þekkingu og reynslu. „Hún
er lærð í hatha-yoga, rope-yoga,
kundalini-yoga og yoga nidra og
hún ætlar að blanda því saman,
það er svo skemmtilegt,“ segir
Bára.
Opna kerfið 123
Þá býður JSB líkamsrækt upp
á stutt og hnitmiðuð kerfi sem
auðvelt er að sinna í amstri hvers-
dagsins. „Við byrjuðum með þetta
kerfi, sem er röð af 30 mínútna
tímum, fyrir nokkrum árum
og þær sem hafa prófað það eru
alsælar,“ segir Bára. Hún segir að
þetta kerfi sé hugsað fyrir þær
konur sem eiga erfitt með að gefa
sér tíma til þess að stunda líkams-
rækt.
„Þetta er sérstaklega hentugt
fyrir þær sem eru alltaf í kapp-
hlaupi við tímann en með þessu
móti getur þú stýrt því sjálf hvað
þú gefur ræktinni mikinn tíma
hverju sinni, hvort sem það er
einn, tveir eða þrír hálftímar, eða
þá í tækjasal plús einn tími,“ segir
hún. Bára segir að þetta kerfi hafi
reynst mörgum konum vel og gert
þeim kleift að hafa betri stjórn og
skipulag á líkamsræktinni. „Þetta
hafa margar kunnað vel að meta
og eru komnar alveg upp á lag
með að raða tímunum eftir eigin
þörfum,“ segir hún.
Gott að vita
JSB líkamsrækt opnar klukkan 6
alla virka morgna. Fyrsti tíminn
í opna kerfinu er kl. 6.30 og þú
velur þá hvort hentar þér að fara í
tíma kl. 6.30, 7.00, 7.30 eða kl. 8.00.
Svona tímar eru líka í hádeginu og
seinni partinn og svo endar vikan
með laugardagsfjöri, hörkutímum
og Zumba hjá Huldu í restina.
Unnur, Brynna
og Sandra eru
meðal kennara
skólans í vetur
og verða konum
til halds og
traust.
Manneskja sem er
sextug er bara á
miðjum aldri nú til dags,
þetta er enginn aldur.
Það er nóg í boði fyrir
konur á öllum aldri.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R